Bæjarstjórn

3527. fundur 18. apríl 2023 kl. 16:00 - 17:21 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason forseti bæjarstjórnar
  • Hlynur Jóhannsson
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Jón Hjaltason
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Andri Teitsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Tímabundin lausnarbeiðni

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 11. apríl 2023 frá Brynjólfi Ingvarssyni bæjarfulltrúa þar sem óskað er eftir framlengingu á lausn frá störfum í bæjarstjórn og bæjarráði út aprílmánuð, með vísan til fyrri samþykktar bæjarstjórnar 21. febrúar sl.
Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðnina með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Breytingar í nefndum 2022-2026 - bæjarráð

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Brynjólfs Ingvarssonar (Ó) um tímabundna breytingu á skipan fulltrúa í bæjarráði. Jón Hjaltason verði áheyrnarfulltrúi í stað Brynjólfs Ingvarssonar út aprílmánuð 2023.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Breytingar í nefndum 2022-2026 - bæjarráð

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Brynjólfs Ingvarssonar (Ó) um tímabundna breytingu á skipan fulltrúa í bæjarráði. Halla Birgisdóttir Ottesen verði varaáheyrnarfulltrúi út aprílmánuð 2023.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2022 - fyrri umræða

Málsnúmer 2022090397Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 13. apríl 2023:

Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Davíð Búi Halldórsson framkvæmdastjóri frá endurskoðendum bæjarins Enor ehf., sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sátu Hulda Elma Eysteinsdóttir, Gunnar Már Gunnarsson, Andri Teitsson og Lára Halldóra Eiríksdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2022 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri kynnti ársreikning.

Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Halla Björk Reynisdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi bæjarins fyrir árið 2022 til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn.

5.Háskólasvæði - uppbygging á reit C

Málsnúmer 2021062236Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 29. mars 2023:

Kynningu á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri lauk þann 5. febrúar sl. Sjö ábendingar bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands og Norðurorku. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 1. mars sl. Var afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að vinna að framhaldi málsins í samvinnu við umsækjanda. Er nú lögð fram breytt tillaga þar sem gert er ráð fyrir tveimur nýjum lóðum í stað þriggja auk þess sem lóð C er minnkuð frá fyrri tillögu.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi með minniháttar breytingum í samræmi við umræður á fundinum og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tók Jón Hjaltason.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áfram mun undirbúningur vegna skipulagsbreytinganna miða að því að tryggt verði svæði fyrir lausagöngu hunda, áður en uppbygging hefst á reitnum.

6.Reglur Akureyrarbæjar um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 2023020910Vakta málsnúmer

Liður 8 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 30. mars 2023:

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 22. mars 2023:

Lagðar fram til samþykktar breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð Akureyrarbæjar.

Gyða Björk Ólafsdóttir félagsráðgjafi og Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti nýjar reglur um fjárhagsaðstoð Akureyrarbæjar og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri velferðarsviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaðar reglur um fjárhagsaðstoð Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum með þeirri breytingu á orðalagi að 18. gr. verði orðalagi breytt og í stað bókarkostnaðar komi námsgögn.

7.Reglur um rafræna vöktun hjá Akureyrarbæ - endurskoðun 2023

Málsnúmer 2023031376Vakta málsnúmer

Liður 11 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 30. mars 2023:

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum Akureyrarbæjar um rafræna vöktun öryggismyndavéla.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður kynnti breytingarnar.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög að endurskoðuðum reglum um rafræna vöktum og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaðar reglur Akureyrarbæjar um rafræna vöktun öryggismyndavéla með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Listasafnið á Akureyri - breyting á samþykkt

Málsnúmer 2023030700Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjaráðs dagsettri 30. mars 2023:

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 23. mars 2023:

Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir Listasafnið á Akureyri.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu samþykktar um eina viku.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir endurskoðaða samþykkt fyrir Listasafnið á Akureyri og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.

Heimir Örn Árnason kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða samþykkt fyrir Listasafnið á Akureyri með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Reglur um lokun gatna

Málsnúmer 2022010439Vakta málsnúmer

Rætt um samþykkt Akureyrarbæjar um verklagsreglur fyrir tímabundnar lokanir gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja.

Hilda Jana Gísladóttir var málshefjandi og lagði fram svofellda tillögur:

Bæjarstjórn samþykkir að 2. gr. samþykktar Akureyrarbæjar um verklagsreglur vegna tímabundinna lokana gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja verði breytt með þeim hætti að lokun þess hluta Hafnarstrætis sem kallast göngugatan verði alfarið lokuð vélknúnum ökutækjum yfir sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst. Á þeim tíma verði þó tryggt aðgengi fyrir P-merkt ökutæki fyrir hreyfihamlaða, ökutæki slökkviliðs og sjúkrabíla sem og aðgengi rekstraraðila vegna aðfanga.

Til máls tók Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og lagði til tvær tillögur.

Fyrri tillagan orðast svo:

Bæjarstjórn samþykkir að orðalag í samþykkt Akureyrarbæjar um verklagsreglur fyrir tímabundnar lokanir gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja verði samræmt við heiti verklagsreglna með þeim hætti að þar sem er talað um lokanir fyrir umferð, verði talað um lokanir fyrir umferð vélknúinna ökutækja.

Seinni tillagan orðast svo:

Bæjarstjórn samþykkir að 3. gr. um lokun Listagils verði breytt með þeim hætti að hámarki lokana á tímabilinu maí til september fari úr fjórum lokunum í sex.

Til máls tók Lára Halldóra Eiríksdóttir og leggur fram svofellda tillögu frá meirihlutanum:

Bæjarfulltrúar meirihlutans leggja til að málinu verði vísað til skipulagsráðs og því falið að leggja mat á reynslu síðasta sumars á núgildandi reglum og taka til umræðu tillögur bæjarfulltrúa Hildu Jönu og Jönu Salóme. Skipulagsráð ljúki yfirferðinni og leggi fram tillögu til bæjarstjórnar í maí 2023.
Tillaga meirihlutans borin upp til atkvæða og var samþykkt með níu atkvæðum.

Hilda Jana Gísladóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir sátu hjá.

10.Nýjar leikskóladeildir 2023

Málsnúmer 2023031120Vakta málsnúmer

Rætt um fyrirhugaðar breytingar á húsnæði Síðuskóla og Oddeyrarskóla, en til stendur að taka þar í notkun nýjar leikskóladeildir haustið 2023.

Gunnar Már Gunnarsson var málshefjandi og leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:

Hvernig verður fyrirkomulagi kennslu list- og verkgreina háttað í Oddeyrarskóla, í ljósi fyrirhugaðra breytinga á núverandi kennslurými? Óskað er eftir svari við fyrsta tækifæri enda mikilvægt að tryggja að allir nemendur fái kennslu í smíðum í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla.

Til máls tóku Heimir Örn Árnason, Jón Hjaltason og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Þá lögðu Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir fram svofellda tillögu:

Bæjarstjórn beinir því til fræðslu- og lýðheilsuráðs að kanna hvernig kennslu og umgjörð starfs-, list- og verknáms sé háttað í grunnskólum bæjarins, til að meta stöðuna og út frá því setja fram tillögur um aðgerðir í þeim tilgangi að auka vægi list- og verkgreina í starfi skólanna.

Þá tóku til máls Lára Halldóra Eiríksdóttir og Jón Hjaltason.
Tillaga Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur og Gunnars Más Gunnarssonar var borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

11.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2023010626Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 23. og 30. mars, 5. og 13. apríl 2023
Bæjarráð 23. og 30. mars og 13. apríl 2023
Fræðslu- og lýðheilsuráð 27. mars og 3. apríl 2023
Skipulagsráð 29. mars og 12. apríl 2023
Umhverfis- og mannvirkjaráð 21. og 28. mars 2023
Velferðarráð 22. mars 2023

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 17:21.