Bæjarráð

3786. fundur 03. nóvember 2022 kl. 08:15 - 10:38 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Heimir Örn Árnason
  • Hlynur Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Ein með öllu - samstarfssamningur

Málsnúmer 2022101154Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá félagasamtökunum Vinir Akureyrar þar sem óskað er eftir stuðningi við fjölskylduhátíðina Ein með öllu næstu þrjú árin. Óskað er eftir fjárstuðningi að upphæð 1,8 m.kr. árlega sem og vinnuframlagi Umhverfismiðstöðvar. Jafnframt lögð fram greinargerð um framkvæmd hátíðarinnar árið 2022.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að vinna áfram að málinu og leggja fram tillögu fyrir bæjarráð 17. nóvember nk.

2.Útboð Hríseyjarferju

Málsnúmer 2022101113Vakta málsnúmer

Rætt um útboð á rekstri Hríseyjarferju 2023-2025 sem Vegagerðin auglýsti 28. október 2022.
Hríseyjarferjan er þjóðvegur eyjarskeggja og allra þeirra sem heimsækja eyjuna. Bæjarráð fer því fram á að ferjuáætlun muni standa óbreytt með möguleika á upphringiferðum líkt og verið hefur og að réttur Vegagerðarinnar til að fækka ferðum um allt að 20% á samningstíma verði tekinn úr útboðinu.

Almenn sátt ríkir um núverandi áætlun og getur breyting á áætlun eða fækkun ferða haft veruleg áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey og á öryggi íbúanna.

Bæjarráð tekur undir bókun hverfisráðs Hríseyjar frá 1. nóvember sl., og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

3.Týsnes 4-6 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022100790Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 26. október 2022:

Erindi Bjarka Þóris Valberg dagsett 20. október 2022 f.h. Íslandsþara ehf. þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðir nr. 4 og 6 við Týsnes. Á fundi skipulagsráðs þann 10. ágúst sl. var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem lóðirnar væru sameinaðar í eina lóð og byggingarreitir lóðanna sameinaðir í einn byggingarreit sem yrði um 4.300 m² að stærð. Sú grenndarkynning hefur ekki farið af stað þar sem skipulagsgögn voru í vinnslu. Breytingin sem sótt er um nú felst í eftirfarandi:

1. Lóðir nr. 4 og 6 við Týsnes verða sameinaðar í eina lóð sem verður 14.361 m².

2. Byggingarreitur verður 5.204 m².

3. Nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,3 í 0,342.

Þá er jafnframt óskað eftir samkomulagi um hugsanlegan afslátt af gatnagerðargjöldum miðað við uppbyggingu 4.918 m² mannvirkja á lóðinni.

Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi C-áfanga Krossaneshaga til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Týsness 2, 8 og 12. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021. Ákvörðun um samkomulag um gjaldtöku eða afslátt af áætluðum gatnagerðargjöldum er vísað til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um afslátt af gatnagerðargjaldi.

4.Sérstakur húsnæðisstuðningur 2022

Málsnúmer 2022100806Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 26. október 2022:

Lagðar fram tillögur um hækkun á tekjuviðmiðum fyrir sérstakan húsnæðisstuðning. Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti hækkun á tekjuviðmiðum sem nemur leiðbeinandi viðmiðum félags- og vinnumálaráðuneytis fyrir sérstakan húsnæðisstuðning og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að tekjuviðmið fyrir sérstakan húsnæðisstuðning hækki frá og með 1. mars 2023 sem nemur leiðbeinandi viðmiðum félags- og vinnumarkaðsráðuneytis frá 1. júní 2022.

5.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2022

Málsnúmer 2022011072Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 40., 41. og 42. fundar stjórnar SSNE, sem dagsettar eru 7. september, 21. september og 19. október 2022, ásamt fundargerð 2. fundar fagráðs umhverfismála SSNE dagsett 23. júní 2022.

6.Lýðheilsuátak - tilraunaverkefni 2022-2023

Málsnúmer 2022101039Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 1. nóvember 2022:

Umræða um lýðheilsuátak á vegum Akureyrarbæjar.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið. Til máls tóku Jón Hjaltason og Hulda Elma Eysteinsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir tímabundið tilraunaverkefni til að bæta lýðheilsu barnafjölskyldna, öryrkja og eldri borgara með lögheimili í sveitarfélaginu. Sérstök áhersla er á aukna samveru foreldra, barna og ungmenna undir 18 ára aldri. Markmiðið er einnig að skapa umhverfi sem hvetur til aukinnar hreyfingar og útiveru.

Til að ná markmiðinu er barnafjölskyldum, eldri borgurum og öryrkjum með lögheimili í sveitarfélaginu boðið að kaupa Lýðheilsukort sem veitir ótakmarkaðan aðgang að Sundlaug Akureyrar, Hlíðarfjalli og Skautahöllinni á Akureyri gegn lægra gjaldi með möguleika að dreifa kostnaði á 12 mánuði. Stefnt er að því að kortin komi til sölu í nóvember 2022.

Bæjarstjórn felur bæjarráði að útfæra verkefnið nánar og samþykkja verðskrá.
Bæjarráð samþykkir verðskrá fyrir Lýðheilsukort sem gildir fyrir foreldra og börn þeirra 17 ára og yngri, eldri borgara (67 ára og eldri) og öryrkja. Kortin verða í sölu frá 10. nóvember 2022 til 1. mars 2023 og gilda í eitt ár frá kaupdegi. Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs framkvæmdina.

7.Tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál

Málsnúmer 2022100907Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 25. október 2022 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál 2022.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/153/s/0232.pdf

8.Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, 202. mál

Málsnúmer 2022100911Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. október 2022 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 202/2022 - "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á skipulagslögum". Umsagnarfrestur er til og með 6. nóvember nk. í samráðsgátt.

9.Frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál

Málsnúmer 2022101051Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 28. október 2022 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál 2022.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/153/s/0400.pdf

Fundi slitið - kl. 10:38.