Oddeyrartangi - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2012121161

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 150. fundur - 16.01.2013

Erindi dagsett 13. desember 2012 þar sem Jónas V. Karlesson f.h. Bústólpa ehf. sækir um stækkun byggingarreits við núverandi verslunar-, skrifstofu- og lagerhúsnæði Bústólpa á lóð með landnr. 149132 við Oddeyrartanga í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt nr. U24.002 frá Verkís hf.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd - 154. fundur - 20.03.2013

Í framhaldi af bókun skipulagsnefndar frá 16. janúar 2013 lagði Jónas V. Karlesson f.h. Bústólpa ehf. fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á byggingarreit innan lóðar Bústólpa á Oddeyrartanga, svæði 19.5.
Tillagan er dagsett 18. mars 2013 og unnin af Verkís ehf.

Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa.

Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3337. fundur - 09.04.2013

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 20. mars 2013:
Í framhaldi af bókun skipulagsnefndar frá 16. janúar 2013 lagði Jónas V. Karlesson f.h. Bústólpa ehf fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á byggingarreit innan lóðar Bústólpa á Oddeyrartanga, svæði 19.5.
Tillagan er dags. 18. mars 2013 og unnin af Verkís ehf.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa.
Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.