Bæjarráð

3681. fundur 30. apríl 2020 kl. 08:15 - 11:12 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Viðbrögð Akureyrarbæjar vegna COVID-19 faraldurs

Málsnúmer 2020030398Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu og viðbragðsáætlanir bæjarins.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir og Heimir Haraldsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum, í ljósi þess ástands sem ríkir, að falla tímabundið frá flutningi á rekstri Punktsins frá Rósenborg yfir í Víðilund. Auk þess er fallið frá tímabundinni lokun Glerárlaugar í sumar. Er sviðsstjóra fjársýslusviðs falið að útbúa viðauka vegna málsins.

2.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2019 - síðari umræða

Málsnúmer 2019090149Vakta málsnúmer

Síðari umræða um ársreikning Akureyrarbæjar fyrir árið 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir og Heimir Haraldsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2019 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

3.Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarbæjar um þjónustu Öldrunarheimila Akureyrar

Málsnúmer 2020040564Vakta málsnúmer

Rætt um samning bæjarins við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur öldrunarheimila.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir og Heimir Haraldsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Einnig mætti á fundinn undir þessum lið Haraldur L. Haraldsson ráðgjafi.
Samkvæmt rammasamningi milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Akureyrarbæjar frá 2016 og þróunarsamningi frá júní 2019 fellur samningur um rekstur Akureyrarbæjar á hjúkrunarheimilum úr gildi 31. desember 2020. Samkvæmt samningi er heimilt að framlengja samninginn tvisvar sinnum um eitt ár.

Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að tilkynna Sjúkratryggingum Íslands og heilbrigðisráðherra að bærinn mun ekki óska eftir framlengingu á rekstrarsamningi milli SÍ og Akureyrarbæjar um rekstur hjúkrunarheimilanna og óskar eftir viðræðum um framtíðarrekstur hjúkrunarheimila og dagþjónustu á Akureyri, innan 30 daga frá tilkynningu þessari.

Það er von Akureyrarbæjar að þegar Sjúkratryggingar Íslands taka yfir rekstur hjúkrunarheimilanna um næstu áramót verði tryggt að þjónustan skerðist ekki frá því sem nú er, frekar að hún verði efld.

4.Glerárskóli - endurbætur D-álmu

Málsnúmer 2020010605Vakta málsnúmer

Liður 21 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 17. apríl 2020:

Lagt fram minnisblað dagsett 16. apríl 2020 vegna vinnu við tengigang D-álmu sem áætlað er að fara í samhliða framkvæmdum á álmunni.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við bæjarráð að fá viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 15.000.000. Færist það inn á framkvæmdaáætlun undir auðkenninu "F31-GLSK_D_ENBA".

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

5.Sundlaug Akureyrar - endurnýjun á kvennaklefa og klefa fyrir fatlaða

Málsnúmer 2019020424Vakta málsnúmer

Liður 22 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 17. apríl 2020:

Lagt fram minnisblað dagsett 2. apríl 2020 varðandi endurnýjun á kvennaklefa og klefa fyrir fatlaða í Sundlaug Akureyrar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við bæjarráð að fá viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 20.000.000. Færist það inn á framkvæmdaáætlun undir auðkenninu "F31-SUL_AK_FATL".

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við bæjarráð að fá viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 30.000.000. Færist það inn á rekstur: 3100 - 1311300 - 45 - 55560 og dreifist það yfir fyrstu 6 mánuði ársins.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

6.Nökkvi siglingaklúbbur - framkvæmdir vegna uppbyggingarsamnings

Málsnúmer 2015030205Vakta málsnúmer

Liður 23 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 17. apríl 2020:

Lagt fram minnisblað dagsett 5. mars 2020 varðandi byggingu þjónustuhúsnæðis Siglingaklúbbsins Nökkva.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við bæjarráð að fá viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 80.000.000. Færist það inn á fjárfestingaráætlun undir auðkenninu "F31-ITH_NOKK_NY". Skiptist það þannig að kr. 40.000.000 færist á árið 2020 og kr. 40.000.000 á árið 2021.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

7.Vinnuskóli 2020 - laun

Málsnúmer 2020040468Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um laun í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2020.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að laun unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2020 miðist við hlutfall af launaflokki 117 í kjarasamningi Einingar-Iðju og Sambands íslenskra sveitarfélaga og verði sem hér segir:

8. bekkur 30% eða 624 kr./klst., 9. bekkur 40% eða 832 kr./klst., 10. bekkur 50% eða 1.040 kr./klst. Greitt er 13,04% orlof til viðbótar við tímakaup. Ákvörðun um tímafjölda sem hverjum árgangi stendur til boða verður tekin þegar fjöldi umsókna liggur fyrir.

8.Sumarstörf fyrir námsmenn - átaksverkefni á vegum ríkis og sveitarfélaga

Málsnúmer 2020040515Vakta málsnúmer

Umfjöllun um fyrirkomulag atvinnuátaks fyrir 18-25 ára í sumar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að afla frekari gagna og leggja fyrir bæjarráð.

9.Mánaðarskýrsla bæjarráðs um starfsmanna- og launamál 2020

Málsnúmer 2020010382Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar mánaðarskýrsla um stöðugildi, yfirvinnu og fleira fyrir janúar-mars 2020.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

10.Ársskýrsla stjórnsýslusviðs 2019

Málsnúmer 2020040107Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar kafli stjórnsýslusviðs í ársskýrslu bæjarins 2019.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

11.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2020

Málsnúmer 2020020118Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 881. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 24. apríl 2020.

Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx
Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um hugsanlegt tekjufall sveitarfélaga og áréttar að nærþjónusta sveitarfélaga í landinu hefur sjaldan verið mikilvægari en einmitt nú. Því leggur bæjarráð áherslu á að ríkissjóður komi að málum með fjölbreyttum almennum aðgerðum og með beinum fjárhagslegum stuðningi til að verja þjónustu og starfsemi sveitarfélaga í landinu öllu. Við þessar aðstæður er mikilvægt að sveitarfélögin hafi nægan fjárhagslegan styrk og svigrúm til þess að halda uppi þjónustu við íbúa, ráðast í nauðsynlega fjárfestingu og uppbyggingu og tryggja framlög til skólahalds, velferðarþjónustu og íþrótta-og menningarstarfsemi svo fátt eitt sé nefnt.

12.Frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, 643. mál

Málsnúmer 2020040522Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 22. apríl 2020 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, 643. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/1094.html
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með framkomnar tillögur um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025.

Fundi slitið - kl. 11:12.