Frístundaráð

43. fundur 07. nóvember 2018 kl. 11:30 - 12:50 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Rekstrarsamningar íþróttamannvirkja og aðildarfélaga ÍBA 2019

Málsnúmer 2018050236Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála.

Geir Kristinn Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir því við bæjarráð að fenginn verði úttektaraðili til að greina forsendur rekstrarsamninga íþróttamannvirkja á vegum Akureyrarbæjar.

2.Skautafélag Akureyrar - styrkur vegna þátttöku í Evrópukeppni 2018

Málsnúmer 2018100215Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttamála lagði til að frístundaráð styrki karlaíshokkílið Skautafélags Akureyrar um kr. 100.000 vegna góðs árangurs og þátttöku liðsins í Evrópukeppni 2018, en liðið komst í 3. umferð keppninnar sem fram fór í Riga í Lettlandi dagana 18.- 21. október sl.

Geir Kristinn Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að veita Skautafélagi Akureyrar 100.000 kr. styrk vegna þátttöku liðsins í Evrópukeppni 2018 og óskar liðinu til hamingju með góðan árangur.

3.Íþróttafélagið Þór - leiðrétting á rekstrarstyrk 2017 og 2018

Málsnúmer 2018090423Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. september 2018 frá Valdimari Pálssyni framkvæmdastjóra Þórs þar sem óskað er eftir leiðréttingu á rekstarsamningi félagsins við Akureyrarbæ fyrir árin 2017 og 2018. Erindið var áður á dagskrá fundar frístundaráðs þann 17. október sl.

Geir Kristinn Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir leiðréttingu á framlagi vegna rekstrarsamnings við Íþróttafélagið Þór fyrir árið 2018. Frístundaráð óskar eftir viðauka frá bæjarráði að upphæð kr. 3.300.000 vegna fjárhagsáætlunar 2018 til að mæta þessum útgjöldum.

4.Vinir Hlíðarfjalls - samstarfssamningur

Málsnúmer 2018100361Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttamála lagði fram drög að samstarfssamningi við Vini Hlíðarfjalls varðandi stuðning við markaðs- og uppbyggingarverkefni í Hlíðarfjalli.

Geir Kristinn Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir fyrirliggjandi drög.

5.Sundfélagið Óðinn - ósk um styrk vegna æfingaraðstöðu

Málsnúmer 2018110043Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. október 2018 frá Hildi Friðriksdóttur formanni Óðins þar sem félagið óskar eftir styrk vegna aukakostnaðar iðkenda af leigu á æfingaaðstöðu.

Geir Kristinn Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu en beinir þeim tilmælum til sundfélagsins að taka málið upp með ÍBA þar sem leitað verði leiða til að mæta þörf félagsins fyrir æfingaaðstöðu v/styrktarþjálfunar.

6.Hnefaleikafélag Akureyrar - æfingaaðstaða fyrir félagið

Málsnúmer 2018060366Vakta málsnúmer

Erindi frá Hnefaleikafélagi Akureyrar dagsett 26. september 2018 varðandi hugmyndir félagsins um nýtingu á íþróttasal í Íþróttahúsi Laugargötu.

Geir Kristinn Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að vinna að lausn málsins í samráði við UMSA, ÍBA og hnefaleikafélagið.

7.Skátafélagið Klakkur - styrktarsamningur

Málsnúmer 2016110061Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samstarfssamningur við Skátafélagið Klakk 2019 - 2021.

8.Skákfélag Akureyrar - endurnýjun á samningi

Málsnúmer 2015060184Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að endurnýjuðum samningi við Skákfélag Akureyrar 2019 - 2021.

9.Samningur Akureyrarbæjar við KFUM og KFUK 2018 - 2020

Málsnúmer 2018110044Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að endurnýjuðum samningi Akureyrarbæjar við KFUM og KFUK 2018 - 2020.

10.Hamrar - framkvæmdaþörf á tjaldsvæðinu

Málsnúmer 2018100339Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir tilnefningu frá frístundaráði í vinnuhóp um framtíðarsýn tjaldsvæðanna og endurnýjun rekstrarsamninga við Skátafélagið Klakk.
Frístundaráð samþykkir að tilnefna Sunnu Hlín Jóhannesdóttur í vinnuhópinn.

11.Hollvinafélag Húna II - skýrsla 2018 og ársreikningur 2017

Málsnúmer 2018100246Vakta málsnúmer

Ársreikningur Hollvinafélags Húna II fyrir árið 2017 og skýrsla vegna starfsemi á árinu 2018 lögð fram til kynningar.
Frístundaráð þakkar fyrir greinargóða skýrslu og lýsir yfir mikilli ánægju með það starf sem unnið er af félagsmönnum Húna II.

Fundi slitið - kl. 12:50.