Viðburðir - götu- og torgsala 2016

Málsnúmer 2015120155

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 569. fundur - 07.01.2016

Erindi dagsett 29. desember 2015, þar sem Arnar Þór Þorsteinsson f.h. GA Samvirkni ehf., kt. 630608-0740, sækir um langtíma leyfi fyrir söluvagni við sundlaug Akureyrar.

Meðfylgjandi er leyfi frá Fasteignum Akureyrar og starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til 31. desember 2016.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 571. fundur - 21.01.2016

Erindi dagsett 15. janúar 2016 þar sem Thomasz Piotr Kujawski f.h. Thomasz Piotr ehf., kt. 581113-0720, sækir um langtímaleyfi fyrir söluvagni við Hafnarstræti. Meðfylgjandi er mynd og starfsleyfi heilbrigðiseftirlits og sýslumanns.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 571. fundur - 21.01.2016

Erindi dagsett 29. desember 2015 þar sem Arnar Þór Þorsteinsson f.h. 5 jarða ehf., kt. 681015-4340, sækir um langtímaleyfi fyrir söluvagni á Ráðhústorgi.

Meðfylgjandi er starfsleyfi heilbrigðiseftirlits og mynd.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 571. fundur - 21.01.2016

Erindi dagsett 23. desember 2015 þar sem Guðröður Hákonarson f.h. Hildibrand slf., kt 431012-0490, sækir um leyfi fyrir söluvagni(bíl) við Hafnarstræti. Meðfylgjandi er starfsleyfi heilbrigðiseftirlits.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu eins og það liggur fyrir, þar sem bifreið af þessari stærð og gerð fellur ekki vel að því umhverfi sem sótt er um staðsetningu á, sbr. 6. mg 1. gr. samþykktar Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 572. fundur - 28.01.2016

Lagður fram tölvupóstur Guðröðar Hákonarsonar dagsettur 27. janúar 2016 þar sem hann f.h. Hildibrand slf., kt. 431012-0490, óskar eftir að fundinn verði staðsetning fyrir grillbíl í miðbæ Akureyrar.
Skipulagsstjóri vísar afgreiðslu erindisins til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 222. fundur - 10.02.2016

Lagður fram tölvupóstur Guðröðar Hákonarsonar dagsettur 27. janúar 2016 þar sem hann f.h. Hildibrand slf., kt. 431012-0490, óskar eftir að fundin verði staðsetning fyrir grillbíl í Miðbæ Akureyrar.

Skipulagsstjóri vísaði erindinu til afgreiðslu skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir að heimila staðsetningu veitingabílsins á tveimur austustu bílastæðunum við Skipagötu sem næst eru horni Kaupvangsstrætis og Glerárgötu og nýta hluta af hellulögðu svæði sunnan þeirra fyrir útiaðstöðu til 31. desember 2016.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 580. fundur - 31.03.2016

Erindi dagsett 30. mars 2016 þar sem Óli Þór Jónsson f.h. Benediktu ehf., kt. 470212-0390, sækir um leyfi fyrir aðstöðuskúr fyrir rafhjólaleigu norðan Hafnarstrætis 101.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem svæðið er ætlað fyrir torgsöluvagna og senuvagn.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 589. fundur - 09.06.2016

Erindi dagsett 1. júní 2016 þar sem Guðmundur Gunnarsson f.h. Pizza Pizza ehf., kt. 480293-2669, sækir um leyfi fyrir söluvagni á Ráðhústorgi reit 2.2. frá 16.- 20. júní 2016.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu eins og það liggur fyrir þar sem langtímaleyfi eru á umbeðnu stæði, en getur fallist á nætursöluleyfi í samræmi við c lið 3. gr. samþykktar Akureyrarkaupstaðar um götu og torgsölu. Að öðru leyti er vísað til samþykktarinnar.

Skipulagsnefnd - 245. fundur - 26.10.2016

Erindi dagsett 17. október 2016 þar sem Helgi Þórsson sækir um leyfi til að hafa jólamarkað í söluskúr/hjólhýsi við Hafnarstræti norðan við Hafnarstræti 99-101. Sölutími yrði milli kl. 13:00 og 18:00 helgina 10.- 11. desember og dagana 16.- 24. desember 2016.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsóknina.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 606. fundur - 27.10.2016

Erindi dagsett 6. október 2016 þar sem Tomasz Piotr Kujawski sækir um að hafa söluvagn í Hafnarstræti til að selja kebab og franskar.
Skipulagsstjóri frestar erindinu og óskar eftir nánari gögnum í samræmi við samþykkt Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 606. fundur - 27.10.2016

Erindi dagsett 17. október 2016 þar sem Helgi Þórsson sækir um leyfi til að hafa jólamarkað í söluskúr/hjólhýsi við Hafnarstræti norðan við Hafnarstræti 99-101. Sölutími yrði milli kl. 13:00 og 18:00 helgina 10.- 11. desember og dagana 16.- 24. desember 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið og að staðsetning verði gerð í samráði við skipulagsdeild.