Bæjarráð

3697. fundur 17. september 2020 kl. 08:15 - 11:09 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Bjarg íbúðafélag - umsókn um stofnframlag 2018-2019

Málsnúmer 2018110037Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi Akureyrarbæjar og Bjargs íbúðafélags hses. um stofnframlag til byggingar á 31 almennri íbúð við Guðmannshaga 2 á Akureyri.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning með fimm samhljóða atkvæðum og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd bæjarins.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021-2024

Málsnúmer 2020030454Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Lántaka Akureyrarbæjar 2020

Málsnúmer 2020090430Vakta málsnúmer

Rætt um lántöku Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að heimila sviðsstjóra fjársýslusviðs að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir allt að þrjá milljarða króna.

4.Hlíðarfjall - framtíðarstarfsemi og rekstur

Málsnúmer 2020061017Vakta málsnúmer

Farið yfir rekstur Hlíðarfjalls.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að fela stjórn Hlíðarfjalls að skoða möguleika á útvistun starfseminnar og leggja niðurstöður þeirrar skoðunar fyrir bæjarráð fyrir 1. október nk.

5.Hlíðarfjall - gjaldskrá

Málsnúmer 2020090392Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga stjórnar Hlíðarfjalls að gjaldskrá Hlíðarfjalls með gildistíma frá hausti 2020 til hausts 2021.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána með fimm samhljóða atkvæðum með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

6.Félagsleg liðveisla - breytingar

Málsnúmer 2020060298Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 24. júní 2020:

Í nokkurn tíma hefur staðið til að færa félagslega liðveislu, kostnaðarstöð 1025380, frá búsetusviði til samfélagssviðs þar sem allur stuðningur við tómstundatengda þjónustu er þá á sama stað.

Velferðarráð samþykkir að flytja félagslega liðveislu frá búsetu- til samfélagssviðs og felur sviðsstjóra að vinna að málinu áfram.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að félagsleg liðveisla færist frá búsetusviði til samfélagssviðs frá og með 1. janúar 2021.

7.Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna 2020

Málsnúmer 2019100167Vakta málsnúmer

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 8. september 2020 þar sem sagt er frá því að árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaganna verði í þetta sinn með breyttu sniði í ljósi aðstæðna. Ráðstefnan verður 1. og 2. október nk. og verður alfarið á netinu í 2 tíma hvorn dag. Í kjölfarið verða svo vikulegir fundir út október þar sem farið verður í sérstök málefni sem að tengjast fjármálum sveitarfélaga. Þeir fundir verða kynntir sérstaklega þegar nær dregur.

8.SSNE - ársþing 2020

Málsnúmer 2020030678Vakta málsnúmer

Rætt um ársþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) 2020 sem haldið verður í Laugarborg, Eyjafjarðarsveit 9. og 10. október næstkomandi. Tillögur og ályktanir annarra en stjórnar skulu hafa borist stjórn eigi síðar en 2 vikum fyrir ársþingið, þ.e. 25. september.

9.Áskorun frá Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa

Málsnúmer 2020090225Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar ódagsett erindi, móttekið 8. september 2020, frá Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa þar sem skorað er á ráðherra, alþingismenn og sveitarstjórnarfólk að tryggja íslenskum handverksbrugghúsum rétt til að selja gestum sínum vörur á staðnum og gegnum netverslun.

10.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2019-2020

Málsnúmer 2020020650Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 12. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra dagsett 2. september 2020.

Fundargerðir stjórnarinnar er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.ssne.is/is/fundargerdir/stjorn-ssne

11.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), 175. mál 2020

Málsnúmer 2020090382Vakta málsnúmer

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða var birt í samráðsgátt stjórnvalda 4. september 2020. Athugasemdafrestur er til og með 18. september 2020.

Málið er að finna á samráðsgáttinni á eftirfarandi slóð: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2764
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn um málið.

Fundi slitið - kl. 11:09.