Ungmennaráð

44. fundur 01. nóvember 2023 kl. 16:00 - 18:45 Rósenborg - 1. hæð
Nefndarmenn
  • Anton Bjarni Bjarkason
  • Felix Hrafn Stefánsson
  • Fríða Björg Tómasdóttir
  • Haukur Arnar Ottesen Pétursson
  • Heimir Sigurpáll Árnason
  • Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir
Starfsmenn
  • Karen Nóadóttir umsjónarmaður ungmennaráðs
  • Arnar Már Bjarnason forvarna- og félagsmálafulltrúi
  • Hafsteinn Þórðarson fundarritari
Fundargerð ritaði: Karen Nóadóttir umsjónarmaður
Dagskrá

1.Ungmennaráð - kosningar 2023

Málsnúmer 2023090217Vakta málsnúmer

Nýir fulltrúar voru boðnir velkomnir á sinn fyrsta fund með ungmennaráði og kjör þeirra staðfest.


Þann 1. nóvember var skipað í þrjú sæti í ungmennaráð. Eitt sæti er enn laust en skipað verður í það fyrir næsta fund ráðsins.Áfram sitja í ráðinu:


Anton Bjarni Bjarkason

Felix Hrafn Stefánsson

Fríða Björg Tómasdóttir

Haukur Arnar Ottesen Pétursson

Heimir Sigurpáll Árnason

Lilja Dögun Lúðvíksdóttir

Telma Ósk Þórhallsdóttir


Nýir fulltrúar eru:


Eiður Reykjalín Hjelm

Elsa Bjarney Viktorsdóttir

París Anna Bergmann Elvarsdóttir


Mættu þau öll á þennan fund.

2.Ungmennaráð - önnur mál

Málsnúmer 2022120502Vakta málsnúmer

Fulltrúar kynntu skýrslu ungmennaráðs fyrir síðasta starfsár. Skýrslan er aðgengileg á rafrænum vettvangi ráðsins og mun nýtast til úrbóta í starfsemi ráðsins og í kringum það.

3.Lýðheilsukort - tilraunaverkefni 2022-2024

Málsnúmer 2022101039Vakta málsnúmer

Ungmennaráð tók til umsagnar tillögur um framhald lýðheilsukortsins.
Ungmennaráð tekur vel í tillögu um að framlengja sölutímabil lýðheilsukortsins og hvetur sveitarfélagið til að horfa jákvæðum augum á verkefnið sem framtíðarmöguleika.

Á sama tíma hvetur ungmennaráð sveitarfélagið til þess að setja sína íbúa í forgang og forgangsraða pörum og einstaklingum fram yfir aðra íbúa landsins.

4.Lýðheilsustefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2022010391Vakta málsnúmer

Rætt var stuttlega um vinnu að nýrri lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar í tengslum við kynningu Héðins Svarfdal verkefnastjóra lýðheilsumála, fyrir fræðslu- og lýðheilsuráð um málið. Ungmennaráð sendi frá sér bókun um málið.
Ungmennaráð óskar eftir aðkomu að gerð lýðheilsustefnunnar fyrr en seinna í ferlinu en óskað hefur verið eftir frekari gögnum frá Héðni um vinnuna til að geta kynnt sér málið betur og unnið út frá.

5.Íþróttafélaginn - stuðningur við íþróttaiðkun barna með fjölþættan vanda

Málsnúmer 2022111455Vakta málsnúmer

Ungmennaráð kynnti sér tilraunaverkefnið Íþróttafélaginn - stuðningur við íþróttaiðkun barna með fjölþættan vanda og rætt var um mikilvægi verkefnisins.
Ungmennaráð tekur vel í málið. Við bindum miklar vonir við að þetta verði börnum sem á þurfa að halda til góðs.

6.Leikskóli í Hagahverfi

Málsnúmer 2023010583Vakta málsnúmer

Ungmennaráð tók til umsagnar hugmyndir um uppbyggingu leikskólahúsnæðis í Hagahverfi. Mikið var rætt, skoðanir og áhyggjur viðraðar. Ungmennaráð sendi frá sér bókun um málið.
Ungmennaráð telur að kostur 2 sé besti og í raun eini ákjósanlegi kosturinn fyrir framtíðarleikskóla þó svo að hinar þrjár lóðirnar gætu fyllt inn sem tímabundin lausn á plássleysi sem er í bænum eins og staðan er núna. Verði einhver þeirra þriggja valin til byggingar leikskóla vill ungmennaráð samt sem áður að lóð 2 verði tekin frá til að framtíðarleikskóli geti risið þar seinna meir. Allar lóðirnar þrjár hafa einhverja kosti en gallarnir eru þó fleiri, að mati ungmennaráðs. Ráðið telur gríðarlega mikilvægt að við byggingu á leikskóla á þeim lóðum verði eftir fremsta megni dregið úr áhrifum og áhættuþáttum sem stafa af mikilli umferð, svifryksmengun, vandamálum vegna veðurfars ásamt öðru.

7.Forvarnamál

Málsnúmer 2022030729Vakta málsnúmer

Rætt var um stafrænt læsi barna og ungmenna og þá sérstaklega í tengslum við nýju lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar. Ungmennaráð sendi frá sér bókun um málið.
Ungmennaráð fagnar því að bæjarstjórn hafi loksins ákveðið að svara kalli eftir ítrekaðar óskir um að koma á fót aukinni kennslu um stafrænt læsi og almenna upplýsingatæknikennslu. Ráðið harmar þó að þetta sé hugsað sem forvarnamál en ekki sem staðfastara fléttað inn í nám í skólunum. Augljóst er að þörfin er gífurlega mikil hjá öllum kynslóðum og aldurshópum og mun alltaf vera hjá komandi kynslóðum. Stíga þarf fast niður til jarðar í þessum efnum.

Ungmennaráð hvetur bæjarstjórn að leita til okkar og að við fáum að vera hluti að vinnu við lýðheilsustefnuna.

8.Símanotkun í grunnskólum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023100652Vakta málsnúmer

Rætt var um fyrirhugaðar breytingar á reglum varðandi símanotkun í grunnskólum. Mikil hitaumræða varð um málið. Óskað hafði verið eftir því að ungmennaráð tilnefndi fulltrúa í starfshóp sem til stendur að skipa þegar niðurstöður úr könnunum fræðslu- og lýðheilsusviðs um símanotkun liggja fyrir. Ekki náðist lending með það á þessum fundi þar sem þörf var á frekari upplýsingum um starfshópinn. Í kjölfar fundar var óskað eftir þessum upplýsingum frá viðeigandi aðilum. Ákvörðun verður tekin þegar svör berast.

Fundi slitið - kl. 18:45.