Munkaþverárstræti 36 - uppkaup lóðar

Málsnúmer 2015100025

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 214. fundur - 14.10.2015

Nýlega var samþykkt deiliskipulag fyrir neðri hluta Norður-Brekku. Þar er gert ráð fyrir að byggt verði parhús á lóðinni nr. 36 við Munkaþverárstræti.
Skipulagsnefnd beinir því til bæjarráðs að Akureyrarbær gangi til samninga við lóðarhafa um að þeir fái byggingarrétt með tímatakmörkum á framkvæmdum samkvæmt deiliskipulaginu eða að Akureyrarbær leysi til sín lóðina.

Bæjarráð - 3478. fundur - 22.10.2015

7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 14. október 2015:

Nýlega var samþykkt deiliskipulag fyrir neðri hluta Norður-Brekku. Þar er gert ráð fyrir að byggt verði parhús á lóðinni nr. 36 við Munkaþverárstræti.

Skipulagsnefnd beinir því til bæjarráðs að Akureyrarbær gangi til samninga við lóðarhafa um að þeir fái byggingarrétt með tímatakmörkum á framkvæmdum samkvæmt deiliskipulaginu eða að Akureyrarbær leysi til sín lóðina.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.


Bæjarráð samþykkir að lóðarhöfum verði gefinn kostur á að framkvæma í samræmi við deiliskipulagið með þeim tímafresti sem skipulagsdeild veitir, en ella að bærinn leysi til sín lóðina.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 617. fundur - 26.01.2017

Samkvæmt deiliskipulagi fyrir neðri hluta Norður-Brekku sem samþykkt var 28. janúar 2015 er lóðin nr. 36 við Munkaþverárstræti skilgreind sem parhúsalóð.

Bæjarráð bókaði á fundi sínum 22. október 2015 að lóðarhöfum verði gefinn kostur á að framkvæma í samræmi við deiliskipulagið með þeim tímafresti sem skipulagsdeild veitir, en ella að bærinn leysi til sín lóðina.

Með útsendu bréfi 10. nóvember 2015, sem skipulagsstjóri skrifaði, var lóðarhöfum gefinn kostur á að segja álit sitt með tímamörk, en embættinu bárust engin svör við þessari beiðni.

Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er Ágúst Leifsson skráður lóðarhafi.
Við úthlutun lóða hjá Akureyrarbæ fá allir lóðarhafar sama frest, átta mánuði til að leggja inn teikningar og níu mánuði til að hefja framkvæmdir.

Byggingarfulltrúi gefur því lóðarhafa framkvæmdafrest til 1. október 2017. Hafi framkvæmdir ekki hafist fyrir þann tíma fellur lóðin til bæjarins án frekari tilkynninga.