Bæjarráð

3686. fundur 04. júní 2020 kl. 08:15 - 10:24 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

1.Viðbrögð Akureyrarbæjar vegna COVID-19 faraldurs

Málsnúmer 2020030398Vakta málsnúmer

Rætt um reynslu liðinna vikna og hvernig nýta má þá reynslu til framtíðar.

Halldór Sigurður Guðmundsson sérfræðingur og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð lýsir mikilli ánægju með störf og viðbrögð starfsfólks og stjórnenda Akureyrarbæjar vegna COVID-19 faraldursins. Mikilvægt er að sú þekking sem orðið hefur til í viðbrögðum á síðustu mánuðum verði nýtt til uppfærslu á viðbragðsáætlunum. Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að ný þekking og þróun sem orðið hefur á rafrænni þjónustu og lausnum verði nýtt til framþróunar innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Þá skorar bæjarráð á ráðherra sveitarstjórnarmála að heimild til fjarfunda og rafrænnar undirritunar fundargerða verði gerð varanleg.

2.Atvinnumál í Hrísey

Málsnúmer 2020060049Vakta málsnúmer

Rætt um atvinnumál í Hrísey og stöðuna í kjölfar bruna í húsnæði Hrísey Seafood ehf. 28. maí sl.

3.Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2019/2020 - afnám vinnsluskyldu í Hrísey

Málsnúmer 2019100504Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að erindi til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis um afnám vinnsluskyldu á byggðakvóta til Hríseyjar vegna bruna hjá Hrísey Seafood ehf. 28. maí sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn framlagt erindi.

4.Iðnaðarsafnið á Akureyri

Málsnúmer 2004050105Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 28. maí 2020:

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra vegna málsins. Áframhald umræðu frá síðasta fundi.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir við bæjarráð að veittur verði viðauki að upphæð kr. 2.000.000 en heildarkostnaður við verkefnið er kr. 3.800.000.
Bæjarráð samþykkir beiðni stjórnar Akureyrarstofu með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

5.Norðurgata 3 - lóð boðin til kaups

Málsnúmer 2020010057Vakta málsnúmer

Rætt um tilboð til bæjarins um að kaupa Norðurgötu 3.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og felur bæjarlögmanni að ræða við bréfritara.

6.Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarbæjar um þjónustu Öldrunarheimila Akureyrar

Málsnúmer 2020040564Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu viðræðna.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð ítrekar óskir um viðræður sbr. bókun á fundi 30. apríl 2020 og

felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með forstjóra Sjúkratrygginga Íslands sem fyrst.

7.Menningarfélag Akureyrar - rekstur - beiðni um breytingar á framlagi

Málsnúmer 2020030480Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Menningarfélagi Akureyrar dagsett 29. apríl 2020 þar sem óskað er eftir breytingum á framlagi bæjarins til MAk vegna afleiðinga samkomubanns.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

8.Verkefnasjóður Háskólans á Akureyri

Málsnúmer 2012070047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. maí 2020 frá Hólmari Svanssyni framkvæmdastjóra Háskólans á Akureyri þar sem óskað er eftir að framlag Akureyrarbæjar til Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri - Akureyrarsjóðs verði óbreytt á árinu 2020 þrátt fyrir að samningur um Akureyrarsjóð hafi runnið út um síðustu áramót.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að framlengja núgildandi samning til ársloka 2020 enda er gert ráð fyrir framlagi til Verkefnasjóðs HA í fjárhagsáætlun ársins.

9.Héraðsskjalasafnið á Akureyri

Málsnúmer 2020060055Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 29. maí 2020 frá héraðsskjalavörðum í Kópavogi, á Selfossi, í Mosfellsbæ, Höfn í Hornafirði og Búðardal varðandi stöðu Héraðsskjalasafnsins á Akureyri vegna skipulagsbreytinga sem standa fyrir dyrum.
Fylgiskjöl:

10.Landskerfi bókasafna hf. - aðalfundur 2012-2020

Málsnúmer 2012050086Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. maí 2020 frá Sveinbjörgu Sveinsdóttur framkvæmdastjóra f.h. stjórnar Landskerfis bókasafna hf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins fimmtudaginn 11. júní nk. kl. 14:30 í fyrirlestrarsal á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu, Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, Arngrímsgötu 3, Reykjavík.
Bæjarráð felur Karli Guðmundssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

11.Lánasjóður sveitarfélaga - aðalfundur 2020

Málsnúmer 2020030396Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 25. maí 2020 frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins föstudaginn 12. júní 2020 kl. 15:00 á Grand Hótel Reykjavík. Vakin er athygli á því að allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfundinn.
Bæjarráð felur Guðmundi Baldvin Guðmundssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

12.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38 frá 2018 (notendaráð), 838. mál

Málsnúmer 2020050678Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 28. maí 2020 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38 frá 2018 (notendaráð), 838. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. júní nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/1475.html

Fundi slitið - kl. 10:24.