Stjórn Hlíðarfjalls

6. fundur 16. september 2020 kl. 15:00 - 16:30 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Guðmundur Baldvin Guðmundsson mætti í forföllum Andra Teitssonar.

1.Hlíðarfjall - framtíðarstarfsemi og rekstur

Málsnúmer 2020061017Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Kristins J. Reimarssonar sviðsstjóra samfélagssviðs og Ingu Þallar Þórgnýsdóttur bæjarlögmanns varðandi útvistun á starfsemi.

Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs.

2.Hlíðarfjall - gjaldskrá

Málsnúmer 2020090392Vakta málsnúmer

Tillaga að gjaldskrá 2020 - 2021 lögð fram til samþykktar.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir framlagða gjaldskrá með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

3.Beiðni um samstarf vegna sölu á lyftukortum í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2020090436Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. september 2020 frá Sigrúnu Sigmundsdóttur hótelsstjóra Icelandair Hotels á Akureyri þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi við Hlíðarfjall.
Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 16:30.