Tjarnartún 29 - fyrirspurn um húsgerð

Málsnúmer 2013030052

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 154. fundur - 20.03.2013

Erindi dagsett 7. mars 2013 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, leggur fram fyrirspurn um hvort meðfylgjandi hugmynd lóðarhafa um húsgerð á lóðinni Tjarnartún 29 falli ekki að gildandi deiliskipulagsskilmálum.

Í greinargerð deiliskipulags hverfisins kemur fram að heimilt er að byggja einnar hæðar eða tveggja hæða (pallskipt) einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu. Hús skulu aðlagast landhalla, t.d. með pallskiptum lausnum eða stöllun byggingar í landi eins og sjá má á skýringarmynd í greinargerð. Þannig verður möguleiki á aukinni lofthæð eða viðbótarhæð að hluta.

Í meðfylgjandi tillögu er bygging sýnd á tveimur hæðum án þeirrar pallskiptingar sem kveðið er á um í skilmálum og er tillagan því ekki í samræmi við ákvæði deiliskipulagsins. Einnig er óskað eftir að byggja gestaíbúð á neðri hæð hússins með sérinngangi en engin ákvæði eru um slíkt í greinargerð og samrýmist óskin því ekki ákvæðum deiliskipulagsins.
Ekki er því hægt að verða við erindinu. Skipulagsstjóra er falið að ræða við lóðarhafa og hönnuð um úrlausn málsins.