Hreinsistöð fráveitu á Akureyri - beiðni um umsögn

Málsnúmer 2016100084

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 245. fundur - 26.10.2016

Erindi dagsett 7. október 2016 frá Skipulagsstofnun þar sem kemur fram að Norðurorka hf. hafi sent Skipulagsstofnun frummatsskýrslu um hreinsistöð fráveitu á Akureyri. Samkvæmt 10. gr. laga nr. 106/2000 óskar Skipulagsstofnun eftir umsögn Akureyrarbæjar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Álitið skal gefið í samræmi við 24. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Umsögn óskast fyrir 4. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar í frummatsskýrslu.

Umhverfisnefnd - 120. fundur - 08.11.2016

Erindi dagsett 7. október 2016 frá Skipulagsstofnun þar sem kemur fram að Norðurorka hf. hafi sent Skipulagsstofnun frummatsskýrslu um hreinsistöð fráveitu á Akureyri. Samkvæmt 10. gr. laga nr. 106/2000 óskar Skipulagsstofnun eftir umsögn Akureyrarbæjar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Álitið skal gefið í samræmi við 24. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við skýrsluna.