Skipulagsnefnd

122. fundur 28. september 2011 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Haraldur Sveinbjörn Helgason
  • Auður Jónasdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Kristján Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Naustahverfi III. - deiliskipulag - kynning.

Málsnúmer SN080099Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að deilskipulagi að 3. áfanga Naustahverfis. Árni Ólafsson arkitekt frá Teiknistofu arkitekta ehf. kynnti drögin.

Skipulagsnefnd þakkar Árna Ólafssyni fyrir kynninguna.

2.Hafnarsvæði í Krossanesi, breyting á deiliskipulagi, Krossanes 4

Málsnúmer 2011090003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. júní 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Becromal Properties ehf., kt. 660707-0850, leggur fram tillögu um breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi. Meðfylgjandi er tillöguuppdráttur dagsettur 12. september 2011 frá AVH ehf. og breytingaruppdráttur dagsettur 15. september 2011 af B-áfanga Krossaneshaga vegna breytinga á afmörkun deiliskipulagsins.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auður Jónasdóttir V-lista óskar bókað að nauðsynlegt sé að meta heildræn umhverfisáhrif verksmiðjunnar í fyrirhugaðri stærð. Einnig að mikilvægi þess að skilyrðum starfsleyfis sé framfylgt sé ótvírætt og verði ekki of oft nefnt.

3.Þingvallastræti 149789 - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2011090097Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. september 2011 þar sem Hjörtur Narfason f.h. HGH Verks ehf., kt. 540510-0400, óskar eftir byggingarleyfi fyrir byggingum skv. meðfylgjandi teikningu af lóð við Þingvallastræti, landnúmer 149789.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem hugmyndir um uppbyggingu samræmast ekki Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Einnig er bent á að umrætt svæði er innan verndarsvæðis Glerárs sem skilgreint er sem náttúruverndarsvæði. 

4.Fiskitangi - umsókn um leyfi fyrir endurnýjun Ísbryggju og Suðurkants

Málsnúmer 2011090105Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. september 2011 þar sem Hörður Blöndal f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun á Ísbryggju og Suðurkanti við Fiskitanga. Meðfylgjandi er bréf með afstöðumynd og nánari skýringum á framkvæmdinni og afstöðumynd.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

5.Drottningarbrautarreitur - umsókn um lóð fyrir hótel

Málsnúmer 2011090085Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. september 2011 þar sem Björn Friðþjófsson f.h. Tréverks ehf., kt. 660269-2829, og óstofnaðs félags sækja um lóð undir hótelbyggingu á Akureyri. Áhugi beinist að reit sem nefndur er Drottningarbrautarreitur milli Hafnarstrætis og Drottningarbrautar.

Skipulagsnefnd vísar erindinu í vinnslu deiliskipulags reitsins sem nú stendur yfir. Skipulagsnefnd tekur jákvætt í hugmyndir fyrirtækisins um byggingu hótels syðst á reitnum.

6.Hamratún 22-24 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011090103Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. september 2011 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um breytingu á deiliskipulagi sem felst í að skipta lóðinni nr. 22-24 við Hamratún í tvær lóðir og byggja fjögurra íbúða hús á hvorri lóð. Meðfylgjandi er afstöðumynd frá JES Arkitektum.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Duggufjara 12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2011050153Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. september 2011 þar sem Gunnlaugur Kristinsson og Björk Þorsteinsdóttir-sækja um stækkun á byggingareit við hús sitt að Duggufjöru 12 vegna fyrirhugaðar byggingar gufubaðs og sturtu.
Skipulagsnefnd vísar erindinu í vinnslu deiliskipulags svæðisins sem nú stendur yfir.

8.Brálundur - framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2011090023Vakta málsnúmer

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur borist meðfylgjandi kæra og fylgigagn vegna framkvæmdaleyfis fyrir malbikun og tengingu Brálundar við Miðhúsabraut á Akureyri. Í kærunni er gerð krafa um bráðabirgðaúrskurð um stöðvun framkvæmda.
Vegna framkominnar stöðvunarkröfu er farið fram á að úrskurðarnefndin fái í hendur gögn er málið varða og bæjaryfirvöldum um leið gefinn kostur á að tjá sig um málið.
Bæjarlögmanni í samráði við skipulagsstjóra falið að senda ÚSB umbeðin gögn ásamt greinargerð.

9.Norðurvegur 19 Hrísey, leiðrétting lóðarstærðar (erfðafestu)

Málsnúmer 2009110057Vakta málsnúmer

Með vísan í dóm Hæstaréttar dags. 14. maí 2010 er óskað eftir að afmörkun á erfðafestu Hallgríms Sigmundssonar Norðurvegi 19 í Hrísey verði breytt í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn hverfisráðs Hríseyjar um tillögu að afmörkun erfðafestunnar.

10.Hesjuvellir - umsókn um flutning á skúr

Málsnúmer 2011090081Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. sept. 2011 þar sem Rósa María Stefánsdóttir sækir um að flytja skúr, 4 x 8 metra, tímabundið inn á land sitt að Hesjuvöllum lnr. 212076. Meðfylgjandi eru afstöðumyndir.
Skipulagsnefnd samþykkir stöðuleyfi fyrir skúrnum í eitt ár á landinu. Skipulagsstjóri afgreiðir umsókn um byggingarleyfi fyrir skúrnum.
Haraldur S. Helgason L-lista fór af fundi.

11.Oddeyrartangi 149144 - umsókn um breytingu á notkun

Málsnúmer 2011090064Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. ágúst 2011 frá Birgi Kristjánssyni f.h. Íslenska Gámafélagsins ehf. þar sem óskað er eftir leyfi til móttöku og umhleðslu á almennu heimilissorpi til flutnings á förgunarstað í húsnæðinu að Oddeyrartanga, húsi nr. 6.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gaf út starfsleyfi fyrir m.a. móttöku á flokkuðum endurvinnanlegum úrgangi þ. 11. nóvember 2010.
Fyrir liggur neikvæð umsögn stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands bs. dagsett 12. september 2011 fyrir starfseminni þar sem m.a. er bent á að starfsemin brjóti í bága við skilmála deiliskipulags hafnarsvæðisins.
Í gildandi deiliskipulagi er umrætt svæði skilgreint undir matvælaiðnað (M) þar sem m.a. er gert ráð fyrir sláturhúsi, kjötiðnaðarstöð og stórum fiskvinnslufyrirtækjum.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem starfsemin fellur ekki að gildandi deiliskipulagi svæðisins. Ennfremur er óskað eftir því við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra að útgefið starfsleyfi Íslenska Gámafélagsins ehf., dagsett 11. nóvember 2010 fyrir verði fellt úr gildi af sömu ástæðu.

12.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010-2011

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 14. september 2011. Lögð var fram fundargerð 364. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum.

Lagt fram til kynningar.

13.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010-2011

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 21. september 2011. Lögð var fram fundargerð 365. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.