Skipulagsráð

386. fundur 24. ágúst 2022 kl. 08:15 - 10:58 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá

1.Starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs 2022 - 2025

Málsnúmer 2022020303Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa um nýjar stöður og fjármagn til skipulagsgerðar og annarrar aðkeyptrar vinnu.

2.Uppbygging íbúðarhúsnæðis á Akureyri 2021

Málsnúmer 2021031155Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa dagsett 19. ágúst 2022 um stöðu íbúðauppbyggingar á Akureyri. Þá er samþykkt húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar jafnframt lögð fram til kynningar.


Skipulagsráð samþykkir að hefja vinnu við gerð nýrrar húsnæðisáætlunar í september.

3.Dalvíkurlína 2 - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2021110081Vakta málsnúmer

Lögð fram drög Verkís verkfræðistofu að tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna lagningar Dalvíkurlínu 2.

Kynningu skipulagslýsingar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lauk þann 19. janúar sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Skipulagsstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Norðurorku, Rarik, Fiskistofu, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlögð drög að tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fyrir liggur samþykki Hörgársveitar og Dalvíkurbyggðar á sambærilegum tillögum að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélaganna.

4.Deiliskipulag miðbæjar - textabreyting varðandi byggingarleyfi

Málsnúmer 2022080697Vakta málsnúmer

Með breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir miðbæ Akureyrar sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 7. apríl 2015 var bætt inn ákvæði um að allar umsóknir um byggingarleyfi er varða útlit, form eða innra skipulag skuli leggja fyrir skipulagsráð til samþykktar.

Umrætt ákvæði varðar 3. mgr. í gr. 5.3 í greinargerð og er eftirfarandi:

"Allar umsóknir um byggingarleyfi innan marka deiliskipulagsins sem varða útlit, form eða innra skipulag, skulu lagðar fyrir skipulagsnefnd sem metur þessa hluti sérstaklega áður en hún leyfir framlagningu aðaluppdrátta."

Skipulagsfulltrúi leggur til að gerð verði breyting á deiliskipulaginu og ákvæðið verði sem hér segir:

"Allar umsóknir um byggingarleyfi innan marka deiliskipulagsins er varða útlit og/eða form nýbygginga skulu lagðar fyrir skipulagsráð sem metur þessa hluti sérstaklega áður en framlagning aðaluppdrátta er heimiluð."
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi miðbæjar til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

5.Langahlíð 28 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022020226Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hlíðahverfi - suðurhluta vegna Lönguhlíðar 28 lauk þann 4. júlí sl. Ein athugasemd barst og er hún lögð fram ásamt viðbrögðum umsækjanda og drögum skipulagsfulltrúa að svörum við efni athugasemdar.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hlíðahverfis - suðurhluta með þeim skilyrðum að í greinargerð komi fram hámarksvegghæð 4,7 m yfir gólfkóta efri hæðar, byggingarreitur verði minnkaður um 3,7 m til suðurs og bílgeymsla verði staðsett í NA horni lóðarinnar. Sú hlið bílgeymslu sem snýr í A skal vera gluggalaus. Skipulagsráð samþykkir framlögð drög skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

6.Leikskóli og hjúkrunarheimili - breyting á deiliskipulagi Síðuskóla

Málsnúmer 2022010712Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð tillaga Landslags ehf. að afmörkun lóðar fyrir nýtt hjúkrunarheimili við Vestursíðu og stækkun á lóð Síðuskóla fyrir framtíðar leikskóla. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 6. júlí sl. og var afgreiðslu þess frestað.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að hefja vinnu við gerð deiliskipulags í samræmi við fyrirliggjandi gögn.



Jón Hjaltason F-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar bókað eftirfarandi:


Undirritaður telur mjög misráðið að byggja umrætt hjúkrunarheimili nánast á skólalóð Síðuskóla. Bent er á að í gildandi aðalskipulagi er lögð áhersla á „að auka möguleika á að ferðast gangandi eða hjólandi á milli staða.“

Það gefur augaleið að hornsteinn slíkrar stefnu er að þróa íbúðabyggð í nágrenni grunnskóla. Þá virðist misráðið að þjarma að Síðuskóla með þessum hætti, ekki síst í ljósi væntanlegrar uppbyggingar í Móahverfi. Í þriðja lagi á að virða búseturétt aldraðra þannig að þeim bjóðist valkostir um búsetu eftir hverfum, jafnvel þótt þeir gangi ekki heilir til skógar.

Því vill undirritaður eindregið fara þess á leit að væntanlegu hjúkrunarheimili verði fundinn annar staður.

7.Gilsbakkavegur 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022080413Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. ágúst 2022 þar sem Bjarni Reykjalín sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1 við Gilsbakkaveg. Fyrirhuguð er stækkun á byggingarreit til norðurs fyrir 37,5 m² viðbyggingu á einni hæð fyrir vinnustofu með svölum á þaki. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir ásamt greinargerð.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Oddagötu 1a, 3 og 3b og Gilsbakkavegar 3 þegar fullnægjandi skipulagsgögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

8.Hlíðarfjallsvegur - deiliskipulag gagnavers og athafnalóða - götuheiti

Málsnúmer 2021090194Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsögn nafnanefndar um tillögur skipulagsráðs að götuheiti á svæði fyrir gagnaver og athafnalóðir við Hlíðarfjallsveg en nýtt deiliskipulag fyrir svæðið tók gildi þann 1. júlí sl.

Nafnanefnd leggur til götuheitið Hlíðarvellir.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 10. ágúst sl.
Skipulagsráð samþykkir að gata innan deiliskipulagssvæðisins fái heitið Hlíðarvellir.

9.Akureyrarvaka - umsókn um viðburð í bænum / lokun á götum

Málsnúmer 2022080532Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. ágúst 2022 þar sem Almar Alfreðsson f.h. atvinnu-, markaðs- og menningarteymis Akureyrarbæjar sækir um leyfi fyrir viðburðum á Akureyrarvöku 2022 dagana 26.- 28. ágúst nk.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir leyfi fyrir viðburðum sem taldir eru upp í gögnum umsækjanda og gerir ekki athugasemd við áætlaða lokun gatna.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Þórhallur Jónsson D-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

10.Kaupvangsstræti - umsókn um leyfi til uppsetningar listaverka

Málsnúmer 2022080669Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. ágúst 2022 þar sem Thora Karls f.h. listahópsins RÖSK sækir um leyfi fyrir uppsetningu útilistaverka framan við Listasafnið á Akureyri í Kaupvangsstræti. Listaverkin munu standa uppi á Akureyrarvöku 26.- 28. ágúst nk.

Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð samþykkir erindið.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

11.Mannhaf - umsókn um tímabundinn listviðburð við Drottningarbraut

Málsnúmer 2022020655Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. ágúst 2022 þar sem Áki Sebastian Frostason óskar eftir framlengingu á sýningu skúlptúrsins Mannhafs við Drottningarbraut til 10. september 2022. Á fundi skipulagsráðs þann 23. febrúar sl. var samþykkt að skúlptúrinn fengi að standa uppi til 30. ágúst 2022.
Skipulagsráð samþykkir erindið.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

12.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 875. fundar, dagsett 4. ágúst 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 2 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

13.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 876. fundar, dagsett 12. ágúst 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 1 lið og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

14.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 877. fundar, dagsett 18. ágúst 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 10:58.