Hafnarstræti 104 - ósk um að brunastigi verði fjarlægður

Málsnúmer 2015060148

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 545. fundur - 18.06.2015

Erindi dagsett 16. júní 2015 þar sem Edda Andradóttir f.h. Drífu ehf., kt. 480179-0159, eiganda Hafnarstrætis 106, óskar eftir að brunastigi á norðurhlið Hafnarstrætis 104 verði fjarlægður. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið með vísun í uppsagnarákvæði samkomulags frá 17. nóvember 2004.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 556. fundur - 11.09.2015

Á afgeiðslufundi skipulagsstjóra 18. júní 2015 samþykkti skipulagsstjóri erindi Drífu ehf., þess efnis að brunstigi á norðurhlið Hafnarstrætis 104 verði fjarlægður. Samþykkið var veitt með vísan til uppsagnarákvæðis í samkomulagi fyrri eigenda dags. 17. nóvember 2004.
Staðgengill skipulagsstjóra afturkallar hér með ákvörðun dags. 18. júní 2015, með vísan til 1. tl. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, og vísar málinu til skipulagsnefndar til nýrrar meðferðar.

Skipulagsnefnd - 214. fundur - 14.10.2015

Erindi dagsett 16. júní 2015 þar sem Edda Andradóttir f.h. Drífu ehf., kt. 480179-0159, eiganda Hafnarstrætis 106, óskar eftir að brunastigi á norðurhlið Hafnarstrætis 104 verði fjarlægður með vísun í ákvæði samþykkis eiganda Hafnarstrætis 106 frá 17. nóvember 2004. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og gefur eiganda 2.-4. hæðar Hafnarstrætis 104, H104 Fasteignafélagi ehf., 410908-1150, rétt til andmæla.

Ef eigandii vill nýta andmælarétt sinn skal andmælum skilað til skipulagsnefndar eigi síðar en 14 dögum eftir dagsetningu þessa bréf.

Skipulagsnefnd - 217. fundur - 25.11.2015

Erindi dagsett 16. júní 2015 þar sem Edda Andradóttir f.h. Drífu ehf., kt. 480179-0159, eiganda Hafnarstrætis 106, óskar eftir að brunastigi og flóttahurð á norðurhlið Hafnarstrætis 104 verði fjarlægð þar sem ekki sé um fullnægjandi flóttaleiðir frá hæðunum að ræða og með vísun í fyrirvara í samþykki eiganda Hafnarstrætis 106 frá 17. nóvember 2004. Innkomin andmæli eiganda efri hæða Hafnarstrætis 104 dagsett 28. október 2015.
Með vísan til samþykkis fyrrum eigenda Hafnarstrætis 106 um brunastiga og flóttahurð á Hafnarstræti 104, og uppsagnar núverandi eiganda á því samþykki, er það mat skipulagsnefndar að Drífa ehf., eigandi fasteignar að Hafnarstræti 106 geti krafist þess að brunastigi og flóttahurð norðan á húsinu nr. 104 við Hafnarstræti skuli fjarlægð með vísan til samþykkisins og fyrirvara fyrri eiganda Hafnarstrætis 106.
Skipulagsnefnd veitir H104 fasteignafélagi ehf. hér með frest til 25. maí 2016 til að sækja um aðra lausn á flóttaleiðum á 2. og 3. hæð hússins Hafnarstrætis 104 til skipulagsstjóra Akureyrarbæjar.
Brunastigann skal fjarlægja og loka hurðargati þegar viðunandi úrlausn sem skipulagsstjóri hefur samþykkt liggur fyrir og framkvæmdum samkvæmt henni lokið. Frestur til þess er hæfilega metinn vera 25. nóvember 2016.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 588. fundur - 02.06.2016

Erindi móttekið 25. maí 2016 þar sem Axel Axelsson f.h. H104 fasteignafélags ehf., kt. 410909-1150, sækir um breytingu á flóttaleið frá 2. og 3. hæð hússins Hafnarstrætis 104 eins og farið var fram á í bókun skipulagsnefndar 25. maí 2015. Breytingin felst í að brunastigi og flóttahurð verði færð á austurhlið hússins.
Skipulagsstjóri tekur jákvætt í fyrirhugaða lausn en fer fram á að sótt verði um byggingarleyfi fyrir breytingunum með aðaluppdráttum og samþykki meðeiganda í húsinu.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 610. fundur - 24.11.2016

Erindi dagsett 23. nóvember 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd H104 fasteignafélags ehf., kt. 410908-1150, sækir um að flytja björgunarstiga af norðurstafni á austurhlið 2. og 3. hæðar og loka tveimur dyragötum á norðurstafni. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Skipulagsnefnd - 247. fundur - 30.11.2016

Erindi dagsett 23. nóvember 2016 þar sem Axel Axelsson fyrir hönd H104 fasteignafélags ehf., kt. 410908-1150, sækir um framlengingu á framkvæmdafresti til að flytja björgunarstiga af norðurstafni á austurhlið 2. og 3. hæðar og loka tveimur dyragötum á norðurstafni. Óskað er eftir 30 daga viðbótarfresti.
Skipulagsnefnd samþykkir framlengingu á framkvæmdafresti til 30. desember 2016.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 615. fundur - 12.01.2017

Erindi dagsett 11. janúar 2017 þar sem Axel Axelsson fyrir hönd H104 fasteignafélags ehf. sækir um framlengingu á framkvæmdafresti til að flytja björgunarstiga af norðurstafni á austurhlið 2. og 3. hæðar og loka tveimur dyragötum á norðurstafni þar sem breyta þarf áður samþykktum áformum. Óskað er eftir 30 daga viðbótarfresti.
Byggingarfulltrúi samþykkir viðbótarfrest til 1. febrúar 2017. Ekki verða veittir frekari frestir.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 616. fundur - 19.01.2017

Erindi dagsett 16. janúar 2017 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd H104 fasteignafélags ehf. sækir um að breyta áður samþykktum neyðarútgangi á 2. hæð í Hafnarstræti 104, þannig að hurð opnist inn og tröppur innan hans falli út. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 681. fundur - 07.06.2018

Erindi dagsett 7. júní 2018 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Eiríks Þorgeirssonar sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Hafnarstræti nr. 104. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 723. fundur - 17.05.2019

Erindi dagsett 6. maí 2019 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Eiríks Þorgeirssonar og Föðurhúsa ehf., kt. 570418-0680, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Hafnarstræti nr. 104. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.