Bæjarráð

3738. fundur 09. september 2021 kl. 08:15 - 09:19 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Nökkvi, félag siglingamanna - rekstrarsamningur um siglingahús

Málsnúmer 2021080462Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 1. september 2021:

Lagður fram til samþykktar rekstrarsamningur við Siglingaklúbbinn Nökkva vegna reksturs á nýrri aðstöðu fyrir klúbbinn.

Frístundaráð samþykkir samninginn. Jafnframt samþykkir ráðið að óska eftir viðauka að upphæð kr. 1.953.000 með því að færa fjármagn á milli kostnaðarstöðva innan málaflokks 106. Af kostnaðarstöð 1062700 Vinnuskóli og yfir á 1066150 Siglingasvæði.

Frístundaráð lýsir yfir mikilli ánægju með nýtt húsnæði fyrir Siglingaklúbbinn Nökkva og vonar að starfsemin haldi áfram að blómstra sem aldrei fyrr.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista leggur áherslu á að áður en farið er í að framkvæma eftir uppbyggingaskýrslu íþróttamannvirkja sé farið í að kostnaðargreina rekstur og reglulegt viðhald áður en lagt er í framkvæmdir. Um leið fagnar hún þessum áfanga sem náðst hefur með þessari tímabæru uppbyggingu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn með fimm samhljóða atkvæðum. Jafnframt samþykkir bæjarráð beiðni frístundaráðs um viðauka vegna millifærslu milli kostnaðarstöðva og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðaukann.

2.Hafnarstræti 16

Málsnúmer 2021081099Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 27. ágúst 2021:

Tekin fyrir beiðni frá velferðarsviði varðandi tilfærslu á framkvæmdum á framkvæmdaáætlun. Óskað er eftir því að framkvæmdir við Hafnarstræti 16 fari fram fyrir framkvæmdir við Nonnahaga í framkvæmdaröð vegna velferðarmála.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti breytta forgangsröðun á framkvæmdaáætlun þar sem framkvæmdir við Hafnarstræti 16 eru færðar fremst og vísar því til bæjarráðs til afgreiðslu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir breytta forgangsröðun í framkvæmdaáætlun vegna velferðarmála með fimm samhljóða atkvæðum og vísar málinu að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar.

3.Hlíðarfjall - framtíðarstarfsemi og rekstur

Málsnúmer 2020061017Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð stjórnar Hlíðarfjalls dagsettri 1. september 2021:

Farið yfir gögn sem tengjast útboði á rekstri Hlíðarfjalls.

Dan Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fundinn undir þessum lið.

Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að rekstur Hlíðarfjalls verði hjá Akureyrarbæ skíðaveturinn 2021 til 2002 en skoðað verði með útboð á einstökum þáttum s.s. á skíðakennslu, veitingarekstri, snjótroðslu og skíðaleigu.

Útboð á heildarrekstri Hlíðarfjalls verður tekið til endurskoðunar á árinu 2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Stjórnsýslubreytingar 2021 - ráðning í starf sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs

Málsnúmer 2021080500Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir stöðu mála.

5.Greið leið ehf. - aðalfundur 2021

Málsnúmer 2021090075Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. september 2021 frá Eyþóri Björnssyni stjórnarformanni Greiðrar leiðar ehf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins sem haldinn verður þriðjudaginn 14. september nk. Fundurinn verður fjarfundur og hefst kl. 13:00.
Bæjarráð felur Guðmundi Baldvin Guðmundssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

6.Drög að breytingum á leiðbeiningum um ritun fundargerða nr. 22/2013 og notkun fjarfundarbúnaðar nr. 1140/2013 í samráðsgátt

Málsnúmer 2021090121Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að breytingum á leiðbeiningum um ritun fundargerða nr. 22/2013 og notkun fjarfundarbúnaðar nr. 1140/2013 sem hafa verið birt í samráðsgátt. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drögin, eigi síðar en 13. september 2021.

Drögin má finna á slóðinni: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3038

7.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2021

Málsnúmer 2021020095Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 900. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 26. ágúst 2021.

Fundi slitið - kl. 09:19.