Þjónustumiðstöð - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2016080043

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 241. fundur - 14.09.2016

Erindi dagsett 7. september 2016 þar sem Kristján Ingvarsson leggur fram fyrirspurn um mögulega lóð undir þjónustumiðstöð á svæði sunnan Bónus.
Skipulagsnefnd frestar erindinu til næsta fundar.

Skipulagsnefnd - 242. fundur - 28.09.2016

Erindi dagsett 8. september 2016 þar sem Kristján Ingvarsson sendir inn erindi vegna byggingar þjónustumiðstöðvar í Naustahverfi.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

Skipulagsnefnd - 244. fundur - 12.10.2016

Erindi dagsett 8. september 2016 þar sem Kristján Ingvarsson vekur athygli skipulagsnefndar á þörf fyrir meiri þjónustu við íbúa Naustahverfis. Bent er á möguleika á byggingu þjónustumiðstöðvar í Naustahverfi sunnan við Bónus. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundum 14. september og 28. september 2016.
Skipulagsnefnd þakkar fyrir ábendinguna, en telur ekki tímabært að breyta deiliskipulagi svæðisins að svo stöddu.

Tryggvi Gunnarsson S-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.