Frístundaráð

46. fundur 17. desember 2018 kl. 09:00 - 11:10 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Ari Orrason varaáheyrnarfulltrúi ungmennaráðs mætti í forföllum Huldu Margrétar Sveinsdóttur.

1.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2019

Málsnúmer 2018080857Vakta málsnúmer

Farið yfir samþykkta fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2019.

2.Rekstrarsamningar íþróttamannvirkja og aðildarfélaga ÍBA 2019

Málsnúmer 2018050236Vakta málsnúmer

Farið fyrir rekstrar- og þjónustusamninga við aðildarfélög ÍBA.
Starfsmönnum falið að vinna áfram með samningsdrögin út frá umræðum á fundinum.

Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista vill koma á framfæri að afar mikilvægt sé að fundartímar séu skipulagðir fram í tímann og að því skipulagi sé fylgt. Hringl með fundartíma með stuttum fyrirvara kemur sér afar illa fyrir fólk sem er í störfum sem krefjast stöðugrar viðveru, svo sem umönnunarstörfum. Vanvirðing við tíma og önnur störf nefndarfólks getur valdið því að ekki geti allir tekið þátt í pólitísku starfi.

Fundi slitið - kl. 11:10.