Skipulagsráð

418. fundur 28. febrúar 2024 kl. 08:15 - 11:00 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson varaformaður
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • Pétur Ingi Haraldsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista sat fundinn í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur.

1.Skipulagsmál sjúkrahússins á Akureyri (SAK)

Málsnúmer 2024011399Vakta málsnúmer

Gunnar LIndal Sigurðsson frá Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) kynnti stöðu mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við nýja legudeild. Sigríður Sigurðardóttir og Signý Stefánsdóttir hjá NLSH voru með á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Skipulagsráð þakkar Gunnari, Sigríði og Signýju fyrir kynningu á fyrirhuguðum framkvæmdum við nýja legudeild.

2.Landnotkun svæðis sunnan Naustagötu - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2023121373Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni kynningu lýsing vegna breytingar aðalskipulags á svæði milli Naustagötu og Davíðshaga. Tillagan var kynnt með auglýsingu sem birtist 21. janúar 2024 með athugasemdafresti til 13. febrúar. Engin athugasemd barst en fyrir liggja umsagnir frá Skipulagsstofnun, Norðurorku, Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit og Minjastofnun.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að halda áfram samskiptum við Minjastofnun varðandi mögulegan fornleifauppgröft/fornleifaskráningu á landi Nausta 1 og Nausta 2. Jafnframt að halda áfram vinnu við breytingu á aðalskipulagi svæðisins og breytingu á deiliskipulagi til samræmis.

3.Austursíða 4 - umsókn um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 2023090795Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Akureyrarbæjar 2018-2030 sem nær til svæðis við Austursíðu, til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 31. janúar sl.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Hlíðarfjall - stækkun á deiliskipulagi

Málsnúmer 2024021058Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. febrúar 2024 þar sem Ómar Ívarson f.h. Hlíðarfjalls/Skíðastaða sækir um að stækka deiliskipulagssvæði Hlíðarfjalls til að koma fyrir fyrstu sleðabraut á Íslandi.

Sleðabrautin stendur á pilum ca. 30 cm fyrir ofan jarðyfirborðið og er þetta því afturkræf framkvæmd án verulegs rasks á náttúrunni.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að útfæra tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir útivistarsvæði Hlíðarfjalls í samráði við skipulagsfulltrúa.

5.Hafnarstræti 99-101 - umsókn um byggingaráform

Málsnúmer 2024021247Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. janúar 2024 þar sem að Jón Davíð Ásgeirsson f.h. KK Bygg ehf. sækir um að breyta 2. hæð matshluta 3 af Hafnarstræti 99-101 í 3 íbúðir. Breytt er fyrirkomulagi innandyra á hæðinni og samhliða því eru byggðar svalir sem eru endurteiknaðar og breyttar miðað við áður samþykktar teikningar frá 2006.

Málinu var vísað frá byggingarfulltrúa á 952. fundi þann 1. febrúar 2024.
Skipulagsráð telur að ekki séu forsendur til þess að heimila íbúðir á Miðbæjarsvæði M2 með vísun í stefnumörkun aðalskipulagsins um að almennt sé ekki heimilt að breyta verslunar- og skrifstofurými á þessu svæði í gistirými.

6.Háskólasvæði - uppbygging á reit C

Málsnúmer 2021062236Vakta málsnúmer

Halla Margrét Tryggvadóttir og Jóhannes Baldur Guðmundsson frá Félagsstofnun stútenda á Akureyri (FÉSTA) kynntu tillögu sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun á nýjum stúdentagörðum.
Skipulagsráð þakkar Jóhanni og Höllu fyrir kynninguna.

7.Hulduholt 31 - umsókn um nýja lóð

Málsnúmer 2023111013Vakta málsnúmer

Erindi þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Guðlaugs Óla Þorlákssonar óskar eftir því að lóð við Hulduholt 31, þar sem Guðlaugur er lóðarhafi, verði felld út og Guðlaugi verði úthlutað lóð nr. 29 í staðinn. Málið er nú tekið fyrir aftur þar sem að álit óháðs fagaðila á byggingarhæfi lóðarinnar liggur nú fyrir.

Lagt fram minnisblað frá Verkís dagsett 7. febrúar 2024 varðandi byggingarhæfi lóðarinnar Hulduholt 31.
Skipulagsráð leggur til að umsækjandi fái úthlutað lóð 29 í staðinn fyrir 31 en fellst ekki á lóðarstækkun skv. umsókninni.

Skipulagsráð telur ekki að fella eigi lóð nr. 31 út og er skipulagsfulltrúa falið að skoða hvort að gera þurfi breytingar á þeirri lóð.

8.Miðbær - umsóknir um langtímaleyfi söluvagna

Málsnúmer 2024020432Vakta málsnúmer

Umsóknarfrestur um langtímaleyfi söluvagna fyrir árið 2024 rann út þann 25. janúar sl. 4 umsóknir bárust um þau þrjú langtímaleigustæði sem auglýst voru laus til úthlutunar.
Skipulagsráð samþykkir eftirfarandi úthlutun langtímaleyfa:


- Thomas Piotr ehf., langtímaleyfi til 12 mánaða fyrir matarvagn í Hafnarstræti.

- MF ehf. (Moe´s), langtímaleyfi til 12 mánaða fyrir matarvagn við Ráðhústorg.

- Karin Spanjol, langtímaleyfi til 12 mánaða fyrir matarvagn í Hafnarstræti.


Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

9.Bifreiðastæðasjóður - verklagsreglur um breytingar á gjaldskyldu og annarri flokkun bifreiðastæða

Málsnúmer 2024011019Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. febrúar 2024:

Lagðar fram til samþykktar Verklagsreglur um breytingar á gjaldskyldu og flokkun bifreiðastæða og verklag við eftirlit, framfylgd reglna og rekstur bifreiðastæða.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir verklagsreglurnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til skipulagsráðs.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi verklagsreglur og vísar þeim til bæjarráðs.

10.Umsókn um viðburð í bænum - Snocross á Akureyrarvelli

Málsnúmer 2024021176Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. febrúar 2024 þar sem að Bjarki Sigurðsson f.h. KKA akstursíþróttafélags sækir um að fá að halda bikarmót í Snocross á Akureyrarvelli 29. mars 2024.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út leyfi.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð bendir KKA jafnframt á að vinna þurfi framkvæmdina í samstarfi við Knattspyrnufélag Akureyrar sem hefur afnotarétt af Akureyrarvelli.

11.Hofsbót 1 - umferðaröryggi

Málsnúmer 2024011639Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. febrúar 2024:

Lagt fram minnisblað dagsett 31. janúar 2024 varðandi umferðaröryggi um Hofsbót 1 frá Hofi og upp í miðbæ Akureyrar.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð telur mikilvægt að tryggja umferðaröryggi þeirra sem ekki eru á bíl á umræddu svæði eins fljótt og auðið er og vísar málinu til skipulagsráðs.

Skipulagsráð telur framkvæmd þessarar gangstéttar ekki tímabæra í ljósi þess að lóðin Hofsbót 1 verður boðin út á næstunni og ráðið telur skynsamlegast að þessi framkvæmd verði unnin samhliða þeirri vinnu. Jafnframt telur ráðið mikilvægt að gangandi umferð sem kemur yfir Glerárgötu frá Hofi verði beint til suðurs meðfram Glerárgötu í átt að miðbænum með áberandi hætti.

12.Reglur um frágang framkvæmda í bæjarlandinu

Málsnúmer 2023120857Vakta málsnúmer

Liður 14 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. febrúar 2024:

Lagðar fram til samþykktar verklagsreglur um yfirborðsfrágang vegna framkvæmda í bæjarlandinu.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna og Eiríkur Jónasson verkefnastjóri viðhalds gatna og stíga sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir verklagsreglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til skipulagsráðs.
Skipulagsráð samþykkir framlagðar verklagsreglur fyrir sitt leyti og vísar þeim áfram til bæjarráðs.

13.Sjafnargata 1B - ósk um frest til framkvæmda

Málsnúmer 2024021253Vakta málsnúmer

Erindi Ingólfs F. Guðmundssonar Kollgátu dagsett 21. febrúar 2024, f.h. lóðarhafa Sjafnargötu 1B, þar sem óskað er eftir a.m.k. 12. mánaða fresti til framkvæmda.
Skipulagsráð samþykkir að veita 3ja mánaða frest til að koma með tillögu að uppbyggingu á lóðinni.

14.Naustagata 13 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022100088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. febrúar 2024 þar sem að Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Kistu byggingarfélags óskar eftir framkvæmdafresti fyrir Naustagötu 13.
Skipulagsráð samþykkir ekki að veita frekari frest til framkvæmda á lóðinni, sem að mati skipulagsráðs rennur út 5. júní 2024.

15.Oddeyrarbót 2 - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2016010085Vakta málsnúmer

Erindi Rannveigar Grétarsdóttur dagsett 23. mars 2024, f.h. Hvalaskoðunar Akureyri ehf., þar sem óskað er eftir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir gámahús á lóðinni þar til nýtt hús verður tekið í notkun.
Skipulagsráð samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir gámahús á lóðinni til 1. september 2024. Tryggja þarf að húsið hafi ekki neikvæð áhrif á uppbyggingu á aðliggjandi lóðum. Staðsetning verði útfærð í samráði við byggingarfulltrúa.

16.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 953. fundar, dagsett 8. febrúar 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

17.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 954. fundar, dagsett 15. febrúar 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:00.