Skipulagsnefnd

245. fundur 26. október 2016 kl. 08:00 - 10:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Tryggvi Gunnarsson
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Vilberg Helgason
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Tryggvi Gunnarsson S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista boðaði forföll og einnig varamaður hans.

1.Landsskipulagsstefna 2015-2026 - tilkynning um útgáfu

Málsnúmer 2015010002Vakta málsnúmer

Landsskipulagsstefna 2015-2026 lögð fram til kynningar.
Lagt fram.

2.Vættagil 27 og 29 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016090033Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Giljahverfis í samræmi við bókun nefndarinnar 14. september síðastliðinn. Um er að ræða breytingu á lóðamörkum og byggingareit milli húsa nr. 25-27 og 29-31 við Vættagil. Tillagan er unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá Arkitektastofunni Form, dagsett 26. október 2016.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsnefnd að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Hreinsistöð fráveitu á Akureyri - beiðni um umsögn

Málsnúmer 2016100084Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. október 2016 frá Skipulagsstofnun þar sem kemur fram að Norðurorka hf. hafi sent Skipulagsstofnun frummatsskýrslu um hreinsistöð fráveitu á Akureyri. Samkvæmt 10. gr. laga nr. 106/2000 óskar Skipulagsstofnun eftir umsögn Akureyrarbæjar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Álitið skal gefið í samræmi við 24. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Umsögn óskast fyrir 4. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar í frummatsskýrslu.

4.Ægisnes 3 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016090036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. september 2016 þar sem Stefán Eyfjörð Stefánsson f.h. ÍGF ehf., kt. 470596-2289, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Ægisnes 3. Tillagan er dagsett 28. september 2016 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi. Tillagan var grenndarkynnt 5. október 2016. Þeir sem genndarkynninguna fengu skiluðu inn samþykki sínu 11. október 2016 og telst grenndarkynningunni því lokið.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

5.Hafnarsvæði sunnan Glerár - umsókn um breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015030249Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. apríl 2015 þar sem Pétur Ólafsson f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um breytingar á deiliskipulagi fyrir lóðir nr. 2-4 við Skipatanga og við reit nr. 19.17. Skipulagsnefnd tók málið fyrir 15. apríl 2015 og vísaði erindinu til vinnslu ramma- og deiliskipulags Oddeyrar. Erindið er lagt aftur fyrir skipulagsnefnd.
Skipulagsnefnd hefur í samráði við hönnuð rammahluta aðalskipulags Oddeyrar skoðað fyrirhugaðar breytingar og telur aðalskipulagsbreytingar ekki þörf. Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

6.Síðuskóli - innkeyrsla

Málsnúmer 2015110127Vakta málsnúmer

Erindi ódagsett frá stjórn Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla og með vísan til aðalfundar hverfisnefndarinnar þann 11. nóvember 2015 er óskað eftir breytingum vegna umferðaröryggis á núverandi aðkomu að Síðuskóla samkvæmt meðfylgjandi tillögu.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. desember 2015 og fól skipulagsstjóra að vinna erindið áfram. Verkfræðistofan Efla vann skýrslu dagsett 8. maí 2014, síðast uppfærð 1. febrúar 2015 um umferðaröryggi og aðgengi við grunnskóla Akureyrar. Skipulagsstjóra var falið að láta vinna tillögur um úrbætur og leggja fram í skipulagsnefnd. Tillaga um úrbætur við Síðuskóla eru nú lagðar fram og lagt til að skipulagsnefnd heimili deiliskipulagsbreytingu í samræmi við tillöguna.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og felur skipulagsdeild í samvinnu við framkvæmdadeild að gera aðra tillögu til nefndarinnar.

7.Íþróttasvæði Þórs, kastsvæði - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016100138Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri leggur til við skipulagsnefnd að breyting verði gerð á deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs, samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss, og framtíðarsvæði fyrir kastíþróttir verði skilgreint.
Skipulagsnefnd heimilar skipulagsstjóra að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin skal unnin í samvinnu við hagsmunaaðila og samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Skipagata 12 - sölulúga, fyrirspurn

Málsnúmer 2016100077Vakta málsnúmer

Hjörleifur Árnason f.h. Akureyri Fish ehf., kt. 430316-0520, leggur inn fyrirspurn um hvort fengist að opna sölulúgu á vesturhlið hússins Skipagötu 12 með það fyrir augum að sækja um leyfi fyrir nætursölu. Myndir af tveimur hugsanlegum staðsetningum fylgja.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið.

Tryggvi Gunnarsson S-lista sat hjá við afgreiðsluna.

9.Hafnarstræti, söluvagn - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016100050Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. október 2016 þar sem Tomasz Piotr Kujawski sækir um að hafa söluvagn í Hafnarstræti.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsóknina.

10.Viðburðir - götu- og torgsala 2016

Málsnúmer 2015120155Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. október 2016 þar sem Helgi Þórsson sækir um leyfi til að hafa jólamarkað í söluskúr/hjólhýsi við Hafnarstræti norðan við Hafnarstræti 99-101. Sölutími yrði milli kl. 13:00 og 18:00 helgina 10.- 11. desember og dagana 16.- 24. desember 2016.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsóknina.

11.Byggingarhæfi lóða - endurskoðun

Málsnúmer 2016100114Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að endurskoðaðri skilgreiningu og reglum vegna byggingarhæfi lóða. Tillagan var unnin í samráði við framkvæmdadeild Akureyrarbæjar og Norðurorku hf.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

12.Vinnureglur um bílastæði og úrtök í kantsteina

Málsnúmer 2016100112Vakta málsnúmer

Gerð vinnureglna um bílastæði og úrtök úr kantsteinum vegna umsókna um breytingar eða ný bílastæði á lóðum.
Skipulagsnefnd felur skipulagsdeild að gera tillögu að vinnureglum.

13.Krókeyrarnöf 21 - fyrirspurn

Málsnúmer BN070473Vakta málsnúmer

Fyrirspurn frá Ágústi Hafsteinssyni fyrir hönd Magnum opus ehf., kt. 470714-0850, þar sem spurst er fyrir um hvort leyfi fengist fyrir sundlaug á lóðinni Krókeyrarnöf 21.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umræður á fundinum. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Hamragerði 17 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2016100151Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. október 2016 þar sem Aðalsteinn Ólafsson sækir um stækkun á lóð nr. 17 við Hamragerði. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið samkvæmt 1. málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Tryggvi Gunnarsson S-lista greiddi atkvæði á móti.

15.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 13. október 2016. Lögð var fram fundargerð 604. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.

16.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 20. október 2016. Lögð var fram fundargerð 605. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.