Stjórn Hlíðarfjalls

13. fundur 07. apríl 2021 kl. 13:00 - 14:15 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Andri Teitsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður hlíðarfjalls
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Hlíðarfjall - framtíðarstarfsemi og rekstur

Málsnúmer 2020061017Vakta málsnúmer

Farið yfir útboðsgögn í tengslum við fyrirhugað útboð á rekstri Hlíðarfjalls.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að gengið verði til samninga við Ríkiskaup um utanumhald á útboði.

2.Samningur um veitingarekstur í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2021040162Vakta málsnúmer

Tölvupóstur dagsettur 31. mars 2021 frá Gauta Reynissyni f.h. AnnAssist ehf. þar sem óskað er eftir því að samningi vegna veitingareksturs í Hlíðarfjalli verði rift þar sem, að mati bréfritara, forsendur fyrir samningi séu brostnar þar sem takmarkanir á vínveitingaleyfi frá sýslumanni séu með þeim hætti að rekstrarforsendur sem lagt var upp með gangi ekki upp.


Halla Björk Reynisdóttir bar upp vanhæfi í málinu og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.
Stjórn Hlíðarfjalls felur Kristni J. Reimarssyni sviðsstjóra, Brynjari Helga Ásgeirssyni forstöðumanni Hlíðarfjalls og Andra Teitssyni að funda með fulltrúum AnnAssist ehf.

Fundi slitið - kl. 14:15.