Bæjarráð

3676. fundur 26. mars 2020 kl. 08:15 - 10:46 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Fjarfundir - leiðbeiningar

Málsnúmer 2020030586Vakta málsnúmer

Kynntar leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga um framkvæmd fjarfunda hjá sveitarfélögum.

2.Viðbrögð Akureyrarbæjar vegna COVID-19 faraldurs

Málsnúmer 2020030398Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu og viðbragðsáætlanir bæjarins.

3.Aðgerðir til viðspyrnu í ljósi komandi samdráttar í þjóðarbúskapnum

Málsnúmer 2020030578Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. mars 2020 þar sem stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga leggur til hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum. Sambandið hvetur ríkisstjórn og Alþingi að gera viðeigandi ráðstafanir svo þær verði að veruleika. Stjórn sambandsins mun áfram fylgjast vel með áhrifum þessa samdráttar og móta frekari tillögur að viðbrögðum sveitarfélaga eftir því sem málum vindur fram.
Bæjarráð telur mikilvægt að þeim hugmyndum og ábendingum sem Samband íslenskra sveitarfélaga leggur til verði fylgt eftir.

Vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á þjónustu leik- og grunnskóla hefur þegar verið brugðist við með breytingu á gjaldtöku þannig að ekki er greitt vegna þjónustu sem ekki er innt af hendi. Engir reikningar verða sendir út vegna skólavistunar og skólamáltíða í grunnskólum fyrir apríl og haldið verður utan um leiðréttingar vegna skertrar þjónustu frá 16.-31. mars 2020. Ekki verður endurgreitt vegna skertar þjónustu heldur horft til þess að inneign gangi upp í þjónustu síðar á skólaárinu.

Leikskólagjöld taka breytingum í samræmi við veitta þjónustu, þ.e. ef barn er annað hvern dag í leikskólanum er innheimt 50% gjald. Þurfi að loka leikskóla fyrir öllum öðrum en forgangshópi er ekki innheimt gjald fyrir þá sem verða fyrir lokun. Þá er ekki innheimt gjald fyrir börn sem foreldrar hafa heima á tímabilinu sem takmörkun á skólahaldi nær til. Niðurfellingin fæst aðeins ef fjarveran er samfelld og/eða reglubundin. Nauðsynlegt er að tilkynna fjarveruna til skólastjórnenda viðkomandi leikskóla. Leiðrétting á skertri þjónustu vegna marsmánaðar fer fram samhliða útgáfu á reikningi vegna aprílmánaðar.

Greiðsluseðlar vegna aprílmánaðar í Tónlistarskólanum verða ekki sendir út fyrr en ljóst er hvernig kennslu verður háttað þar næstu vikurnar. Þá hefur frístundaráð samþykkt að framlengja 6 og 12 mánaða kort í sundlaugar Akureyrar um þann tíma sem laugarnar verða lokaðar.

Bæjarráð staðfestir þessar ákvarðanir og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðauka vegna breytinganna.

4.Erindi/fyrirspurn frá SSNE vegna framkvæmda hjá sveitarfélögum

Málsnúmer 2020030463Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 15. mars 2020 þar sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra kynna erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og óska eftir að fá send áform sveitarfélaga um framkvæmdir og hvaða möguleikar gætu verið á að flýta stærri framkvæmdum í ljósi stöðu og horfa í efnahagsmálum.

Einnig lagt fram til kynningar svar Akureyrarbæjar dagsett 17. mars 2020.

5.Lagning ljósleiðara í Akureyrarbæ - staða verkefnis

Málsnúmer 2020030455Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu lagningar ljósleiðara í Akureyrarbæ.

Gunnar Björn Þórhallsson framkvæmdastjóri Tengis hf. var gestur á fundi bæjarráðs undir þessum lið að hluta.

Í máli Gunnars Björns kom fram að unnið er að þriggja ára áætlun um ljósleiðaralagningu í Akureyrarbæ.

Bæjarráð fagnar því að fyrirhugað sé að leggja fram þriggja ára áætlun um ljósleiðaravæðingu bæjarfélagsins, þ.e. Akureyrar og Hríseyjar. Bæjarráð leggur einnig áherslu á að horft verði sérstaklega til sérstöðu Grímseyjar í nettengingum.

6.Klettaborg 43 - íbúðakjarni

Málsnúmer 2017090011Vakta málsnúmer

Lögð fram yfirlýsing um að Akureyrarbær muni leggja fram eigið fé vegna byggingar Klettaborgar 43 sem nemur þeim hluta stofnvirðis sem stofnframlag er ekki veitt til.
Bæjarráð samþykkir yfirlýsinguna.

7.Akursíða 2 og 4

Málsnúmer 2018060374Vakta málsnúmer

Lögð fram yfirlýsing um að Akureyrarbær muni leggja fram eigið fé vegna kaupa á fimm íbúðum í Akursíðu 2 og 4 sem nemur þeim hluta stofnvirðis sem stofnframlag er ekki veitt til.
Bæjarráð samþykkir yfirlýsinguna.

8.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2020

Málsnúmer 2020010349Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. mars 2020.
Bæjarráð vísar lið 1 til frístundaráðs, lið 2 til samfélagssviðs og lið 3 til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

9.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins

Málsnúmer 2019040004Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð bæjarstjórnar unga fólksins dagsett 10. mars 2020.

10.Styrktarsjóður EBÍ 2020

Málsnúmer 2020030556Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 16. mars 2020 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands (EBÍ) varðandi umsóknir í styrktarsjóð EBÍ 2020. Aðildarsveitarfélag sendir aðeins inn eina umsókn sem skila ber á þar til gerðu eyðublaði. Umsóknir skulu vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Vakin er athygli á því að í reglum úthlutunarsjóðs er kveðið á um að sveitarfélag geti að öllu jöfnu ekki fengið úthlutað styrk tvö ár í röð. Umsóknarfrestur er til aprílloka.

11.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2019-2020

Málsnúmer 2020020650Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra dagsett 11. mars 2020.

Fundargerðir stjórnarinnar er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.eything.is/is/fundargerdir-1/stjorn-ssne

12.Mál til umsagnar hjá nefndasviði Alþingis og í samráðsgátt stjórnvalda

Málsnúmer 2020030456Vakta málsnúmer

Kynnt erindi dagsett 13. mars 2020 frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) sem ætla hér eftir að senda sveitarfélögum og eftir atvikum öðrum hagaðilum, upplýsingar um mál sem eru til umsagnar hjá stjórnvöldum. Felst það í því að senda reglulega upplýsingar um slík mál, vekja athygli á þeim og fresti til að skila umsögn. SSNE verða einnig til taks til að aðstoða sveitarfélögin við ritun umsagna og samræma slíka vinnu þegar fleiri en eitt sveitarfélag vilja sameinast um umsagnir.

13.Kosningalög - drög að frumvarpi í samráðsgátt

Málsnúmer 2020030555Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að frumvarpi til kosningalaga sem birt hafa verið í samráðsgátt. Lagt er til að lögin gildi um kosningar til Alþingis og sveitarstjórna, um framboð og kjör forseta Íslands og um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Starfshópur um endurskoðun kosningalaga tekur við umsögnum og ábendingum til 8. apríl nk.

14.Frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál

Málsnúmer 2020030577Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 21. mars 2020 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 20. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/1130.html

Fundi slitið - kl. 10:46.