Skipulagsráð

406. fundur 09. ágúst 2023 kl. 08:15 - 11:05 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Inga Elísabet Vésteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Inga Elísabet Vésteinsdóttir V-lista mætti í forföllum Sifjar Jóhannesar Ástudóttur.

1.Skipulagsgátt - nýr vettvangur fyrir skipulagsmál

Málsnúmer 2023080063Vakta málsnúmer

Kynning á skipulagsgátt, sem er ný gagna- og samráðsgátt á vegum Skipulagsstofnunar.

Frá 1. júní 2023 skulu öll skipulagsmál fara inn í skipulagsgátt og þar munu birtast til samráðs og kynningar öll mál er varða skipulagsmál, mat á umhverfisáhrifum og framkvæmdaleyfi.

2.Krossaneshöfn - fyrirspurn vegna lóðar fyrir síló og hafnarvog

Málsnúmer 2022030078Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð tillaga Haraldar S. Árnasonar f.h. Skútabergs að afmörkun lóðar fyrir sementssíló norðan við lóð nr. 9 í Krossanesi.

Meðfylgjandi er umsögn Norðurorku um tillöguna.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 6. júlí 2022.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að láta vinna breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi til samræmis við framlagða tillögu.

3.Háskólasvæði - uppbygging á reit C

Málsnúmer 2021062236Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri lauk þann 8. júlí sl. Ein athugasemd barst auk umsagnar frá Minjastofnun Íslands. Þá liggur einnig fyrir erindi frá Fésta dagsett 30. júní 2023 þar sem óskað er eftir ákveðnum breytingum á skilmálum svæðis sem ætlað er fyrir stúdentaíbúðir, þ.e. varðandi fjölda bílastæða, djúpgáma, göngustíg í gegnum lóð, innkeyrslur og hámarkshæð bygginga.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með minniháttar breytingum til að koma til móts við innkomnar athugasemdir. Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að hún samþykki drög að umsögn um athugasemdir.

4.Austurvegur 19 og 21 - fyrirspurn um breytingu á skipulagi

Málsnúmer 2023011119Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn hverfisráðs Hríseyjar dagsett 29. júní 2023 um tillögur Forms ráðgjafar ehf. um útfærslu á breytingu á deiliskipulagi Austurvegar - Eyjabyggðar - Búðartanga í Hrísey. Tillögurnar ná til svæðis þar sem nú er gert ráð fyrir fjórum einbýlishúsalóðum við Austurveg 15-21. Þá eru jafnframt lögð fram viðbrögð skipulagshönnuðar við umsögn hverfisráðs.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 24. maí sl. og var afgreiðslu frestað þar til umsögn hverfisráðs lægi fyrir.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að vinna að breytingu á deiliskipulagi til samræmis við nýja tillögu Forms ráðgjafar.

5.Austurvegur 36 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023080187Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga GrimWorks ehf. teiknistofu að breytingu að deiliskipulagi fyrir Austurveg 36 í Hrísey.

Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi:

- Stærð lóðar verði skilgreind 1166 m².

- Byggingarreitur fyrir íbúðarhús verði 169 m² og geymsluskúr 30 m².

- Heimilt verði að reisa viðbyggingu á þremur hæðum við núverandi íbúðarhús.

- Nýtingarhlutfall lóðarinnar verði 0,19.


Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Austurvegi 43, 45 og 49.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

6.Undirhlíð - breyting á deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts

Málsnúmer 2022100792Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts vegna breytinga á Undirhlíð lauk þann 8. júlí sl.

Sex athugasemdir bárust.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista lýsti yfir vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að vinna umsögn um athugasemdir í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.

7.Undirhlíð - breyting á deiliskipulagi Holtahverfis norður

Málsnúmer 2022100752Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis norður vegna breytinga á Undirhlíð lauk þann 8. júlí sl.

Sex athugasemdir bárust og eru gögnin undir dagskrárlið nr. 6.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista lýsti yfir vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að vinna umsögn um athugasemdir í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.

8.Drottningarbraut - Leirunesti - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2023071017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. júlí 2023 þar sem Svavar M. Sigurjónsson f.h. Festis hf. sækir um stækkun lóðar Leirunestis við Drottningarbraut. Umrædd stækkun telur 99 m² til austurs fyrir uppsetningu aflturna fyrir rafhleðslustöðvar.

Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir Norðurorku og umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

9.Hrísey og Grímsey - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir stígagerð

Málsnúmer 2023070354Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. júlí 2023 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir stíga- og slóðagerð í Hrísey og Grímsey.

Meðfylgjandi eru greinargerð og skýringarmyndir.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Fylgiskjöl:

10.Austurvegur/Búðartangi - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2023071443Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. júlí 2023 þar sem Árni Kristjánsson f.h.Tengis hf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í Austurveg og Búðartanga í Hrísey.

Meðfylgjandi eru framkvæmdalýsing og skýringaruppdrættir.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

11.Oddeyrarbót 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023061408Vakta málsnúmer

Til samræmis við ákvæði gr. 5.3 í deiliskipulagi miðbæjar er tillaga að aðaluppdráttum fyrirhugaðrar byggingar á lóð nr. 1 við Oddeyrarbót lagðir fram til samþykkis skipulagsráðs.
Skipulagsráð samþykkir áformin.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

12.Langimói 9-11 - úthlutun lóðar

Málsnúmer 2023030241Vakta málsnúmer

Tilboð í lóðir í fyrsta áfanga Móahverfis voru opnuð 30. mars sl. Upphaflegur hæstbjóðandi í lóð nr. 9-11 við Langamóa hefur fallið frá tilboði sínu og telst hæstbjóðandi nú vera Tréverk ehf. Viðkomandi hefur staðfest að hann muni taka lóðina og hefur skilað inn tilskildum gögnum þar að lútandi.


Skipulagsráð staðfestir úthlutun lóðar nr. 9-11 við Langamóa til Tréverks ehf. Skipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

13.Lækjarmói 2-8 - úthlutun lóðar

Málsnúmer 2023030245Vakta málsnúmer

Tilboð í lóðir í fyrsta áfanga Móahverfis voru opnuð 30. mars sl. Upphaflegur hæstbjóðandi í lóð nr. 2-8 við Lækjarmóa hefur fallið frá tilboði sínu og telst hæstbjóðandi nú vera SS byggir ehf. Viðkomandi hefur staðfest að hann muni taka lóðina og hefur skilað inn tilskildum gögnum þar að lútandi.

Skipulagsráð staðfestir úthlutun lóðar nr. 2-8 við Lækjarmóa til SS byggis ehf. Skipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

14.Matthíasarhagi 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2023070138Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. júlí 2023 þar sem Daði Jónsson sækir um lóð nr. 2 við Matthíasarhaga.

Meðfylgjandi eru yfirlýsing viðskiptabanka og greinargerð um byggingaráform.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

15.Álfaholt 5-7 - umsókn um framkvæmdafrest

Málsnúmer 2023070256Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júlí 2023 þar sem Davíð Örn Benediktsson sækir um frest til framkvæmda á lóð nr. 5-7 við Álfaholt.

Sótt er um frest til júní 2024.
Skipulagsráð samþykkir að veita frest til framkvæmda á lóðinni til 1. október 2023.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

16.Hulduholt 5-11 - umsókn um framkvæmdafrest

Málsnúmer 2021100310Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. ágúst 2023 þar sem Jakob Helgi Bjarnason f.h. Vetrarfells ehf. sækir um frest til framkvæmda á lóð nr. 5-11 við Hulduholt.
Skipulagsráð samþykkir að veita frest til framkvæmda á lóðinni til 1. október 2023.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

17.Gleráreyrar 1 - umsókn um stækkun skiltis

Málsnúmer 2023080175Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. ágúst 2023 þar sem Elva Ýr Kristjánsdóttir f.h. Eikar fasteignafélags sækir um leyfi fyrir endurnýjun og stækkun ljósaskiltis á lóð Glerártorgs við Gleráreyrar 1. Umrædd stækkun er úr 8 m2 í 15,4 m².

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 25. nóvember 2020 og var afgreiðslu frestað þar til umsögn Vegagerðarinnar lægi fyrir.
Með vísan í umsögn Vegagerðarinnar samþykkir meirihluti skipulagsráðs að ljósaskilti á lóð Gleráreyra 1 verði endurnýjað til samræmis við fyrirliggjandi umsókn. Er samþykkið með fyrirvara um að hreyfimyndir verði ekki heimilaðar. Að öðru leyti verði farið eftir skilmálum í Samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarbæjar.

Er endanlegri afgreiðslu málsins vísað til byggingarfulltrúa.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.

18.Lundargata 4 - framkvæmdir án leyfis

Málsnúmer 2023080174Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi byggingarfulltrúa dagsett 4. ágúst 2023 þar sem krafist er stöðvunar á framkvæmdum við Lundargötu 4. Bygging sem reist var árið 1914 hefur verið rifin án tilskilinna leyfa auk þess sem verið er að reisa byggingar á lóðinni án byggingarleyfis og í ósamræmi við gildandi deiliskipulag. Þá virðist sem hluti framkvæmda sé utan þeirrar lóðar sem lóðarleigusamningur framkvæmdaraðila nær til.

19.Grænbók um skipulagsmál - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2023072484Vakta málsnúmer

Lögð fram grænbók um skipulagsmál ásamt drögum að greinargerð um stöðu skipulagsmála sem innviðaráðuneytið hefur lagt fram í samráðsgátt til kynningar og umsagnar.

Umsagnarfrestur er veittur til 24. ágúst 2023.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu til næsta fundar ráðsins sem verður þann 23. ágúst nk.

20.Móahverfi - auglýsing lóða

Málsnúmer 2022120463Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að úthlutunarskilmálum fyrir lóðir í 2. áfanga Móahverfis. Um er að ræða 28 einbýlishúsalóðir, 7 parhúsalóðir og 11 raðhúsalóðir fyrir allt að 90 íbúðir.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

21.Holtahverfi norður - auglýsing lóða

Málsnúmer 2021070119Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála varðandi lóðir í Holtahverfi norður sem ekki hafa verið auglýstar eða hefur verið skilað til sveitarfélagsins.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að útbúa tillögu að úthlutunarskilmálum fyrir lóðirnar Álfaholt 4-6, 9-11 og 12-14, Hulduholt 18 og 20-26 og Þursaholt 14-18 og leggja fyrir næsta fund skipulagsráðs. Þangað til verður ekki hægt að sækja um þær lóðir sem nú er lausar til úthlutunar. Skulu skilmálar vera sambærilegir skilmálum fyrir úthlutun lóða í Móahverfi.

22.Borgarstefna - skipulagsmál

Málsnúmer 2023080138Vakta málsnúmer

Rætt um gerð stefnu um hlutverk og uppbyggingu Akureyrar sem svæðisborgar.

23.Goðanes - beiðni um bann við lagningu ökutækja

Málsnúmer 2022120106Vakta málsnúmer

Nú í sumar tók í gildi bann við lagningu bíla sunnan og vestan megin í Goðanesi í kjölfar erindis Samskipa innanlands um að bílar þrengdu að aðgengi stórra ökutækja um götuna. Að mati fyrirtækisins hefur ástandið ekki lagast mikið þar sem nú leggja bílar norðan megin í götunni þannig að áfram er þrengt að umferð.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista leggur fram eftirfarandi tillögu:

Haldinn verði opinn fundur með verktökum, atvinnurekendum og félagasamtökum þar sem það á við, þar sem rætt verður um hvort grundvöllur sé fyrir því að koma upp vöktuðu geymslusvæði í bæjarlandinu þar sem einstaklingar og fyrirtæki geti leigt pláss fyrir svo sem ökutæki, gáma, hjólhýsi og vinnuvélar.


Skipulagsráð hefur áhyggjur af því að með því að samþykkja beiðni um bann við lagningu ökutækja í Goðanesi án þess að samhliða komi komi til viðeigandi úrræði muni vandinn færast annað. Því frestar skipulagsráð afgreiðslu málsins en samþykkir tillögu Sunnu Hlínar um fund með hagsmunaaðilum sem miðar að því að leita viðeigandi lausna til lengri tíma.

24.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 923. fundar, dagsett 6. júlí 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

25.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 924. fundar, dagsett 13. júlí 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

26.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 925. fundar, dagsett 20. júlí 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

27.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 926. fundar, dagsett 26. júlí 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

28.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 927. fundar, dagsett 3. ágúst 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:05.