Skipulagsráð

409. fundur 27. september 2023 kl. 08:15 - 10:32 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir formaður
 • Þórhallur Jónsson
 • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
 • Sif Jóhannesar Ástudóttir
 • Jón Hjaltason
 • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
 • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
 • María Markúsdóttir fundarritari
 • Einar Sigþórsson verkefnastjóri skipulagsmála
 • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá

1.Austursíða 4 - umsókn um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 2023090795Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. september 2023 þar sem Baldur Ó. Svavarsson f.h. Klettáss ehf. sækir um heimild til að reisa íbúðarhús á allt að sjö hæðum á lóð nr. 4 við Austursíðu. Áformin kalla á breytingu á aðalskipulagi þar sem umrædd lóð er á svæði sem skilgreint er sem athafnasvæði AT7 í Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

Meðfylgjandi eru skýringaruppdrættir.
Meirihluti skipulagsráðs tekur jákvætt í að þróa hugmyndina áfram og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um framhald málsins.


Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista situr hjá við afgreiðslu tillögunnar.


Sindri Kristjánsson S-lista óskar bókað eftirfarandi:

Undirritaður hefur talsverðar efasemdir um tillöguna og skiptast þær í nokkra þætti. Í fyrsta lagi hefur skipulagsráð áður tekið afstöðu til hugmynda um íbúðauppbyggingu á svæðinu. Á fundi sínum þann 25. september 2019 hafnaði ráðið einróma umleitan þáverandi lóðarhafa um breytingu á aðalskipulagi þannig að byggja mætti upp íbúðabyggð á lóðinni. Þá voru rökin á þann veg að svæðið væri óhentugt til uppbyggingar þar sem lóðin væri nú þegar hluti af heildstæðu athafnasvæði sem afmarkaðist af umferðarþungum þjóðvegi, athafnasvæði og götunni Austursíðu sem er aðkomuvegur að athafnasvæði. Það eitt hefur breyst síðan þá er að starfsemi á lóðinni sjálfri hefur aukist til mikilla muna. Í annan stað ganga áformin út á að reisa fjölbýlishús sem samkvæmt ítrustu óskum tillöguhöfunda yrði eitt það stærsta í bænum, umlukið eingöngu umferðargötum og bílastæðum verslunarmiðstöðvar. Þrátt fyrir fögur fyrirheit tillögunnar um að henni sé ætlað að bregðast við skorti á íbúðamarkaði verða skipulagsyfirvöld að huga að því umhverfi sem íbúum bæjarins uppfylli einhverjar lágmarkskröfur varðandi ásýnd, aðbúnað, náttúrufar o.fl. í þeim dúr. Í þriðja lagi verður að nefna þá staðreynd að umferðaraukning í Austursíðu vegna tilkomu verslunarmiðstöðvarinnar Norðurtorgs er nú þegar umkvörtunar- og áhyggjuefni íbúa á svæðinu. Telur undirritaður að varla sé á ástandið bætandi á meðan enn hefur ekki verið gripið til mótvægisaðgerða vegna þeirrar umferðaraukningar sem þegar hefur átt sér stað.

2.Tjaldsvæðisreitur - endurskoðun deiliskipulags

Málsnúmer 2022061538Vakta málsnúmer

Lögð fram kynningargögn sem varða drög að endurskoðun deiliskipulags fyrir tjaldsvæðisreit.

Vilhjálmur Leví Egilsson frá Nordic arkitektastofu sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð samþykkir að kynna hugmyndir að endurskoðun deiliskipulags fyrir tjaldsvæðisreit skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Jón Hjaltason óskar bókað eftirfarandi:

Unnið er að mótun tjaldsvæðisreits og tel ég fyllilega tímabært að hefja almenna umræðu um þá stefnumörkun. Gagnrýnisatriði eru fjölmörg, meðal annars fjöldi íbúða/bygginga á svæðinu (190 íbúðir í 15 byggingum), hæð bygginga (allt að fjórar hæðir), stærð þjónustu- og verslunarrýmis (2.000 m²). Fleira mætti telja. Ekki síst að forsenda skipulagsins er röng, ég tala nú ekki um ef litið er á hana frá sjónarhóli þéttingarsinna. Á tjaldsvæðinu á ekki að stefna að fjölbreyttri byggð (blandaðri byggð) heldur þvert á móti, hverfið á að vera einsleitt þar sem höfuðmarkmiðið er að barnafólk byggi reitinn.

3.Glerárgata, Hofsbót, Skipagata - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023091046Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Landslags ehf., Eflu verkfræðistofu og Kollgátu að breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Akureyrar vegna kröfu Vegagerðarinnar um 8 m öryggissvæði beggja vegna Glerárgötu.

Meðfylgjandi eru deiliskipulagsuppdrættir.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

4.Hrappstaðir - umsókn um deiliskipulag fyrir frístundabyggð

Málsnúmer 2023080530Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. ágúst 2023 þar sem Margrét M. Róbertsdóttir f.h. Vignis Víkingssonar sækir um heimild til að vinna nýtt deiliskipulag fyrir frístundabyggð í landi Hrappstaða, á svæði sem skilgreint er sem frístundabyggð F7 í Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 23. ágúst sl. og var afgreiðslu frestað þar til fyrir lægi samþykki allra landeigenda á Hrappstöðum.
Afgreiðslu frestað.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

5.Háskólasvæði - uppbygging á reit C

Málsnúmer 2021062236Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri (FÉSTA) dagsett 20. september 2023 þar sem óskað er eftir undanþágu frá skilmálum um bílastæðafjölda í nýsamþykktu deiliskipulagi fyrir lóðir D og E innan háskólasvæðisins á Akureyri.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið og í samvinnu við skipulagsfulltrúa.

6.Búðartröð 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023090951Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. september 2023 þar sem Friðbert Friðbertsson sækir um breytngu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Búðartröð.

Fyrirhugað er að stækka bygingarreit fyrir þjónustubyggingu 7 m til suðurs.

Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

7.Strandgata 11B - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022100324Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands um endurbætta tillögu Röggvar teiknistofu að breytingum á húsi á lóð nr. 11B við Strandgötu. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 12. apríl sl. þar sem tillögu að breytingu á deiliskipulagi var hafnað þar sem áform um breytingar á húsinu þóttu ekki samræmast yfirbragði byggðar á svæðinu.
Í ljósi umsagnar Minjastofnunar Íslands hafnar skipulagsráð framlagðri tillögu að breytingum á húsi á lóð nr. 11B við Strandgötu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

8.Glerárgata - umsókn um skilti

Málsnúmer 2023030480Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Reimars Helgasonar f.h. Íþróttafélagsins Þórs dagsett 21. september 2023 þar sem óskað er eftir heimild til að endurnýja núverandi skilti við Akureyrarvöll. Er miðað við að nýtt skilti verði ljósaskilti sem verður jafn stórt og núverandi skilti.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 5. júlí sl. og var afgreiðslu frestað.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir uppsetningu ljósaskiltis að sömu stærð og núverandi skilti með sömu kvöðum og ljósaskilti við Þingvallastræti. Er leyfi veitt tímabundið til eins árs í senn þar til nýtt deiliskipulag fyrir Akureyrarvöll hefur tekið gildi.


Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar bókað eftirfarandi:

Samkvæmt gildandi Samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar um skilti eru fletti og ljósaskilti óheimil í miðbæ Akureyrar. Því hefði verið rétt með ásýnd, umferðaröryggi og ljósmengun í huga að hafna þessari beiðni um breytingu á skilti. Í þessu samhengi skal ítrekað mikilvægi þess að endurskoða samþykkt um skilti í lögsögu Akureyrarbæjar.

9.Goðanes - beiðni um heimild til lagningar atvinnuökutækis

Málsnúmer 2023090718Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. september 2023 þar sem Snjólaug Svala Grétarsdóttir f.h. Ekils ehf. sækir um leyfi til að leggja flutningabíl með eftirvagn utan við vegkant sunnan megin í Goðanesi til móts við lóð nr. 8-10.

Skipulagsráð hafnar erindinu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

10.Hrísey hátíðarsvæði - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir stígagerð

Málsnúmer 2023090527Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. september 2023 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. umhverfis- og framkvæmdasviðs Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu malbikaðs göngustígs í gegnum hátíðarsvæðið í Hrísey.

Meðfylgjandi er verkteikning.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

11.Glerárgata - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gönguþverun

Málsnúmer 2023090984Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. september 2023 þar sem Árni Ingimarsson f.h. Vegagerðarinnar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu gönguþverunar yfir Glerárgötu við Grænugötu og Smáragötu.

Meðfylgjandi eru framkvæmdalýsing og grunnmynd.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

12.Hvítbók um skipulagsmál - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2023091039Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar Hvítbók um skipulagsmál - drög að landsskipulagsstefnu til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára ásamt umhverfismatsskýrslu sem eru í kynningar- og umsagnarferli á vegum innviðaráðuneytis.

Umsagnarfrestur er veittur til 31. október nk.

13.Oddeyrarbót 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023090734Vakta málsnúmer

Til samræmis við ákvæði gr. 5.3 í deiliskipulagi miðbæjar er tillaga að aðaluppdráttum fyrirhugaðrar byggingar á lóð nr. 2 við Oddeyrarbót lagðir fram til samþykkis skipulagsráðs.
Skipulagsráð samþykkir áformin.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Málinu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Fylgiskjöl:

14.Þórunnarstræti 114A - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023090764Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15.september 2023 þar sem Ólafur Már Ólafsson sækir um breytta notkun íbúðar við Þórunnarstræti 114A.

Fyrirhugað er að starfrækja rekstrarleyfisskylda gististarfsemi fyrir allt að 6 gesti í íbúðinni.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að gefið verði út leyfi fyrir rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi í íbúðinni ef hún er leigð út í heilu lagi. Með því móti eykst ekki álag á bílastæði í götunni. Er heimildin með fyrirvara um samþykki allra eigenda í húsinu, sbr. ákvæði Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 um rekstrarleyfisskylda gististarfsemi í fjölbýlishúsum.

15.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 932. fundar, dagsett 7. september 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

16.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 933. fundar, dagsett 14. september 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

17.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 934. fundar, dagsett 20. september 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 10:32.