Bæjarstjórn

3514. fundur 06. september 2022 kl. 16:00 - 16:55 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason forseti bæjarstjórnar
  • Hlynur Jóhannsson
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Gunnar Líndal Sigurðsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Dalvíkurlína 2 - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2021110081Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. ágúst 2022:

Lögð fram drög Verkís verkfræðistofu að tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna lagningar Dalvíkurlínu 2. Kynningu skipulagslýsingar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lauk þann 19. janúar sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Skipulagsstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Norðurorku, Rarik, Fiskistofu, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlögð drög að tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fyrir liggur samþykki Hörgársveitar og Dalvíkurbyggðar á sambærilegum tillögum að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélaganna.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlögð drög að tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fyrir liggur samþykki Hörgársveitar og Dalvíkurbyggðar á sambærilegum tillögum að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélaganna.

Bæjarstjórn telur mikilvægt að í ferli skipulagsbreytingar verði sérstaklega skoðað hvort lagning Dalvíkurlínu 2 í jörðu hafi áhrif á möguleika þess að hluti Blöndulínu 3 fari í jörðu.

2.Stefna um íbúasamráð 2022

Málsnúmer 2022041947Vakta málsnúmer

Umræða um íbúasamráð hjá Akureyrarbæ og fyrirliggjandi drög að stefnu í málaflokknum. Óskað er eftir ábendingum og hugmyndum frá íbúum um stefnudrögin í gegnum rafræna samráðsvettvanginn Okkar Akureyri.

Málshefjandi var Halla Björk Reynisdóttir. Í umræðum tóku einnig til máls Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn hvetur bæjarbúa til þess að láta sig málið varða og taka þátt í að móta stefnu um íbúasamráð með því að senda inn ábendingar og hugmyndir inn í samráðsgáttina Okkar Akureyri á betraisland.is Þá telur bæjarstjórn mikilvægt eftir samráðsferli og áður en stefnan verður borin upp til samþykktar í bæjarstjórn að fyrir liggi fjármögnuð aðgerðaráætlun til tveggja ára.

Brynjólfur Ingvarsson vék af fundi undir 3. lið.

3.Skilgreining á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar

Málsnúmer 2020090730Vakta málsnúmer

Rætt um svæðisbundið hlutverk Akureyrar með hliðsjón af skýrslu starfshóps á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem kom út í ágúst 2021.

Málshefjandi var Gunnar Már Gunnarsson og lagði fram eftirfarandi tillögu:

Að bæjarstjórn setji á fót vinnuhóp til að fjalla um uppbyggingu Akureyrar sem svæðisborgar og sem tekur til frekari athugunar undirbúning, gagnaöflun og aðkomu Akureyrarbæjar að mótun slíkrar stefnu.

Í umræðum tóku einnig til máls Lára Halldóra Eiríksdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Halla Björk Reynisdóttir.

Þá tók Gunnar Már Gunnar aftur til máls og lagði til svofellda tillögu:

Bæjarstjórn felur bæjarráði að ganga frá skipun í vinnuhóp um svæðisbundið hlutverk Akureyrar og erindisbréfi vegna hans.

Þá tók Heimir Örn Árnason til máls og lagði fram svofellda bókun:

Bæjarstjórn leggur til að það verði haldinn vinnufundur bæjarstjórnar í lok september eða í byrjun október til að fjalla um uppbyggingu Akureyrar sem svæðisborgar og sem tekur til frekari athugunar undirbúning, gagnaöflun og aðkomu Akureyrarbæjar að mótun slíkrar stefnu.
Tillaga Gunnars Más Gunnarssonar var borin upp til atkvæða.

Bæjarstjórn felur bæjarráði að ganga frá skipun í vinnuhóp um svæðisbundið hlutverk Akureyrar og erindisbréfi vegna hans.

Fjórir fulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði með tillögunni en sex fulltrúar meirihlutans greiddu atkvæði gegn tillögunni. Tillagan var felld.


Tillaga Heimis Más Árnasonar var borin upp til atkvæða.

Bæjarstjórn leggur til að það verði haldinn vinnufundur bæjarstjórnar í lok september eða í byrjun október til að fjalla um uppbyggingu Akureyrar sem svæðisborgar og sem tekur til frekari athugunar undirbúning, gagnaöflun og aðkomu Akureyrarbæjar að mótun slíkrar stefnu.

Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum meirihlutans gegnum fjórum atkvæðum minnihlutans.
Brynjólfur Ingvarsson sneri aftur til fundar undir 4. lið.

4.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2022010392Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 16., 23. og 30. júní, 7., 14., 21. og 28. júlí, 4., 12, 18. og 25. ágúst 2022
Bæjarráð 23. og 30. júní, 14. júlí, 4., 18. og 25. ágúst og 1. september 2022
Fræðslu- og lýðheilsuráð 22. og 30. júní, 8., 16. og 22. ágúst 2022
Skipulagsráð 6. júlí, 10. og 24. ágúst 2022
Umhverfis- og mannvirkjaráð 21. júní og 16. ágúst 2022
Velferðarráð 22. júní og 24. ágúst 2022

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 16:55.