Stjórn Hlíðarfjalls

7. fundur 05. október 2020 kl. 12:30 - 13:45 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Andri Teitsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Hlíðarfjall - framtíðarstarfsemi og rekstur

Málsnúmer 2020061017Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 29. september 2020 frá Brynju Björgu Halldórsdóttur f.h. Ríkiskaupa vegna úthýsingar á rekstri Hlíðarfjalls.
Stjórn Hlíðarfjalls felur starfsmönnun að vinna áfram gögn í málinu þannig að hægt sé að bjóða reksturinn út strax á nýju ári og nýir rekstraraðilar taki við á vormánuðum.

2.Hlíðarfjall - gjaldskrá

Málsnúmer 2020090392Vakta málsnúmer

Umræða um gjaldskrármál Hlíðarfjalls.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á gjaldskrá. Stjórnin leggur til vegna COVID að veittur verði í vetur 50% afsláttur af vetrarkortum fyrir börn þannig að öll vetrarkort barna verði á 7.000 kr. Stjórn Hlíðarfjalls vísar gjaldskránni til staðfestingar í bæjarstjórn.

3.Beiðni um samstarf vegna sölu á lyftukortum í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2020090436Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. september 2020 frá Sigrúnu Huldu Sigmundsdóttur hótelstjóra Icelandair Hotels á Akureyri þar sem óskað er eftir samstarfi um sölu á lyftukortum í Hlíðarfjall.
Stjórn Hlíðarfjalls getur ekki orðið við erindinu en felur formanni og sviðsstjóra samfélagssviðs að ræða við bréfritara um samstarf á breiðari grunni.

4.Skíðafélag Akureyrar - samningur vegna aðstöðu

Málsnúmer 2019110186Vakta málsnúmer

Samningur við Skíðafélag Akureyrar lagður fram til kynningar.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að fela sviðsstjóra samfélagssviðs að fara yfir samninginn með SKA.

5.Hlíðarfjall - rekstur 2020

Málsnúmer 2020020385Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Stefáni Gunnarssyni starfandi forstöðumanni Hlíðarfjalls ásamt upplýsingum um 8 mánaða stöðu.

6.Zalibuna ehf - umsókn um afnot af aðstöðunni í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2014090022Vakta málsnúmer

Farið yfir samningsdrög við Zalibunu ehf.
Stjórn Hlíðarfjalls telur verkefnið áhugavert og felur sviðsstjóra samfélagssviðs að halda samtalinu áfram við forsvarsmenn Zalibunu.

Fundi slitið - kl. 13:45.