Velferðarráð

1329. fundur 18. nóvember 2020 kl. 14:00 - 15:50 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Heimir Haraldsson formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri öa
  • Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri búsetusviðs
  • Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarbæjar um þjónustu Öldrunarheimila Akureyrar

Málsnúmer 2020040564Vakta málsnúmer

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður kynnti minnisblað sitt dagsett 28. október 2020 um heilbrigðisþjónustu og félagslega þjónustu á ÖA.

2.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2020

Málsnúmer 2020040595Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit búsetusviðs, fjölskyldusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar janúar - október 2020.

Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið.

3.Barnavernd - 2020

Málsnúmer 2020030698Vakta málsnúmer

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður kynnti stöðu mála í barnavernd. Fyrir liggur minnisblað dagsett 18. nóvember 2020.

4.Fjölsmiðjan á Akureyri - beiðni um endurnýjun rekstrarsamnings 2020

Málsnúmer 2020110223Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Erlingi Kristjánssyni forstöðumanni Fjölsmiðjunnar dagsett 9. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir endurnýjun á samningi vegna reksturs Fjölsmiðjunnar.
Velferðarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að ganga til samninga við Fjölsmiðjuna og vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 15:50.