Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarbæjar um þjónustu Öldrunarheimila Akureyrar

Málsnúmer 2020040564

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3681. fundur - 30.04.2020

Rætt um samning bæjarins við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur öldrunarheimila.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir og Heimir Haraldsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Einnig mætti á fundinn undir þessum lið Haraldur L. Haraldsson ráðgjafi.
Samkvæmt rammasamningi milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Akureyrarbæjar frá 2016 og þróunarsamningi frá júní 2019 fellur samningur um rekstur Akureyrarbæjar á hjúkrunarheimilum úr gildi 31. desember 2020. Samkvæmt samningi er heimilt að framlengja samninginn tvisvar sinnum um eitt ár.

Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að tilkynna Sjúkratryggingum Íslands og heilbrigðisráðherra að bærinn mun ekki óska eftir framlengingu á rekstrarsamningi milli SÍ og Akureyrarbæjar um rekstur hjúkrunarheimilanna og óskar eftir viðræðum um framtíðarrekstur hjúkrunarheimila og dagþjónustu á Akureyri, innan 30 daga frá tilkynningu þessari.

Það er von Akureyrarbæjar að þegar Sjúkratryggingar Íslands taka yfir rekstur hjúkrunarheimilanna um næstu áramót verði tryggt að þjónustan skerðist ekki frá því sem nú er, frekar að hún verði efld.

Bæjarráð - 3686. fundur - 04.06.2020

Rætt um stöðu viðræðna.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð ítrekar óskir um viðræður sbr. bókun á fundi 30. apríl 2020 og

felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með forstjóra Sjúkratrygginga Íslands sem fyrst.

Bæjarráð - 3688. fundur - 18.06.2020

Lögð fram tillaga um skipan viðræðuhóps vegna formlegra samninga við SÍ um skil á rekstri ÖA.
Bæjarráð skipar Guðmund Baldvin Guðmundsson formann bæjarráðs, Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra og Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmann í viðræðuhóp vegna formlegra samninga um yfirtöku SÍ á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar.
Hilda Jana Gísladóttir vék af fundi kl. 10:50.

Velferðarráð - 1323. fundur - 19.08.2020

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA reifaði niðurstöður og framkvæmd viðræðna Akureyrarbæjar við Sjúkratryggingar Íslands um að HSN taki yfir rekstur ÖA frá og með næstkomandi áramótum.

Öldungaráð - 8. fundur - 31.08.2020

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA mætti á fundinn og gerði grein fyrir þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra að fela HSN að taka tímabundið við rekstri ÖA.
Öldungaráð telur mikilvægt að vernda þá góðu þjónustu sem byggð hefur verið upp á Öldrunarheimilum Akureyrar og fylgst verði með þróun samninga og gæði þjónustu eftir yfirfærslu.

Velferðarráð - 1324. fundur - 02.09.2020

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti stöðu viðræðna um yfirtöku HSN á rekstri ÖA.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3703. fundur - 29.10.2020

Rætt um stöðu mála vegna yfirflutnings rekstrar Öldrunarheimila Akureyrar til ríkisins.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Velferðarráð - 1329. fundur - 18.11.2020

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður kynnti minnisblað sitt dagsett 28. október 2020 um heilbrigðisþjónustu og félagslega þjónustu á ÖA.

Bæjarráð - 3710. fundur - 17.12.2020

Lagður fram viðauki við samning Akureyrarbæjar og Sjúkratrygginga Íslands um þjónustu Öldrunarheimila Akureyrar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð harmar þann drátt sem orðið hefur á yfirtöku ríkisins á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA). Með bréfi dagsettu 5. maí sl. var heilbrigðisráðherra og Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) tilkynnt að sveitarfélagið myndi ekki óska eftir endurnýjun á rekstrarsamningi um ÖA, með gildistíma til 31. desember 2020. Var bréf þetta byggt á ákvörðun bæjarráðs frá 30. apríl. Í kjölfarið hófust viðræður milli aðila og á fundi forstjóra SÍ og forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN), þann 18. ágúst, með fyrirsvarsmönnum Akureyrarbæjar og ÖA ásamt trúnaðarmönnum og forsvarsmönnum stéttarfélaga starfsmanna, var tilkynnt formlega að HSN hefði verið falið að taka yfir rekstur ÖA frá og með næstu áramótum. Nú þegar árið er að renna sitt skeið hefur lítið þokast í málinu af hálfu ríkisins þrátt fyrir ítrekanir og eftirrekstur af hálfu Akureyrarbæjar. Vegna þeirrar stöðu sem upp er komin telur bæjarráð rétt, með hagsmuni skjólstæðinga og starfsfólks ÖA í huga, að samþykkja framlagðan viðauka við þjónustusamning um tímabundna framlengingu þjónustu til loka aprílmánaðar 2021. Bæjarráð ítrekar hins vegar að hér er um tímabundinn samning að ræða og væntir þess að með því gefist SÍ færi á að ljúka yfirtöku rekstrar ÖA með sómasamlegum hætti. Bæjarráð felur bæjarstjóra og rekstrarráði ÖA að fylgja málinu eftir.

Öldungaráð - 12. fundur - 01.03.2021

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar gerði grein fyrir stöðu samningaviðræðna milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarbæjar um rekstur og þjónustu ÖA.
Öldungaráð lýsir yfir áhyggjum á stöðu viðræðna og þeirri óvissu sem ríkir.

Öldungaráð ítrekar bókun frá 31. ágúst 2020 um að mikilvægt sé að vernda þá góðu þjónustu sem byggð hefur verið upp á Öldrunarheimilum Akureyrar og að fylgst verði með samningum og gæðum þjónustu eftir yfirfærslu. Einnig beinir ráðið því til bæjarstjórnar, ef ekki þarf lengur að leggja stórfé í rekstur öldrunarheimila, að þjónusta við eldri borgara sem bærinn ber ábyrgð á t.d. heimaþjónusta og félagsstarf verði bætt. Einnig verði orðið við ýmsum tillögum öldungaráðs, sem snúa að heilsueflingu eldri borgara.

Bæjarráð - 3718. fundur - 04.03.2021

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Heiðar Ásberg Atlason lögmaður fóru yfir stöðu mála varðandi yfirfærslu rekstrar Öldrunarheimila Akureyrar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Heiðari fyrir komuna á fundinn.

Bæjarráð - 3719. fundur - 11.03.2021

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi yfirfærslu rekstrar Öldrunarheimila Akureyrar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3720. fundur - 18.03.2021

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi yfirfærslu rekstrar Öldrunarheimila Akureyrar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3721. fundur - 25.03.2021

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi yfirfærslu rekstrar Öldrunarheimila Akureyrar.

Öldungaráð - 13. fundur - 30.03.2021

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu viðræðna við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustu ÖA.
Öldungaráð þakkar fyrir veittar upplýsingar.

Bæjarráð - 3722. fundur - 08.04.2021

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi yfirfærslu rekstrar Öldrunarheimila Akureyrar.

Bæjarráð - 3723. fundur - 15.04.2021

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi yfirfærslu rekstrar Öldrunarheimila Akureyrar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3725. fundur - 06.05.2021

Rætt um stöðu á yfirfærslu reksturs öldrunarheimilanna frá Akureyrarbæ til Heilsuverndar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3731. fundur - 24.06.2021

Lagt fram yfirlit unnið af sviðsstjóra fjársýslusviðs og Magnúsi Kristjánssyni hjá KPMG um greiðslur Akureyrarbæjar með rekstri ÖA á árunum 2012-2020.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.