Bæjarráð

3817. fundur 01. september 2023 kl. 08:15 - 09:52 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Jón Þór Kristjánsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Inga Dís Sigurðardóttir M-lista sat fundinn í forföllum Hlyns Jóhannssonar.

1.Mannauðssvið - starfsáætlun 2023

Málsnúmer 2022090441Vakta málsnúmer

Rætt um starfsáætlun mannauðssviðs.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar sviðsstjóra mannauðssviðs fyrir kynningu á starfsáætlun sviðsins.

2.Hafnasamlag Norðurlands

Málsnúmer 2023010868Vakta málsnúmer

Umræða um starfsemi Hafnasamlags Norðurlands.
Bæjarráð samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun:

Komur skemmtiferðaskipa til Akureyrar hafa aukist síðustu ár og ljóst að komur skipanna hafa jákvæð áhrif á efnahag og atvinnulíf bæjarins, auk þess að setja svip sinn á bæjarlífið að sumarlagi. Það er þó ekki hægt að skauta fram hjá því að fjölgun á komum skemmtiferðaskipa fylgja ýmsar áskoranir. Nauðsynlegt er að á næstu árum verði áfram unnið að uppbyggingu innviða fyrir raftengingu skipa til þess að skemmtiferðaskip, sem og önnur skip, sem viðkomu hafa í höfnum geti tengst rafmagni í landi. Bæjarráð fagnar því að Hafnasamlag Norðurlands áformi að taka upp EPI umhverfiseinkunnakerfi sem vonandi mun nýtast þannig að umhverfisvænni skip fái ívilnanir en önnur álögur. Þá skuli unnið markvisst að því að dreifa álagi og lengja ferðatímabilið. Hafnasamlagið, Akureyrarbær og aðrir hagaðilar, s.s. önnur sveitarfélög og Markaðsstofa Norðurlands, ættu að sameinast um að kortleggja ávinning og áskoranir vegna komu skemmtiferðaskipa og móta aðgerðaáætlun, sem miðar að arðsamri og samkeppnishæfri starfsemi í sátt við samfélag og umhverfi.

3.Stefna um íbúasamráð

Málsnúmer 2022041947Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu stefna Akureyrarbæjar um íbúasamráð til ársins 2026 ásamt drögum að aðgerðaáætlun.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs, Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur Heimi Erni Árnasyni og Jönu Salóme Ingibjargar Jósepdóttur, ásamt sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs, forstöðumanni atvinnu- og menningarmála og forstöðumanni þjónustu og þróunar, að útfæra aðgerðaáætlun stefnunnar, meta þörf á og forgangsraða aðgerðum, áður en stefnan verður lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

4.Móahverfi - auglýsing lóða

Málsnúmer 2022120463Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. ágúst 2023:

Lögð fram drög að úthlutunarskilmálum fyrir lóðir í 2. áfanga Móahverfis. Um er að ræða 28 einbýlishúsalóðir, 7 parhúsalóðir og 11 raðhúsalóðir fyrir allt að 90 íbúðir. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9. ágúst sl. og var afgreiðslu frestað.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að það samþykki að lóðum í 2. áfanga Móahverfis verði úthlutað eftir útboðsleið með lágmarksverði í samræmi við fyrirliggjandi skilmála.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að lóðum í 2. áfanga Móahverfis verði úthlutað eftir útboðsleið með lágmarksverði í samræmi við fyrirliggjandi skilmála.

5.Tilkynning um aðalfund fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands

Málsnúmer 2023081448Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. ágúst 2023 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem boðað er til aðalfundar fulltrúaráðs félagsins föstudaginn 8. október nk. á Berjaya Reykjavík Natura hótel. Kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna mun verða send fundarboð á næstu dögum.

6.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2023

Málsnúmer 2023010813Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 165. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 21. ágúst 2023.
Bæjarráð vísar lið 3, um lausar lóðir, til þjónustu- og skipulagssviðs.

Bæjarráð samþykkir að taka aftur upp það fyrirkomulag að bæjarfulltrúar skiptist á að sitja eða tengjast rafrænt fundum hverfisráða Hríseyjar og Grímseyjar.

Fundi slitið - kl. 09:52.