Barmahlíð 8 - gatnagerðargjöld

Málsnúmer 2013020175

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 154. fundur - 20.03.2013

Bragi Sigurður Óskarsson, Snægili 3a, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 14. febrúar 2013.
Óskað er eftir um afslætti af gatnagerðargjöldum vegna Barmahlíðar 8.

Gatnagerðargjald skal greitt samkvæmt samþykktri gatnagerðargjaldskrá hverju sinni. Fyrirhugað er að byggja nýtt einbýlishús á lóðinni nr. 8 við Barmahlíð en áður stóð þar u.þ.b. 100 m2 hús sem brann. Brunnir fermetrar dragast frá stofni gatnagerðargjalds og skal mismunargjaldið greitt í flokki nýbyggingar en ekki sem viðbygging við eldra húsnæði sem ekki er til. Tekið skal fram að 20% afsláttur reiknast af gatnagerðargjaldi sem gildir til 30. júní 2013.

Beðist er velvirðingar á að rangar upplýsingar voru gefnar í tölvupósti dagsettum 11. janúar 2012 vegna fyrirspurnar um gjaldtökuna.