Þrumutún 8 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016090037

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 241. fundur - 14.09.2016

Erindi dagsett 6. september 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Margrétar Stefánsdóttur sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Þrumutún 8. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 244. fundur - 12.10.2016

Erindi dagsett 6. september 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Margrétar Stefánsdóttur, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Þrumutún 8 vegna byggingar sólstofu. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu á fundi 14. september 2016. Tillagan er dagsett 12. október 2016 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsnefnd að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 247. fundur - 30.11.2016

Erindi dagsett 6. september 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Margrétar Stefánsdóttur sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Þrumutún 8. Skipulagsnefnd heimilaði að tillaga að deiliskipulagsbreytingu yrði grenndarkynnt á fundi 12. október 2016. Erindið var grenndarkynnt frá 17. október með athugasemdafresti til 15. nóvember 2016.

Ein athugasemd barst:

a) Hjörvar Maronsson og Tinna Lóa Ómarsdóttir, dagsett 15. nóvember 2016.

Þau samþykkja ekki fyrirhugaðan sólskála nema með því skilyrði að sólskálinn verði ekki yfir efri brún á glugga hússins þar sem fyrirhugaður sólskáli á að rísa.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsstjóra að ræða við umsagnaraðila um athugasemdir þeirra.

Skipulagsráð - 250. fundur - 11.01.2017

Erindi dagsett 6. september 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Margrétar Stefánsdóttur sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Þrumutún 8. Skipulagsnefnd heimilaði að tillaga að deiliskipulagsbreytingu yrði grenndarkynnt á fundi 12. október 2016. Erindið var grenndarkynnt frá 17. október með athugasemdafresti til 15. nóvember 2016.

Ein athugasemd barst:

a) Hjörvar Maronsson og Tinna Lóa Ómarsdóttir, dagsett 15. nóvember 2016.

Þau samþykkja ekki fyrirhugaðan sólskála nema með því skilyrði að sólskálinn verði ekki yfir efri brún á glugga hússins þar sem fyrirhugaður sólskáli á að rísa. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 30. nóvember 2016.
Skipulagsráð telur að hugmyndir að fyrirhugaðri viðbyggingu falli að innkominni athugasemd.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3407. fundur - 17.01.2017

21. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 11. janúar 2017:

Erindi dagsett 6. september 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Margrétar Stefánsdóttur sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Þrumutún 8. Skipulagsnefnd heimilaði að tillaga að deiliskipulagsbreytingu yrði grenndarkynnt á fundi 12. október 2016. Erindið var grenndarkynnt frá 17. október með athugasemdafresti til 15. nóvember 2016.

Ein athugasemd barst:

a) Hjörvar Maronsson og Tinna Lóa Ómarsdóttir, dagsett 15. nóvember 2016.

Þau samþykkja ekki fyrirhugaðan sólskála nema með því skilyrði að sólskálinn verði ekki yfir efri brún á glugga hússins þar sem fyrirhugaður sólskáli á að rísa. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 30. nóvember 2016.

Skipulagsráð telur að hugmyndir að fyrirhugaðri viðbyggingu falli að innkominni athugasemd.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.