Bæjarráð

3631. fundur 14. mars 2019 kl. 08:15 - 11:50 Fundaaðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hulda Sif Hermannsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Stjórnsýslubreytingar - úttekt

Málsnúmer 2017110159Vakta málsnúmer

Rætt var um minnisblað aðstoðarmanns bæjarstjóra, dagsett 21. febrúar 2019, um stöðu innleiðingar stjórnsýslubreytinga sem tóku gildi í ársbyrjun 2017. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 7. mars sl.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram.

2.Nefndalaun - breytingar á reglum 2019

Málsnúmer 2019020403Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á reglum um nefndalaun. Breytingarnar felast í því að greitt verði fyrir fundarsetu í öldungaráði og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á reglum um nefndalaun með 5 samhljóða atkvæðum. Jafnframt felur bæjarráð sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna nefndalauna öldungaráðs og samráðshóps um málefni fatlaðs fólks.

3.Gatnagerðargjöld - endurskoðun á reglum 2019 - afsláttur á gatnagerðargjöldum í Hrísey og Grímsey

Málsnúmer 2019020277Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. febrúar 2019:

Á fundi bæjarráðs 21. febrúar 2019 var samþykkt að óska eftir tillögum frá skipulagsráði um afslátt á gatnagerðargjöldum í Hrísey og Grímsey. Lagt er fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 22. febrúar 2019.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði tímabundinn afsláttur upp á 50%, til tveggja ára, vegna gatnagerðargjalda á lóðum í Hrísey og Grímsey, í samræmi við heimild í grein 5.2. í gjaldskrá gatnagerðargjalda, til að efla uppbyggingu á þeim svæðum.

Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að breyting verði gerð á grein 5.3. í gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að afsláttur vegna jarðvegsdýpis verði að hámarki 75% og gildi fyrir allar byggingarlóðir óháð húsgerðum.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að veittur verði 75% afsláttur á gatnagerðargjöldum til ársloka 2021 á lóðum í Hrísey og Grímsey, í samræmi við heimild í 2. mgr. í grein 5.2. í gjaldskrá gatnagerðargjalda, til að efla uppbyggingu á þeim svæðum, með vísan til brothættra byggða.

4.Gatnagerðargjöld - endurskoðun á reglum 2019

Málsnúmer 2019020277Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. febrúar 2019:

Á fundi bæjarráðs 21. febrúar 2019 var samþykkt að óska eftir tillögum frá skipulagsráði um afslátt á gatnagerðargjöldum í Hrísey og Grímsey. Lagt er fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 22. febrúar 2019.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði tímabundinn afsláttur upp á 50%, til tveggja ára, vegna gatnagerðargjalda á lóðum í Hrísey og Grímsey, í samræmi við heimild í grein 5.2. í gjaldskrá gatnagerðargjalda, til að efla uppbyggingu á þeim svæðum.

Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að breyting verði gerð á grein 5.3. í gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að afsláttur vegna jarðvegsdýpis verði að hámarki 75% og gildi fyrir allar byggingarlóðir óháð húsgerðum.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að breyting verði gerð á grein 5.3. í gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að afsláttur vegna jarðvegsdýpis verði að hámarki 75% og gildi fyrir allar byggingarlóðir óháð húsgerðum.

5.G.V. Gröfur - ágreiningur um verðbætur v. verksamnings

Málsnúmer 2016090050Vakta málsnúmer

Kynntur dómur Landsréttar frá 1. mars sl. í máli Akureyrarkaupstaðar gegn G.V. Gröfum ehf. nr. 580/2018.

Dóminn er að finna á eftirfarandi vefslóð: https://www.landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=26ba5cdc-03ef-4a5e-a0f5-82139f4b1f3c

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Lagt fram fram til kynningar.

6.Umsóknir um stofnframlög 2019

Málsnúmer 2019030070Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. mars 2019 þar sem Brynja Hússjóður ÖBÍ sækir um stofnframlag frá Akureyrarbæ vegna kaupa á 10 2ja herbergja íbúðum.

Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að veita vilyrði fyrir stofnframlagi. Gert er ráð fyrir kostnaði vegna þessa í fjárhagsáætlun ársins 2019. Jafnframt skorar bæjarráð á Íbúðalánasjóð að hann taki jákvætt í umsókn Brynju hússjóðs og vísar í bókun bæjarráðs frá 21. febrúar sl. vegna höfnunar Íbúðalánasjóðs á fyrri umsókn Brynju.

7.Rekstrarsamningar íþróttamannvirkja og aðildarfélaga ÍBA 2019

Málsnúmer 2018050236Vakta málsnúmer

Lagðir fram undirritaðir rekstrarsamningar Akureyrarbæjar og íþróttafélaganna KA, Hestamannafélagsins Léttis og Skautafélags Akureyrar.
Hilda Jana Gísladóttir bar upp vanhæfi sitt til að afgreiða þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi borið upp til atkvæða og var það samþykkt. Hún vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð staðfestir rekstrarsamning við KA með 4 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð staðfestir rekstrarsamning við Hestamannafélagið Létti með 4 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð staðfestir rekstrarsamning við Skautafélag Akureyrar með 4 samhljóða atkvæðum.

8.Kostnaðar- og sviðsmyndagreining um uppbyggingu íþróttamannvirkja

Málsnúmer 2019020227Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 6. mars 2019:

Lögð fram tillaga að skipan starfshóps sem hefur það hlutverk að greina gróflega stofn- og rekstrarkostnað við helstu framtíðar íþróttamannvirki.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að skipaður verði starfshópur sbr. framlagt erindisbréf, sem m.a. hafi það hlutverk að greina gróflega stofn- og rekstrarkostnað við helstu framtíðar íþróttamannvirki. Ráðið samþykkir jafnframt að vinna hópsins verði launuð og óskar því eftir viðauka að upphæð kr. 1.794.000 við fjárhagsáætlun til að mæta þeim kostnaði.
Bæjarráð samþykkir skipan starfshópsins með 5 samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista vék af fundi kl 10.30.

9.Fjárhagsaðstoð - reglur

Málsnúmer 2019010388Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 6. mars 2019:

Málið var áður á dagskrá velferðarráðs 6. febrúar. Þá var starfsmönnum falið að vinna kostnaðaráætlun og leggja fram lokadrög að reglum.

Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur fjölskyldusviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð samþykkt samhljóða og vísað til bæjarstjórnar.

Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur fjölskyldusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 4 samhljóða atkvæðum að vísa reglum um fjárhagsaðstoð til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

10.Norðurorka hf. - aðalfundur 2019

Málsnúmer 2019030098Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. mars 2019 frá stjórn Norðurorku hf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins 5. apríl nk. kl. 13:30 í Hofi, Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

11.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir

Málsnúmer 2018110047Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 231. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 22. febrúar 2019.

12.Eyþing - aukaaðalfundur 2019

Málsnúmer 2019030121Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. mars 2019 frá Páli Björgvini Guðmundssyni f.h. stjórnar Eyþings þar sem boðað er til aukaaðalfundar Eyþings. Fundurinn verður haldinn 9. apríl nk. á Hótel KEA Akureyri og hefst kl. 13:00.
Lagt fram til kynningar.

13.Lánasjóður sveitarfélaga - aðalfundur 2019

Málsnúmer 2019030120Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 11. mars 2019 frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins föstudaginn 29. mars 2019 kl. 15:45 á Grand Hótel Reykjavík. Vakin er athygli á því að rétt til að sækja aðalfund eiga allir sveitarstjórnarmenn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

14.Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál

Málsnúmer 2019030077Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 6. mars 2019 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál 2019.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 20. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0086.html
Bæjarráð samþykkir með 4 samhljóða atkvæðum eftirfarandi bókun:

Bæjarráð Akureyrar tekur undir þingsályktunartillögu þess efnis að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjarvíkurflugvallar og er afstaða bæjarráðs einróma í þá veru að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli vera áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík uns jafngóður eða betri kostur verði tilbúinn til notkunar. Þá tekur bæjarráð undir greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni. Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu og fjölþættu hlutverki í samgöngum íbúa Akureyrarbæjar, þá er tilgangur hluta ferðanna að sækja læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og tengist staðsetning flugvallarins þannig brýnum öryggishagsmunum almennings. Þá gegnir flugvöllurinn einnig lykilhlutverki í tengingu landsbyggðanna við opinbera grunnþjónustu og mikilvægar opinberar stofnanir, sem flestar eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu.

Fundi slitið - kl. 11:50.