Frístundaráð

50. fundur 20. febrúar 2019 kl. 12:00 - 14:50 Rósenborg - kennslustofa 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða við útsenda dagskrá og óskaði eftir að taka inn á fundinn erindi; Styrkbeiðni vegna skíðaferðar málsnr. 2019020330.
Var það samþykkt.

1.Umboðsmaður barna - upplýsingar um vinnuskóla sveitarfélaga

Málsnúmer 2018070563Vakta málsnúmer

Lagðar fram niðurstöður úr könnun umboðsmanns barna á vinnuskóla sveitarfélaga.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála og Orri Stefánsson verkefnastjóri atvinnumála ungs fólks og vinnuskóla sátu fundinn undir þessum lið.

2.Velferðarstefna 2018-2023

Málsnúmer 2018081103Vakta málsnúmer

Velferðarráð óskar eftir því að frístundaráð geri tillögur til velferðarráðs að aðgerðaáætlun vegna þeirra verkefna í velferðarstefnu Akureyrarbæjar er heyra undir þeirra svið.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð felur starfsmönnum að vinna aðgerðaáætlun og leggja svo fram til kynningar á næsta fundi.

3.Þjónustukönnun Gallup 2018 - kynning í ráðum

Málsnúmer 2019020200Vakta málsnúmer

Farið yfir niðurstöður úr könnun Gallup á viðhorfi íbúa til þjónustu sveitarfélaga.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundin undir þessum lið.

4.Kynningaráætlanir sviða 2019

Málsnúmer 2019020253Vakta málsnúmer

Lögð fram kynningaráætlun samfélagssviðs í samræmi við aðgerðaráætlun upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundin undir þessum lið.

5.Nökkvi félag siglingamanna á Akureyri - uppbyggingarsamningur 2014-2018

Málsnúmer 2014010269Vakta málsnúmer

Erindi frá Rúnari Þór Björnssyni formanni Nökkva siglingafélags á Akureyri þar sem óskað er eftir heimild til að kaupa átta nýja eins til tveggja manna báta í ár fyrir eftirstöðvar uppbyggingarsamnings frá 2014.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundin undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir með atkvæðum Hildar Bettyjar Kristjánsdóttur L-lista, Arnars Þórs Jóhannessonar S-lista og Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista að styrkja Siglingaklúbbinn Nökkva að hámarki um 4,5 milljónir króna til bátakaupa. Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista situr hjá. Viðar Valdimarsson M-lista greiðir atkvæði á móti.

6.Glerárlaug - aðstaða og opnunartími

Málsnúmer 2019020078Vakta málsnúmer

Gunnar Jakobsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og óskaði eftir að viðhald yrði bætt við Glerárlaug. Hann benti á að lásar á skápum væru í lamasessi og væru búnir að vera um árabil, kranar og stútar í sturtum væru úrsérgengnir og rúður væru ónýtar. Einnig að lyfta sem hafi verið komið með fyrir hjólastólaaðgengi í heita pottinn hafi ekki passað og því farið með hana og ekkert komið í staðinn enn. Gunnar óskaði líka eftir að skoðað yrði hvort að útiklefar sem ekkert eru notaðir mættu ekki víkja fyrir gufubaði. Hann óskaði einnig eftir að fá svör um hvort sundlauginni yrði nokkuð lokað í sumar. Að lokum benti hann á að gestir árið 2017 hafi verið 88.000.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundin undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar Gunnari fyrir framkomnar athugasemdir.

Frístundaráð felur forstöðumanni sundlaugarinnar að fara yfir athugasemdirnar og vinna úr þeim eins og hægt er og í samstarfi við starfsmenn umhverfis- og mannvirkjasviðs. Sundlaugin verður opin í sumar.

7.Boginn - opnir göngutímar fyrir almenning

Málsnúmer 2019020079Vakta málsnúmer

Jóhannes Páll Héðinsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og óskaði eftir að komið yrði á opnum göngutímum fyrir almenning í Boganum líkt og eldri borgarar eru með.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundin undir þessum lið.
Frístundaráð bendir á að Boginn er opinn öllum almenningi til heilsubótargöngu.

8.Rekstrarsamningar íþróttamannvirkja og aðildarfélaga ÍBA 2019

Málsnúmer 2018050236Vakta málsnúmer

Til umræðu matrixa og skilgreining á iðkanda v/þjónustusamninga við aðildarfélög ÍBA.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundin undir þessum lið.
Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að gera drög að þjónustusamningum við félög sem eru með rekstrarsamninga auk Fimleikafélags Akureyrar út frá þeirri matrixu sem lögð var fyrir fundinn.

9.Styrkbeiðni vegna skíðaferðar

Málsnúmer 2019020330Vakta málsnúmer

Erindi frá Birki Má Birgissyni stjórnarmanni Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, þar sem er óskað er eftir stuðningi Akureyrarbæjar við fyrirhugaða skíðaferð félagsmanna í Hlíðarfjall í mars 2019.
Frístundaráð samþykkir að styrkja Kraft með fríum aðgangi að Hlíðarfjalli.

Fundi slitið - kl. 14:50.