Bæjarráð

3646. fundur 18. júlí 2019 kl. 08:15 - 10:15 Fundaaðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Þórhallur Jónsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Þórhallur Jónsson D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar og Evu Hrundar Einarsdóttur.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022 - umhverfis- og mannvirkjaráð

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að Unnar Jónsson S-lista verði varaformaður umhverfis- og mannvirkjaráðs í stað Ólínu Freysteinsdóttur sem lét af setu í ráðinu skv. ákvörðun bæjarstjórnar 16. apríl sl.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 10. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með 5 samhljóða atkvæðum.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019 - viðauki

Málsnúmer 2018050147Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 5.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 10. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.

Bæjarráð samþykkir viðaukann með 5 samhljóða atkvæðum.

3.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2019

Málsnúmer 2019040448Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fimm mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Kjarnaskógur - umsókn um lækkun gatnagerðagjalda

Málsnúmer 2019060150Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. júní 2019 frá Katrínu Ásgrímsdóttur fyrir hönd Sólskóga, þar sem óskað er eftir verulegri lækkun á gatnagerðargjöldum vegna byggingar gróðurhúsa í gróðrarstöð Sólskóga, Kjarnaskógi.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur eðlilegt að verða við erindi um lækkun gatnagerðargjalda vegna húsanna, sbr. heimild í grein 5.2. í gatnagerðargjaldskrá, enda er lóðin leigð til mjög takmarkaðra nota og takmarkaðs tíma og mannvirki sem á henni kunna að vera í lok leigutíma munu falla til bæjarins endurgjaldslaust. Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að gatnagerðargjald miðist við 1% af byggingarkostnaði vísitöluhúss og verði kr. 2.260.748.

5.Rekstrarsamningar íþróttamannvirkja og aðildarfélaga ÍBA 2019 - Golfklúbbur Akureyrar

Málsnúmer 2018050236Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 3. maí 2019:

Lögð fram drög að rekstrarsamningi annars vegar og þjónustusamningi hins vegar við Golfklúbb Akureyrar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir með atkvæðum Hildar Bettyjar Kristjánsdóttur L-lista, Arnars Þór Jóhannessonar S-lista, Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista og Berglindar Óskar Guðmundsdóttur D-lista, að hækka framlög vegna rafmagns, hita og fasteignagjalda í rekstrarsamningi um 7% sem nemur eignarhluta Akureyrarbæjar. Jafnframt er framlagður þjónustusamningur samþykktur.

Viðar Valdimarsson M-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir samningana með 5 samhljóða atkvæðum.

6.Glerárskóli - deiliskipulag

Málsnúmer 2018050142Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. júlí 2018:

Lögð fram tillaga Kollgátu ehf., f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, að deiliskipulagi fyrir lóð Glerárskóla. Er í deiliskipulaginu m.a. afmarkaður byggingarreitur fyrir nýjan leikskóla með tengingu við suðurhlið núverandi íþróttahúss. Þá er gert ráð fyrir breytingum á núverandi bílastæðum auk nýrra bílastæða á suðvesturhluta svæðisins, með aðgengi frá Drangshlíð.

Á fundinn komu Ingólfur Freyr Guðmundsson frá Kollgátu og Tómas Björn Hauksson frá umhverfis- og mannvirkjasviði og gerðu grein fyrir tillögunni.

Skipulagsráð þakkar Ingólfi og Tómasi fyrir kynninguna.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn/bæjarráð að deiliskipulagið verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um minniháttar lagfæringar á gögnum í samráði við skipulagssvið. Samhliða verði auglýst breyting á aðalskipulagi svæðisins og breytingar á afmörkun deiliskipulags Hlíðahverfis - suðurhluta og Glerárgils - neðsta hluta.

Er skipulagssviði falið að senda tillöguna til umsagnar Íþróttafélagsins Þórs, hverfisnefndar Holta- Hlíðahverfis, Norðurorku og Minjastofnunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 10. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs með 5 samhljóða atkvæðum.

7.Eining-Iðja - staðan í kjaramálum

Málsnúmer 2019070116Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 1. júlí 2019 þar sem Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju kemur á framfæri stöðu í samningamálum félagsmanna hjá sveitarfélögum á félagssvæðinu. Vísað er til þess að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur að undanförnu samið við önnur sambönd og félög um frestun viðræðna og friðarskyldu til 15. september nk. Samið hefur verið um innágreiðslu upp á kr. 105.000 fyrir 100% vinnu. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur hafnað því að semja um slíka greiðslu til félagsmanna Starfsgreinasambandsins þar sem búið væri að vísa deilunni til ríkissáttasemjara.

Farið er fram á að sveitarfélög greiði starfsmönnum sínum sem starfa eftir samningi Starfsgreinasambandsins innágreiðslu þann 1. ágúst að upphæð kr. 105.000 m.v. 100% starf þann 1. júní sl. og hlutfallslega lægra fyrir lægra starfshlutfalla.
Meirihluti bæjarráðs hafnar erindi Einingar-Iðju. Þar sem samningsumboð sveitarfélagsins vegna kjarasamninga er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga mun sveitarfélagið ekki tjá sig opinberlega um málið eða taka afstöðu til þess.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

8.Samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 2019060664Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. júní frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er bókun stjórnar sambandsins frá 21. júní sl.:

"Stjórn sambandsins lýsir yfir ánægju með vel heppnaðan fund um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hvetur sveitarfélög til að samþykkja yfirlýsinguna sem fundurinn samþykkti og send verður öllum sveitarfélögum."

Erindinu fylgir yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og fundargerð stofnfundar samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa drög að yfirlýsingu og leggja fyrir bæjarráð.

9.Stefna umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum - samráð

Málsnúmer 2019070437Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júlí 2019 frá Umhverfisstofnun þar sem sveitarfélaginu er gefinn kostur á að gera athugasemdir við drög að stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum áður en stefnan fer í opið samráðsferli á samráðsgátt stjórnvalda.

Athugasemdir skulu berast eigi síðar en 23. ágúst nk. Sérstök athygli er vakin á kafla 3.4 þar sem aðgerðir eru settar fram.
Bæjarráð felur Höllu Björk Reynisdóttur bæjarfulltrúa og Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmanni að fara yfir drögin og skila athugasemdum til bæjarráðs fyrir 15. ágúst nk.

10.Umsókn Circle Air um leyfi til þyrlulendinga í Glerárdal - beiðni um umsögn Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2019070448Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júlí 2019 frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarbæjar varðandi umsókn Circle Air um leyfi til þyrlulendinga innan fólkvangsins í Glerárdal. Þess er óskað að umsögnin berist eigi síðar en 18. júlí nk.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að gera ekki athugasemd við umsóknina.

11.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 126. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 24. júní 2019 og 127. fundar dagsett 1. júlí 2019.

Fundargerðirnar má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 10:15.