Frístundaráð

40. fundur 03. október 2018 kl. 11:30 - 13:45 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Jóhannesson varaformaður
  • Maron Pétursson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Maron Pétursson L-lista mætti í forföllum Hildar Bettyjar Krístjánsdóttur.
Ari Orrason varamaður ungmennaráðs mætti í forföllum Huldu Margrétar Sveinsdóttur.

1.Vetrarstarf á Punktinum og í Víðilundi

Málsnúmer 2018090404Vakta málsnúmer

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála og Halla Birgisdóttir umsjónarmaður á Punktinum kynntu vetrarstarfið á Punktinum og í Víðilundi.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar fyrir góða kynningu á starfinu.

2.Félagsmiðstöðvar

Málsnúmer 2015110184Vakta málsnúmer

Linda Pálsdóttir forvarna- og félagsmálafræðingur og Ólafía Guðmundsdóttir sérfræðingur í félagsmálum barna kynntu starfsemi félagsmiðstöðvanna. Lögð var fram skýrsla um sumarstarf FÉLAK 2018 og vetrarstarfið kynnt.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundardeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar fyrir greinargóða kynningu.
Maron Pétursson vék af fundi kl. 12:50.

3.Vinnuskóli - lokaskýrslur

Málsnúmer 2018050038Vakta málsnúmer

Orri Stefánsson verkefnastjóri atvinnumála ungs fólks og umsjónarmaður Vinnuskóla Akureyrar fór yfir lokaskýrslu Vinnuskóla Akureyrar fyrir sumarið 2018.
Frístundaráð þakkar Orra fyrir kynninguna.

4.Rekstrarsamningar íþróttamannvirkja og aðildarfélaga ÍBA 2019

Málsnúmer 2018050236Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar rekstrar- og þjónustusamningar við aðildarfélög ÍBA.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Viðar Valdimarsson vék af fundi kl. 13:30 í miðjum umræðum undir 4. lið.

Fundi slitið - kl. 13:45.