Skipulagsráð

399. fundur 29. mars 2023 kl. 08:15 - 10:29 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson varaformaður
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista mætti í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur.

1.Háskólasvæði - uppbygging á reit C

Málsnúmer 2021062236Vakta málsnúmer

Kynningu á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri lauk þann 5. febrúar sl. Sjö ábendingar bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands og Norðurorku.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 1. mars sl. Var afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að vinna að framhaldi málsins í samvinnu við umsækjanda.

Er nú lögð fram breytt tillaga þar sem gert er ráð fyrir tveimur nýjum lóðum í stað þriggja auk þess sem lóð C er minnkuð frá fyrri tillögu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi með minniháttar breytingum í samræmi við umræður á fundinum og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Móahverfi - uppfærsla deiliskipulags

Málsnúmer 2023031289Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Landslags ehf. að breytingu á deiliskipulagi Móahverfis.

Breytingin er til komin vegna endanlegrar hönnunar hverfisins en í samræmi við þá hönnun er þörf á nokkrum breytingum innan skipulagssvæðisins.

Breyting á deiliskipulagi felst m.a. í að bætt er við hljóðmön, kvöð um gangstéttir, stíga og lagnir, lóðastærðir breytast lítillega, akstursleið strætisvagna er skilgreind ásamt kvöð um kjallara undir einstaka húsum.

Meðfylgjandi eru deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

3.Torfunefsbryggja - breyting á deiliskipulagi miðbæjar

Málsnúmer 2022090822Vakta málsnúmer

Lögð fram endurbætt tillaga Nordic arkitektastofu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi fyrir Torfunef. Tillagan felur í sér að svæðinu er skipt í þrjár lóðir, byggingarreitum er fjölgað og afmörkun hafnarsvæðis er breytt. Einungis verður gert ráð fyrir bílastæðum fyrir hreyfihamlaða auk hjólastæða. Þá verður aðkomu að svæðinu breytt og settir skilmálar um yfirbragð og notkun byggingarreita.

Meðfylgjandi eru skipulagsuppdrættir.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 10. janúar sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu á vinnslustigi og að hún verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar breytingum í samráði við skipulagsfulltrúa.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista, Jón Hjaltason óflokksbundinn og Hilda Jana Gísladóttir S-lista óska bókað eftirfarandi:

Við ítrekum mikilvægi þess að farið verði í að klára bílastæði við Hof og verði horft til þess í fjárhagsáætlanagerð haustið 2023 og einnig verði gönguleið yfir Glerárgötu sett í forgang.

4.Birkilundur 13 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023030643Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. mars 2023 þar sem Rúnar Héðinn Bollason sækir um stækkun byggingarreits á lóð nr. 13 við Birkilund.

Meðfylgjandi er mæliblað.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til nánari útfærsla liggur fyrir.
Fylgiskjöl:

5.Geirþrúðarhagi 5 - fyrirspurn um byggingaráform

Málsnúmer 2023030596Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. mars 2023 þar sem Ragnhildur Þorgeirsdóttir leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu sólskála í Geirþrúðarhaga 5. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir og samþykki meðeigenda.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi 3. áfanga Naustahverfis til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Matthíasarhaga 1.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

6.Hulduholt 21-31 - breyting á skilmálum deiliskipulags

Málsnúmer 2023031304Vakta málsnúmer

Í deiliskipulagi fyrir Holtahverfi norður eru skilmálar um fallvörn við austurenda lóða nr. 21-31 við Hulduholt og er kvöð um slíkt merkt inn á mæliblöð. Við hönnun húsa á umræddum lóðum hefur komið í ljós að sums staðar getur verið erfitt að koma fyrir fallvörn á lóðamörkum. Því er lagt til að staðsetning fallvarna verði frjáls. Lóðarhafar aðliggjandi lóða þurfa áfram að samþykkja framkvæmdir á lóðarmörkum.
Skipulagsráð samþykkir að skilmálar deiliskipulags verði túlkaðir með þeim hætti að gerð er krafa um fallvörn á austurhluta lóðar en ekki sett skilyrði að hún skuli staðsett á lóðarmörkum.

Að mati skipulagsráðs er um svo óverulegt frávik að ræða að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi með vísan í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

7.Álfaholt 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2023030781Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. mars 2023 þar sem Einar Guðmundsson sækir um lóð nr. 1 við Álfaholt. Meðfylgjandi eru yfirlýsing viðskiptabanka og greinargerð um byggingaráform.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

8.Krákustígur 1 - umsókn um lóðarleigusamning

Málsnúmer 2023030640Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. mars 2023 þar sem Einar Ólafur Einarsson óskar eftir að gerður verði lóðarleigusamningur fyrir lóð nr. 1 við Krákustíg.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

9.Akureyrarvöllur - Íslandsmót í snjókrossi

Málsnúmer 2022111207Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2023 þar sem Bjarki Sigurðsson f.h. KKA akstursíþróttafélags sækir um leyfi til að halda Íslandsmeistaramót í Snocross á Akureyrarvelli um helgi á tímabilinu 1.- 30. apríl 2023.

Þann 14. desember sl. samþykkti skipulagsráð útgáfu leyfis fyrir samskonar viðburð þann 25. febrúar 2023 en ekki var unnt að halda þann viðburð vegna snjóleysis.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út leyfi.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

10.Hvítbók um samgöngumál - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2023030744Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að hvítbók um samgöngumál ásamt umhverfismatsskýrslu sem innviðaráðuneytið hefur lagt fram í samráðsgátt til kynningar og umsagnar.

Umsagnarfrestur er veittur til 21. apríl 2023.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

11.Lækjarvellir Hörgársveit - umsagnarbeiðni um deiliskipulag

Málsnúmer 2023030851Vakta málsnúmer

Erindi Hörgársveitar dagsett 16. mars 2023 þar sem óskað er umsagnar Akureyrarbæjar um tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Lækjarvelli.

Umsagnarfrestur er veittur til 3. apríl 2023.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

12.Stækkun Keflavíkurflugvallar - umsögn um mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 2023030648Vakta málsnúmer

Erindi Skipulagsstofnunar dagsett 13. mars 2023 þar sem farið er fram á umsögn Akureyrarbæjar um umhverfismatsskýrslu um fyrirhugaða stækkun Keflavíkurflugvallar.

Umsagnarfrestur er veittur til 2. maí 2023.

13.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 907. fundar, dagsett 16. mars 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

14.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 908. fundar, dagsett 23. mars 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 10:29.