Öldungaráð

12. fundur 01. mars 2021 kl. 09:00 - 11:06 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir
  • Guðný Friðriksdóttir
  • Sigríður Stefánsdóttir fulltrúi ebak
  • Halldór Gunnarsson fulltrúi ebak
  • Valgerður Jónsdóttir fulltrúi ebak
  • Eva Björg Guðmundsdóttir fulltrúi hsn
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Þróunarverkefni um mælaborð - líðan og velferð aldraðra

Málsnúmer 2020100527Vakta málsnúmer

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, Guðný Sverrisdóttir og Svanfríður Jónasdóttir frá Ráðrík ehf. gerðu grein fyrir vinnu við gerð mælaborðs er lýtur að líðan og velferð aldraðra.
Öldungaráð þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar og telur að mælaborðið geti orðið góður grunnur að stefnumótun og ákvörðunum varðandi þjónustu við aldraðra. Öldungaráð lýsir sig reiðubúið til samstarfs um verkefnið.

2.Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarbæjar um þjónustu Öldrunarheimila Akureyrar

Málsnúmer 2020040564Vakta málsnúmer

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar gerði grein fyrir stöðu samningaviðræðna milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarbæjar um rekstur og þjónustu ÖA.
Öldungaráð lýsir yfir áhyggjum á stöðu viðræðna og þeirri óvissu sem ríkir.

Öldungaráð ítrekar bókun frá 31. ágúst 2020 um að mikilvægt sé að vernda þá góðu þjónustu sem byggð hefur verið upp á Öldrunarheimilum Akureyrar og að fylgst verði með samningum og gæðum þjónustu eftir yfirfærslu. Einnig beinir ráðið því til bæjarstjórnar, ef ekki þarf lengur að leggja stórfé í rekstur öldrunarheimila, að þjónusta við eldri borgara sem bærinn ber ábyrgð á t.d. heimaþjónusta og félagsstarf verði bætt. Einnig verði orðið við ýmsum tillögum öldungaráðs, sem snúa að heilsueflingu eldri borgara.

3.Heimaþjónusta

Málsnúmer 2020010597Vakta málsnúmer

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs og Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu kynntu heimaþjónustu á vegum Akureyrarbæjar. Einnig gerðu þær grein fyrir stöðu á félagslegu leiguhúsnæði Akureyrarbæjar.
Öldungaráð þakkar fyrir veittar upplýsingar og leggur áherslu á að samráð verði haft við ráðið um gerð nýrra reglna um heimaþjónustu og verður málið tekið aftur upp á næsta fundi.

4.Máltíðir fyrir eldri borgara

Málsnúmer 2021023268Vakta málsnúmer

Til umræðu tillaga um að Akureyrarbær taki frá grunni til endurskoðunar matarþjónustu sína við eldri borgara.

Karólína Gunnarsdóttir og Bergdís Ösp Bjarkadóttir sátu fundinn undir þessum lið.
Öldungaráð leggur til að Akureyrarbær taki frá grunni til endurskoðunar matarþjónustu sína við eldri borgara.

1. Skoða þarf innkaup og gæðamál, þjónustu og mögulegt samstarf við aðrar stofnanir sem framleiða og selja mat,til dæmis öldrunarheimilin, sjúkrahúsið og Matsmiðjuna.

2. Huga þarf vel að næringarinnihaldi matarins og miða það við eldra fólk og vinna matseðla í samvinnu við það.

3. Huga skal að mikilvægi félagslegrar virkni fyrir heilsu eldri borgara þegar ákvarðanir eru teknar um matarþjónustu. (Maður/matur er manns gaman).

4. Matur þarf að vera til sölu á viðráðanlegu verði. Nú er verð matar til eldri borgara á Akureyri hið hæsta á landinu.

5.Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara

Málsnúmer 2020010595Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur samþykkt að hefja vinnu við aðgerðaráætlun samanber bókun frá fundi þann 4. febrúar sl.

"Meirihluti bæjarráðs óskar eftir því við frístunda- og velferðarráð að mynda samráðshóp um aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara í samræmi við velferðar- og íþróttastefnu Akureyrarbæjar. Meirihluti bæjarráðs leggur til að horft verði sérstaklega til nýútkominnar skýrslu um heilsueflingu aldraðra. Meirihluti bæjarráðs leggur áherslu á að málið verði unnið eins hratt og auðið er."

Óskað er eftir að öldungaráð skipi einn fulltrúa í samráðshóp um gerð aðgerðaáætlunar.
Öldungaráð samþykkir að skipa Sigríði Stefánsdóttur sem fulltrúa í samráðshóp um gerð aðgerðaáætlunar.
Helgi Snæbjarnarson vék af fundi kl. 10:30 og tók Sigríður Stefánsdóttir við stjórn fundarins.

6.Starfsreglur öldungaráðs

Málsnúmer 2020030048Vakta málsnúmer

Starfsreglur öldungaráðs lagðar fram til samþykktar.
Öldungaráð samþykkir starfsreglurnar.

7.Heilsuefling aldraðra - skýrsla starfshóps

Málsnúmer 2021020343Vakta málsnúmer

Skýrsla starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytisins þar sem lagðar eru fram tillögur um heilsueflingu aldraðra lögð fram til kynningar.
Öldungaráð lýsir yfir ánægju með skýrsluna og bendir á að efnistök hennar eru mjög í samræmi við mál og tillögur sem ráðið hefur lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:06.