Jaðarsíða 15 - rafmagnskassi og færsla á heimtaug

Málsnúmer 2013020187

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 154. fundur - 20.03.2013

Hafsteinn Sveinsson, Fossagili 2 f.h Karólínu ehf. og Jóhann Baldur Sigurðsson, Búðarfjöru 3 f.h Árness ehf., kt. 680803-2770, mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa 14. febrúar 2013.
Þeir eru ósáttir við að þurfa að kosta færslu á rafmagnskassa sem er fyrir miðju bílaplani við Jaðarsíðu 15. Þeir eru einnig ósáttir við að þurfa að kosta færslu á heimtaug.

Í nýjum skipulögðum hverfum byggir staðsetning allra lagna, þ.m.t. lagna Norðurorku s.s. vegna rafmagnskassa og heimtauga, á gildandi deiliskipulagi hverfisins en þar kemur m.a. einnig fram staðsetning bílastæða við hús. Rafmagnskassi og heimtaugar í þessu tilviki voru lagðar miðað við leiðbeinandi staðsetningu bílastæða talsvert áður en núverandi lóðarhafi ákvað að sækja um lóðina og mátti honum því vera ljós staðsetning þeirra.

Einnig skal bent á að við samþykkt byggingaráforma á Jaðarsíðu 15 þann 9. janúar 2013 er tekið fram að umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum ef með þarf.