Lýðheilsuátak - tilraunaverkefni 2022-2023

Málsnúmer 2022101039

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3518. fundur - 01.11.2022

Umræða um lýðheilsuátak á vegum Akureyrarbæjar.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið. Til máls tóku Jón Hjaltason og Hulda Elma Eysteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir tímabundið tilraunaverkefni til að bæta lýðheilsu barnafjölskyldna, öryrkja og eldri borgara með lögheimili í sveitarfélaginu. Sérstök áhersla er á aukna samveru foreldra, barna og ungmenna undir 18 ára aldri. Markmiðið er einnig að skapa umhverfi sem hvetur til aukinnar hreyfingar og útiveru.

Til að ná markmiðinu er barnafjölskyldum, eldri borgurum og öryrkjum með lögheimili í sveitarfélaginu boðið að kaupa Lýðheilsukort sem veitir ótakmarkaðan aðgang að Sundlaug Akureyrar, Hlíðarfjalli og Skautahöllinni á Akureyri gegn lægra gjaldi með möguleika að dreifa kostnaði á 12 mánuði. Stefnt er að því að kortin komi til sölu í nóvember 2022.

Bæjarstjórn felur bæjarráði að útfæra verkefnið nánar og samþykkja verðskrá.

Bæjarráð - 3786. fundur - 03.11.2022

Liður 4 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 1. nóvember 2022:

Umræða um lýðheilsuátak á vegum Akureyrarbæjar.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið. Til máls tóku Jón Hjaltason og Hulda Elma Eysteinsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir tímabundið tilraunaverkefni til að bæta lýðheilsu barnafjölskyldna, öryrkja og eldri borgara með lögheimili í sveitarfélaginu. Sérstök áhersla er á aukna samveru foreldra, barna og ungmenna undir 18 ára aldri. Markmiðið er einnig að skapa umhverfi sem hvetur til aukinnar hreyfingar og útiveru.

Til að ná markmiðinu er barnafjölskyldum, eldri borgurum og öryrkjum með lögheimili í sveitarfélaginu boðið að kaupa Lýðheilsukort sem veitir ótakmarkaðan aðgang að Sundlaug Akureyrar, Hlíðarfjalli og Skautahöllinni á Akureyri gegn lægra gjaldi með möguleika að dreifa kostnaði á 12 mánuði. Stefnt er að því að kortin komi til sölu í nóvember 2022.

Bæjarstjórn felur bæjarráði að útfæra verkefnið nánar og samþykkja verðskrá.
Bæjarráð samþykkir verðskrá fyrir Lýðheilsukort sem gildir fyrir foreldra og börn þeirra 17 ára og yngri, eldri borgara (67 ára og eldri) og öryrkja. Kortin verða í sölu frá 10. nóvember 2022 til 1. mars 2023 og gilda í eitt ár frá kaupdegi. Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs framkvæmdina.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 19. fundur - 07.11.2022

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 1. nóvember tímabundið tilraunaverkefni til að bæta lýðheilsu barnafjölskyldna, öryrkja og eldri borgara með lögheimili í sveitarfélaginu. Sérstök áhersla er á aukna samveru foreldra, barna og ungmenna undir 18 ára aldri. Markmiðið er einnig að skapa umhverfi sem hvetur til aukinnar hreyfingar og útiveru. Til að ná markmiðinu er barnafjölskyldum, eldri borgurum og öryrkjum með lögheimili í sveitarfélaginu boðið að kaupa Lýðheilsukort sem veitir ótakmarkaðan aðgang að Sundlaug Akureyrar, Hlíðarfjalli og Skautahöllinni á Akureyri gegn lægra gjaldi með möguleika að dreifa kostnaði á 12 mánuði.

Áheyrnarfulltrúar: Geir Kr. Aðalsteinsson formaður ÍBA og Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð fagnar verkefninu og hefur mikla trú á að Lýðheilsukortið muni efla heilsu og fjölga gæðastundum íbúa Akureyrarbæjar.

Stjórn ÍBA lýsir yfir ánægju sinni með Lýðheilsukort Akureyrarbæjar. Þetta mikilvæga framtak mun efla lýðheilsu á Akureyri og hvetja bæjarbúa til enn frekari hreyfingar.

Öldungaráð - 23. fundur - 09.11.2022

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála kynnti Lýðheilsukortið.
Öldungaráð þakkar Ellerti fyrir góða kynningu og telur að Lýðheilsukortið muni fjölga tækifærum eldra fólks til heilsueflingar.

Öldungaráð - 26. fundur - 15.02.2023

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnastjóri lýðheilsumála kynntu stöðuna á lýðheilsukortinu.
Öldungaráð þakkar Ellert og Héðni fyrir kynninguna og leggur til að tilraunaverkefnið verði framlengt og hvetur íbúa til að nýta sér kosti lýðheilsukortsins.

Bæjarráð - 3799. fundur - 23.02.2023

Umræða um stöðu og árangur af lýðheilsuátaki bæjarins og næstu skref í verkefninu. Lagt fram minnisblað dagsett 20. febrúar þar sem lagt er til að tilraunaverkefnið verði framlengt.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri rekstrardeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að framlengja tilraunaverkefnið til og með 31. mars 2024.

Nú þegar hafa verið seldir 402 pakkar af lýðheilsukortinu sem ná til tæplega 1.300 einstaklinga. Viðbrögð við verkefninu hafa verið jákvæð, en ótímabært er að mati bæjarráðs að meta raunverulegan árangur með tilliti til lýðheilsu á þeim fjórum mánuðum sem kortin hafa verið í sölu. Bæjarráð felur forstöðumanni íþróttamála að gera tillögu að lykilmælikvörðum við mat á árangri verkefnisins og leggja fyrir bæjarráð fyrir lok mars 2023. Þá er honum jafnframt falið að leggja fram tillögu að næstu skrefum að verkefninu loknu fyrir lok febrúar 2024.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 39. fundur - 09.10.2023

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Héðinn Svarfdal verkefnastjóri lýðheilsumála fóru yfir stöðu mála varðandi lýðheilsukortið og kynntu hugmyndir að næstu skrefum í þróun lýðheilsukortsins.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram og leggja fram tillögur að framhaldi verkefnisins fyrir marslok 2024.

Ungmennaráð - 44. fundur - 01.11.2023

Ungmennaráð tók til umsagnar tillögur um framhald lýðheilsukortsins.
Ungmennaráð tekur vel í tillögu um að framlengja sölutímabil lýðheilsukortsins og hvetur sveitarfélagið til að horfa jákvæðum augum á verkefnið sem framtíðarmöguleika.

Á sama tíma hvetur ungmennaráð sveitarfélagið til þess að setja sína íbúa í forgang og forgangsraða pörum og einstaklingum fram yfir aðra íbúa landsins.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 48. fundur - 11.03.2024

Umræður um lýðheilsukortið.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Bæjarráð - 3842. fundur - 21.03.2024

Rætt um áhrif lýðheilsukortsins, hvernig til hefur tekist og lögð fram tillaga um framtíðarfyrirkomulag.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um áframhaldandi tilraunaverkefni lýðheilsukorts til og með 1. maí 2025, en samþykkir að bæta við áskriftarleið fyrir einstaklinga frá og með 1. maí 2024. Bæjarráð felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 49. fundur - 25.03.2024

Lagður fram til kynningar liður 10 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 21. mars 2024:

Rætt um áhrif lýðheilsukortsins, hvernig til hefur tekist og lögð fram tillaga um framtíðarfyrirkomulag.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um áframhaldandi tilraunaverkefni lýðheilsukorts til og með 1. maí 2025, en samþykkir að bæta við áskriftarleið fyrir einstaklinga frá og með 1. maí 2024. Bæjarráð felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.

Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir.