Bæjarstjórn

3504. fundur 18. janúar 2022 kl. 16:00 - 16:33 Fjarfundur
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
 • Andri Teitsson
 • Viðar Valdimarsson
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Gunnar Gíslason
 • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
 • Heimir Haraldsson
 • Hilda Jana Gísladóttir
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
 • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
 • Elín Dögg Guðjónsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Viðar Valdimarsson M-lista sat fundinn í forföllum Hlyns Jóhannssonar.

Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka út af dagskrá lið 12 um nýja safnastefnu. Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Bæjarstjórn Akureyrarbæjar - breytingar í nefndum 2018-2022

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga D-lista um breytingu á skipan fulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráði.

Þórhallur Harðarson verður aðalfulltrúi í stað Sigurjóns Jóhannessonar.

Sigurjón Jóhannesson verður varafulltrúi í stað Þórunnar Harðardóttur.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Bæjarstjórn Akureyrarbæjar - breytingar í nefndum 2018-2022

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga D-lista um breytingu á skipan fulltrúa í fræðslu- og lýðheilsuráði.

Ásgeir Jóhannsson verður varafulltrúi í stað Þórhalls Harðarsonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Stofnana- og athafnasvæði við Súluveg - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2021111548Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 22. desember 2021:

Gera þarf breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 í tengslum við gerð deiliskipulags fyrir athafna- og stofnanalóðir við Súluveg.

Breytingin felst í því að athafnasvæði sem merkt er AT13 á aðalskipulagsuppdrætti stækkar um 0,2 ha til austurs. Um leið minnkar svæði SL7; græni trefillinn, samsvarandi.

Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að breyting á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

Þórhallur Jónsson D-lista og Grétar Ásgeirsson B-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Auk hans tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Andri Teitsson og Sóley Björk Stefánsdóttir.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlagða breytingu á aðalskipulagi.


Þórhallur Jónsson, Hilda Jana Gísladóttir og Sóley Björk Stefánsdóttir greiða atkvæði gegn afgreiðslunni og leggja fram eftirfarandi bókun:

Við teljum óæskilegt og ekki í samræmi við þá framtíðarsýn sem við teljum heppilega við inngang að náttúruperlunni á Glerárdal að auka umfang iðnaðar- og athafnastarfsemi á svæðinu. Þá teljum við óæskilegt að þrengja að og minnka Græna trefilinn, þ.e.a.s. gróðurrík svæði sem ætlað er að nái umhverfis byggðina á Akureyri.

4.Akureyrarflugvöllur - breyting á deiliskipulagi vegna aðflugsljósa

Málsnúmer 2021120528Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 22. desember 2021:

Erindi dagsett 10. desember 2021 þar sem Snævarr Örn Georgsson fyrir hönd Isavia Innanlandsflugvalla ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi Höepfnersbryggju vegna uppsetningar aðflugsljósa. Meðfylgjandi er vinnuteikning.

Breytingin er í samræmi við Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 og leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Höepfnersbryggju í samræmi við tillögu umsækjanda verði samþykkt og auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að aðalskipulagi verði breytt til samræmis við fyrirliggjandi erindi.

5.Oddeyrarbót 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021120881Vakta málsnúmer

Liður 11 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 22. desember 2021:

Lögð fram umsókn Steingríms Birgissonar dagsett 17. desember 2021 fyrir hönd AC ehf. um lóðina Oddeyrarbót 3.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til AC ehf. án auglýsingar með vísun í heimild í gr. 2.3 í Reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða. Árið 2016 fékk fyrirtækið úthlutað lóðunum Torfunefi nr. 1 og 3. Lóð 1 varð aldrei byggingarhæf og nú hefur verið ákveðið að breyta skipulagi á því svæði og draga fyrri úthlutanir lóða við Torfunef til baka. Skipulagsákvæði lóðanna eru sambærileg m.t.t. byggingarmagns og starfsemi. Fengi AC ehf. úthlutaðri lóðinni Oddeyrarbót 3 í stað Torfunefs 1.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Auk hans tóku til máls Viðar Valdimarsson, Gunnar Gíslason, Andri Teitsson, Hilda Jana Gísladóttir og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum að Oddeyrarbót 3 verði úthlutað til AC ehf. án auglýsingar með vísun í heimild í gr.2.3 í Reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða.

Viðar Valdimarsson M-lista situr hjá við afgreiðslu.

6.Gatnagerðargjöld 2021

Málsnúmer 2020120094Vakta málsnúmer

Liður 12 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 22. desember 2022:

Lögð fram tillaga að breytingu á Gjaldskrá gatnagerðargjalda í Akureyrarbæ. Breytingin felst í því að 3. mgr. 8. gr. er felld út.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt og bæjarlögmanni verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á Gjaldskrá gatnagerðagjalda og felur bæjarlögmanni að sjá um gildistöku hennar.

7.Gjaldskrá Akureyrarbæjar vegna afgreiðslu- og þjónustugjalda - endurskoðun 2016-2021

Málsnúmer 2016110141Vakta málsnúmer

Liður 13 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 22. desember 2021:

Lögð fram tillaga að breytingu á 3. gr. Gjaldskrár Akureyrarbæjar fyrir gjöld skv. lögum um mann­virki og skipulagslögum og önnur afgreiðslu- og þjónustugjöld. Í breytingunni felst endurskoðun á gjaldi fyrir útmælingu lóða.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt og bæjarlögmanni verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Auk hans tóku til máls Gunnar Gíslason og Þórhallur Jónsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á 3. gr. Gjaldskrár Akureyrarbæjar fyrir gjöld skv. lögum um mannvirki og skipulagslögum og önnur afgreiðslu- og þjónustugjöld.

Gunnar Gíslason D-lista situr hjá við afgreiðslu.

8.Íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2021110179Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. janúar 2022:

Kynningu skipulagstillögu á vinnslustigi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lokið og bárust engar athugasemdir við tillöguna. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga.

9.Kjarnagata 55 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2021120104Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. janúar 2022:

Lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðar nr. 55 við Kjarnagötu (hús 55 og 57). Í breytingunni felst eftirfarandi:

1. Hús nr. 55 lækkar úr 7 hæðum í 6 með hámarkshæð 18,5 m auk þess sem byggingarreitur stækkar.

2. Byggingarreitur húss nr. 57 hliðrast um 1 m til vesturs auk þess sem hann breikkar um 1 m sem felur í sér að byggingarreitur einnar hæðar byggingar hliðrast um 2 m til vesturs. Þá bætist við 4. hæð sem er inndregin á þrjá vegu. Gólfkóti byggingar hækkar í 88,5.

3. Tvö langstæði meðfram Kjarnagötu breytast í bílastæði fyrir hreyfihamlaða til samræmis við kröfur byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

4. Bílastæði við Geirþrúðarhaga lengjast um 1 m til vesturs og lóðin stækkar um 5 m².

5. Lágmarks lofthæð lækkar um 0,2 m og verður að lágmarki 2,3 m.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Auk hans tók til máls Gunnar Gíslason.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

10.Hlíðarfjallsvegur - deiliskipulag AT16

Málsnúmer 2021090194Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. janúar 2022:

Kynningu skipulagslýsingar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lokið og bárust engar athugasemdir við lýsinguna. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Norðurorku, Landsneti, RARIK og eru þær lagðar fram til kynningar. Beðið er umsagnar Skipulagsstofnunar.

Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að gerð deiliskipulags þar sem tekið verði tillit til athugasemda og ábendinga sem fram koma í umsögnum.

Skipulagsráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að atNorth ehf. verði veitt formlegt vilyrði fyrir lóð undir gagnaver nyrst á skipulagssvæðinu án auglýsingar í samræmi við ákvæði gr. 2.4. í reglum um lóðaveitingar. Endanleg úthlutun fer þó ekki fram fyrr en deiliskipulag svæðisins hefur tekið gildi.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að atNorth ehf. verði veitt formlegt vilyrði fyrir lóð undir gagnaver nyrst á skipulagssvæðinu án auglýsingar í samræmi við ákvæði gr. 2.4. í reglum um lóðaveitingar. Endanleg úthlutun fer þó ekki fram fyrr en deiliskipulag svæðisins hefur tekið gildi.

11.Reglur um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ

Málsnúmer 2022010030Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 6. janúar 2022:

Fjallað um reglur um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að breyta reglunum til samræmis við stjórnsýslubreytingar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að breyta reglunum til samræmis við stjórnsýslubreytingar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 16. og 22. desember 2021 og 6. janúar 2022
Bæjarráð 16. desember 2021, 6. og 13. janúar 2022
Frístundaráð 16. desember 2021
Fræðslu- og lýðheilsuráð 10. janúar 2022
Fræðsluráð 13. desember 2021
Skipulagsráð 22. desember 2021 og 12. janúar 2022
Umhverfis- og mannvirkjaráð 17. desember 2021
Velferðarráð 12. janúar 2022

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 16:33.