Hlíðarfjall - framtíðarstarfsemi og rekstur

Málsnúmer 2020061017

Vakta málsnúmer

Stjórn Hlíðarfjalls - 4. fundur - 24.06.2020

Umræða um fyrirkomulag á rekstri einstakra eininga í starfsemi Hlíðarfjalls.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að fela starfsmanni að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér rekstur einstakra þátta í starfsemi Hlíðarfjalls, eins og veitingasölu, skíðakennslu og snjótroðslu.

Stjórn Hlíðarfjalls - 5. fundur - 02.09.2020

Lagt fram minnisblað frá Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmanni.
Stjórnin telur æskilegt að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum til að koma að rekstri Hlíðarfjalls, annað hvort að hluta eða öllu leyti og felur starfsmanni að undirbúa málið.


Stjórnin mun koma saman á vinnufundi þriðjudaginn 8. september nk. til að fara betur yfir framtíðarrekstrarstarfsemi Hlíðarfjalls.

Stjórn Hlíðarfjalls - 6. fundur - 16.09.2020

Lagt fram minnisblað Kristins J. Reimarssonar sviðsstjóra samfélagssviðs og Ingu Þallar Þórgnýsdóttur bæjarlögmanns varðandi útvistun á starfsemi.

Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3697. fundur - 17.09.2020

Farið yfir rekstur Hlíðarfjalls.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að fela stjórn Hlíðarfjalls að skoða möguleika á útvistun starfseminnar og leggja niðurstöður þeirrar skoðunar fyrir bæjarráð fyrir 1. október nk.

Stjórn Hlíðarfjalls - 7. fundur - 05.10.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 29. september 2020 frá Brynju Björgu Halldórsdóttur f.h. Ríkiskaupa vegna úthýsingar á rekstri Hlíðarfjalls.
Stjórn Hlíðarfjalls felur starfsmönnun að vinna áfram gögn í málinu þannig að hægt sé að bjóða reksturinn út strax á nýju ári og nýir rekstraraðilar taki við á vormánuðum.

Stjórn Hlíðarfjalls - 11. fundur - 17.02.2021

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri gerði grein fyrir vinnu við gerð útboðsgagna vegna úthýsingar á rekstri Hlíðarfjalls.

Inga Þöll Þórgnýrsdóttir bæjarlögmaður og Stefán Gunnarsson svæðisstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Stjórn Hlíðarfjalls - 12. fundur - 09.03.2021

Farið yfir útboðsgögn vegna fyrirhugaðrar úthýsingar á rekstri Hlíðarfjalls.
Stjórn Hlíðarfjalls felur sviðsstjóra að koma á framfæri athugasemdum sem komu fram á fundinum.

Stjórn Hlíðarfjalls - 13. fundur - 07.04.2021

Farið yfir útboðsgögn í tengslum við fyrirhugað útboð á rekstri Hlíðarfjalls.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að gengið verði til samninga við Ríkiskaup um utanumhald á útboði.

Stjórn Hlíðarfjalls - 14. fundur - 17.05.2021

Útboðsgögn lögð fram til samþykktar.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir útboðsgögnin fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar þeim til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3729. fundur - 03.06.2021

Liður 1 í fundargerð stjórnar Hlíðarfjalls dagsettri 17. maí 2021:

Útboðsgögn lögð fram til samþykktar.

Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir útboðsgögnin fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar þeim til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra samfélagssviðs, bæjarlögmanni og sviðsstjóra fjársýslusviðs að uppfæra gögnin í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
Gunnar Gíslason D-lista vék af fundi kl. 10:48.

Bæjarráð - 3730. fundur - 10.06.2021

Liður 1 í fundargerð stjórnar Hlíðarfjalls dagsettri 17. maí 2021:

Útboðsgögn lögð fram til samþykktar.

Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir útboðsgögnin fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar þeim til bæjarráðs.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 3. júní sl. og var sviðsstjóra samfélagssviðs, bæjarlögmanni og sviðsstjóra fjársýslusviðs þá falið að uppfæra gögnin í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum framlögð útboðsgögn og að útboð á rekstrinum verði auglýst.

Stjórn Hlíðarfjalls - 15. fundur - 29.06.2021

Farið yfir lokaútgáfu af útboðsgögnum vegna reksturs Hlíðarfjalls.

Stjórn Hlíðarfjalls - 16. fundur - 01.09.2021

Farið yfir gögn sem tengjast útboði á rekstri Hlíðarfjalls.

Dan Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fundinn undir þessum lið.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að rekstur Hlíðarfjalls verði hjá Akureyrarbæ skíðaveturinn 2021 til 2002 en skoðað verði með útboð á einstökum þáttum s.s. á skíðakennslu, veitingarekstri, snjótroðslu og skíðaleigu.

Útboð á heildarrekstri Hlíðarfjalls verður tekið til endurskoðunar á árinu 2022.

Bæjarráð - 3738. fundur - 09.09.2021

Liður 1 í fundargerð stjórnar Hlíðarfjalls dagsettri 1. september 2021:

Farið yfir gögn sem tengjast útboði á rekstri Hlíðarfjalls.

Dan Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fundinn undir þessum lið.

Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að rekstur Hlíðarfjalls verði hjá Akureyrarbæ skíðaveturinn 2021 til 2002 en skoðað verði með útboð á einstökum þáttum s.s. á skíðakennslu, veitingarekstri, snjótroðslu og skíðaleigu.

Útboð á heildarrekstri Hlíðarfjalls verður tekið til endurskoðunar á árinu 2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.