Stjórn Hlíðarfjalls

4. fundur 24. júní 2020 kl. 08:15 - 10:15 Hlíðarfjall
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Andri Teitsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Hlíðarfjall - rekstur 2020

Málsnúmer 2020020385Vakta málsnúmer

Farið yfir fjögurra mánaða rekstrarstöðu Hlíðarfjalls. Undir þessum lið sátu eftirtaldir starfsmenn fundinn:

Stefán Gunnarsson svæðisstjóri, Óskar Ingólfsson skíðasvæðisöryggisfulltrúi, Jón Páll Eyjólfsson skíðasvæðisöryggisfulltrúi, Valdimar Ólafsson umsjónarmaður véla og tækja og Vilhelm Hafþórsson vélamaður.
Stjórn Hlíðarfjalls þakkar starfsmönnum fyrir góðar og upplýsandi umræður.

2.Beiðni forstöðumanns um kaup á gröfu

Málsnúmer 2020050263Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 28. apríl 2020 frá Guðmundi Karli Jónssyni forstöðumanni Hlíðarfjalls þar sem óskað er eftir fjárveitingu til að kaupa gröfu þar sem Vinnueftirlitið hefur bannað notkun á vél, árgerð 1991, sem Hlíðarfjall á. Viðgerðarkostnaður er um 5 milljónir króna. Erindið var áður á dagskrá stjórnar Hlíðarfjalls þann 18. maí sl. og var þá afgreiðslu frestað þar til liggur fyrir frekari greining á fjárhagsstöðu Hlíðarfjalls.

Stefán Gunnarsson svæðisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Hlíðarfjalls felur Stefáni Gunnarssyni svæðsstjóra að kanna með verð á notaðri vél.

3.Beiðni um samstarf vegna fjallahjólabrautar

Málsnúmer 2020050262Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 8. maí 2020 frá Ágústi Erni Pálssyni formanni Hjólreiðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir samstarfi við Akureyrarbæ um fjallahjólabraut. Erindið var áður á dagskrá stjórnar Hlíðarfjalls þann 18. maí sl. og þá var forstöðumanni Hlíðarfjalls falið að leggja mat á kostnað við þá liði sem snúa að hugsanlegu framlagi Hlíðarfjalls til þessa samstarfs um fjallahjólabraut.

Áætlaður kostnaður er um 6 milljónir króna og þar af er vélakostnaður 4,5 milljónir.

Stefán Gunnarsson svæðisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Hlíðarfjalls mun taka afstöðu til erindisins þegar ákvörðun um kaup á notaðri gröfu/beltavél sem hægt verður að nýta í verkið liggur fyrir.

4.Skíðafélag Akureyrar - samningur vegna aðstöðu

Málsnúmer 2019110186Vakta málsnúmer

Til umræðu samningur við Skíðafélag Akureyrar vegna aðstöðu í Hlíðarfjalli.

Kristrún Lind Birgisdóttir formaður skíðafélagsins mætti á fundinn.
Stjórn Hlíðarfjalls felur starfsmanni að vinna málið áfram þannig að hægt verði að ganga frá samningi fyrir 1. september nk.

5.Hlíðarfjall - framtíðarstarfsemi og rekstur

Málsnúmer 2020061017Vakta málsnúmer

Umræða um fyrirkomulag á rekstri einstakra eininga í starfsemi Hlíðarfjalls.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að fela starfsmanni að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér rekstur einstakra þátta í starfsemi Hlíðarfjalls, eins og veitingasölu, skíðakennslu og snjótroðslu.

Fundi slitið - kl. 10:15.