Kaupvangsstræti 14 - umsókn um breytingu á rými

Málsnúmer 2016090151

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 244. fundur - 12.10.2016

Erindi dagsett 23. september 2016 þar sem Rögnvaldur Kristinn Sigurðsson fyrir hönd Fasteigna ehf., kt. 581088-1409, sækir um að breyta jarðhæð hússins Kaupvangsstræti 14 í gistiskála. Meðfylgjandi er teikning.
Skipulagsnefnd telur að breytt notkun samræmist skipulagi og vísar afgreiðslu byggingarleyfis til skipulagsstjóra.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 618. fundur - 02.02.2017

Erindi dagsett 19. janúar 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Fasteigna ehf. sækir um að breyta 1. hæð í aðstöðu fyrir gistiskála við Kaupvangsstræti 16. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 1. febrúar 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 619. fundur - 09.02.2017

Erindi dagsett 23. september 2016 þar sem Rögnvaldur Kristinn Sigurðsson fyrir hönd Fasteigna ehf. sækir um að breyta 1. hæð Kaupvangsstrætis 16 í gistiskála samkvæmt teikningum eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 9. febrúar 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið með fyrirvara um að fyrir liggi jákvæð umsögn Minjastofnunar um umbeðnar breytingar áður en byggingarleyfi verður gefið út.