Fræðslu- og lýðheilsuráð

49. fundur 25. mars 2024 kl. 13:00 - 14:00 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Tinna Guðmundsdóttir
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs ritaði fundargerð
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla
  • Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu
Dagskrá
Bjarney Sigurðardóttir M-lista boðaði forföll sem og varamaður hennar.
Rannveig Elíasdóttir S-lista boðaði forföll sem og varamaður hennar.

1.Hljóðvist í skólum

Málsnúmer 2024030920Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. mars 2024 þar sem umboðsmaður barna skorar á sveitarfélög landsins að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að bæta hljóðvist í leik- og grunnskólum.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð fagnar þarfri ábendingu og vísar málinu áfram til umhverfis- og mannvirkjaráðs. Mikið átak hefur verið unnið að því að bæta hljóðvist á undanförnum árum og stefnt er að því að vinna að því áfram.

2.Ósk um breytingu á skóladagatali

Málsnúmer 2024031121Vakta málsnúmer

Hríseyjarskóli óskar eftir breytingu á skóladagatali á þann veg að færa árshátíð skólans sem og færa skólaslit vegna framkvæmda við lagningu gólfhita í skólahúsnæðinu og forsetakosninga.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu og lýðheilsuráð samþykkir samhljóða breytingu á skóladagatali Hríseyjarskóla veturinn 2023-2024.

3.Skóladagatöl leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2024-2025

Málsnúmer 2024031129Vakta málsnúmer

Skóladagatöl grunn- og leikskóla lögð fram til samþykktar.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi skóladagatöl.

4.Lýðheilsukort - tilraunaverkefni 2022-2024

Málsnúmer 2022101039Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar liður 10 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 21. mars 2024:

Rætt um áhrif lýðheilsukortsins, hvernig til hefur tekist og lögð fram tillaga um framtíðarfyrirkomulag.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um áframhaldandi tilraunaverkefni lýðheilsukorts til og með 1. maí 2025, en samþykkir að bæta við áskriftarleið fyrir einstaklinga frá og með 1. maí 2024. Bæjarráð felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.

Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir.

5.Húsnæðismál og stuðningur Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2024031123Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. mars 2024 frá KFUM og KFUK á Akureyri um húsnæðismál KFUM og K á Akureyri og fjárhagslegan stuðning til félagsins.

Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar KFUM og KFUK á Akureyri fyrir erindið. Ráðið felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

6.Barnvænt sveitarfélag - gátlistar

Málsnúmer 2023091180Vakta málsnúmer

Lagt fram barnvænt hagsmunamat fundarins.

Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir.
Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar dagskrárliðum 1 og 5 til kynningar og umræðu hjá ungmennaráði Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 14:00.