Skipulagsráð

392. fundur 23. nóvember 2022 kl. 08:15 - 12:00 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá

1.Tjaldsvæðisreitur - endurskoðun deiliskipulags

Málsnúmer 2022061538Vakta málsnúmer

Vilhjálmur Leví Egilsson hjá Nordic arkitektastofu kynnti drög að lýsingu deiliskipulags fyrir tjaldsvæðisreit sem afmarkast af Þórunnarstræti, Hrafnagilsstræti, Byggðavegi og Þingvallastræti.
Skipulagsráð samþykkir að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

2.Hesjuvellir - umsókn um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 2022110462Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. nóvember 2022 þar sem Ómar Ívarsson f.h. Rósu Maríu Stefánsdóttur sækir um breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna áforma um stækkun íbúðarsvæðis ÍB24 á Hesjuvöllum. Áformin fela í sér stækkun íbúðarsvæðisins úr 0,2 ha í 3,0 ha og að innan þess verði heimilt að reisa allt að sjö íbúðarhús á stórum lóðum.

Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Meirihluti skipulagsráðs telur ekki forsendur fyrir hendi fyrir uppbyggingu íbúðarbyggðar á umræddu svæði þar sem ekki liggur fyrir hvernig grunnþjónustu eins og snjómokstri, skólaakstri o.þ.h. yrði háttað.

Meirihluti skipulagsráðs leggur þar af leiðandi til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista greiðir atkvæði gegn tillögu skipulagsráðs.

3.Leikskóli og hjúkrunarheimili - breyting á deiliskipulagi Síðuskóla

Málsnúmer 2022010712Vakta málsnúmer

Kynningu á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Síðuskóla vegna áforma um hjúkrunarheimili og leikskóla lauk 26. október sl.

Sex athugasemdabréf bárust auk umsagna frá öldungaráði Akureyrarbæjar, Síðuskóla, Norðurorku, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Minjastofnun Íslands.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs 9. nóvember sl. og var afgreiðslu frestað.

Eru nú lagðar fram tvær tillögur að útfærslu svæðisins, annars vegar Tillaga A þar sem fyrirhugað hjúkrunarheimili er staðsett norðan við núverandi hjúkrunarheimili og sunnan við fyrirhugaðan leikskóla og hins vegar Tillaga B þar sem fyrirhugaður leikskóli er staðsettur norðan við núverandi hjúkrunarheimili og sunnan við fyrirhugað hjúkrunarheimili.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki Tillögu B að breytingu á deiliskipulagi Síðuskóla með minniháttar lagfæringum til samræmis við umræður á fundinum og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jón Hjaltason situr hjá við afgreiðslu málsins.

4.Hvannavellir 10-14 - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2021120847Vakta málsnúmer

Kynningu á drögum að deiliskipulagi fyrir Hvannavelli 10-14 lauk 5. nóvember sl.

Fjögur athugasemdabréf bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands og Norðurorku.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi með þeirri breytingu að byggingarreitur við Furuvelli færist innar á lóð þannig að framhlið byggingar verði í beinni línu við byggingar við Furuvelli 1 og 3 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jón Hjaltason greiðir atkvæði gegn tillögu skipulagsráðs.

5.KA svæði Dalsbraut - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022101088Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Kollgátu teiknistofu f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar að breytingu á deiliskipulagi KA svæðis - Lundarskóla - Lundarsels.

Breytingin felst í eftirfarandi:

- Hámarkshæð áhorfendastúku hækkar úr 9,5 m í 13 m og heildarfjöldi hæða í stúkubyggingu eykst í þrjár hæðir. Heildarbyggingarmagn minnkar úr 3.206 m² í 2.900 m².

- Heildarfjöldi hæða í tengibyggingu eykst í þrjár hæðir og hámarkshæð byggingar í 12,1 m.

- Byggingarreitur B breikkar um 4 m til suðurs og reitur fyrir sjónvarpsupptökuhús færist lítillega til suðurs og vesturs.

- Vallarstæði nýs aðalvallar er fært um 10 m til suðurs til að vernda trjágróður meðfram Þingvallastræti. Byggingarreitir fyrir ljósamöstur færast til samræmis.

- Kvaðir um frágang ljósamastra eru settar inn vegna ákvæða í flugvallareglugerð nr. 464/2007.

- Settir eru inn nýir byggingarreitir fyrir fjögur ljósamöstur.

- Hæð ljósamastra hækkar úr 25 m í 27 m.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs 9. nóvember sl. og var afgreiðslu frestað þar til fyrir lægju umsagnir ISAVIA og Norðurorku um tillöguna.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA-svæðis - Lundarskóla - Lundarsels og að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Tónatröð 2-14 - breyting á deiliskipulagi Spítalavegar

Málsnúmer 2021110358Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju drög Yrki arkitekta ehf. að breytingu á deiliskipulagi Spítalavegar þar sem gert er ráð fyrir fjórum fjölbýlishúsum vestan megin við Tónatröð á svæði þar sem nú eru lóðir 2, 4, 6, 10, 12 og 14. Er útfærsla deiliskipulagsins miðuð við að litlar sem engar breytingar verði á lóð Tónatraðar 8 þar sem ekki liggur fyrir heimild Minjastofnunar Íslands til að fjarlægja húsið. Auk deiliskipulagstillögu eru lagðar fram athugasemdir, umsagnir og minnisblöð sem fyrir liggja í tengslum við kynningu á lýsingu aðalskipulagsbreytingar.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs 4. maí sl. og var afgreiðslu frestað þar til nýtt skipulagsráð hefði tekið við að loknum sveitarstjórnarkosningum.
Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista og Jón Hjaltason báru upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista bar upp vanhæfi með fyrirvara um álit bæjarlögmanns.

Sif, Jón og Sunna Hlín viku af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að vísa ákvörðun um hvort kynna eigi drög að deiliskipulagi skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samsvarandi drög að breytingu aðalskipulags til bæjarstjórnar.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað eftirfarandi:

Ef horfa á til breytinga á skipulagi Tónatraðar væri eðlilegra að svæðið væri skipulagt sem almennur þróunarreitur og auglýst eftir samstarfsaðila vegna vinnu við skipulag reitsins, þó með þeim skilyrðum að uppbygging falli vel að nærliggjandi byggð.

7.Oddeyrarbót 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022110731Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. nóvember 2022 þar sem Jóhann Einar Jónsson f. h. Hvalaskoðunar Akureyri sækir um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar.

Breytingin felur í sér að nýtingarhlutfall lóðarinnar Oddeyarbótar 2 er hækkað úr 0,426 í 0,64 og að innan byggingarreits verði heimilt að reisa tveggja hæða byggingu með hámarks mænishæð 7,5 m. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagsskilmálum er heimilt að byggja allt að 200 m² hús á einni hæð á lóðinni.

Meðfylgjandi eru tillöguteikningar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við fyrirliggjandi erindi. Í breytingunni verði gert ráð fyrir sambærilegum skilmálum á öllum þremur lóðum við Oddeyrarbót.

8.Álfaholt 5-7 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022110253Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. nóvember 2022 þar sem Davíð Örn Benediktsson sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Álfaholt 5-7.

Breytingin felst í stækkun byggingarreits án þess að byggingarmagn aukist.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem ekki liggja fyrir hugmyndir að útliti hússins.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

9.Bakkahlíð 8 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2022110378Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. nóvember 2022 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Ingvars Þóroddssonar leggur inn fyrirspurn varðandi breytingar á húsi nr. 8 við Bakkahlíð.

Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.

Meðfylgjandi er tillöguuppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Bröttuhlíðar 5 og 7 og Bakkahlíðar 6.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

10.Oddeyri, suðurhluti - Gránufélagsgata 22, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018030161Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að útboðsskilmálum fyrir lóðina Gránufélagsgötu 22.
Skipulagsráð samþykkir framlögð drög að útboðsskilmálum fyrir Gránufélagsgötu 22 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa lóðina við fyrsta tækifæri.

11.Norðurgata 5-7 - hugmyndir að uppbyggingu

Málsnúmer 2020110104Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að útboðsskilmálum fyrir lóðina Norðurgötu 5-7.
Skipulagsráð samþykkir framlögð drög að útboðsskilmálum fyrir Norðurgötu 5-7 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa lóðina við fyrsta tækifæri.

12.Saltnes - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2022110338Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. nóvember 2022 þar sem Jóhannes Áslaugsson sækir um leyfi fyrir saltfiskhjalli á Saltnesi í Hrísey.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að ræða framhald málsins við umsækjanda, hverfisráð Hríseyjar og umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar.

13.Rangárvellir - Hlíðarvellir - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu jarðstrengs

Málsnúmer 2022091317Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. nóvember 2022 þar sem Jóhannes Björn Ófeigsson f.h. atNorth sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 33 kV strengs frá tengivirki Landsnets á Rangárvöllum að byggingum atNorth við Hlíðarvelli. Settir eru fram tveir möguleikar á legu strengsins sunnan Hlíðarfjallsvegar en umsækjandi óskar eftir að leið merkt A verði valin.

Meðfylgjandi eru greinargerð og yfirlitsmyndir auk minnisblaðs frá umhverfis- og mannvirkjasviði dagsett 18. nóvember 2022.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis með þeim skilmálum að farið verði eftir þeim atriðum sem fram koma í minnisblaði umhverfis- og mannvirkjasviðs varðandi frágang að framkvæmdum loknum og bætur vegna trjágróðurs. Jafnframt skal umsækjandi gera ráð fyrir útivistarstíg ofan á lagnaleið. Er skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óskar bókað að leitað verði alla leiða til að vernda skógrækt á þessu svæði og að strengurinn verði frekar lagður í lagnabelti í vegi inn á Rangárvelli.

14.Reglur um úthlutun lóða - endurskoðun 2022

Málsnúmer 2022030533Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlögð drög að breytingum á reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða með smávægilegum breytingum í samræmi við umræður á fundinum.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista vék af fundi kl. 11:38.

15.Lóðaframboð á Akureyri

Málsnúmer 2022110851Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. nóvember 2022 þar sem Helgi Örn Eyþórsson f.h. SS Byggis ehf. óskar eftir úthlutun lóðar í Móahverfi fyrir 100-200 íbúðir við fyrsta tækifæri. Rök fyrir beiðninni eru þau að 9-12 mánuði tekur að fullhanna vönduð fjölbýlishús og því sé æskilegt að lóðum verði úthlutað þó svo svæðið sé ekki byggingarhæft enn sem komið er.
Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista og Jón Hjaltason báru upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Viku þau af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við útfærslu útboðs- og úthlutunarskilmála fyrir Móahverfi með það að markmiði að hægt verði að auglýsa lóðir í fyrsta áfanga hverfisins í janúar 2023.

16.Hulduholt 27 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022100720Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ingólfs. F. Guðmundssonar á Kollgátu, f.h. lóðarhafa Hulduholts 27, þar sem óskað er eftir leyfi til að B-rými hússins verði ekki talin til nýtingarhlutfalls. Um er að ræða útkragandi þakkanta efri hæðar og útkrögun efri hæðar yfir þá neðri. Í deiliskipulaginu kemur fram að heimilt er að útkragandi byggingarhlutar geti náð 1,5 m út fyrir byggingarreit.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Meirihluti skipulagsráðs samþykkir ekki að undanskilja B-rými nýtingarhlutfalli lóðarinnar en samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi fyrir hækkað nýtingarhlutfall. Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og þar sem útkrögun B-rýma er ekki umfram 1,5 m er ekki talin þörf á grenndarkynningu í samræmi við 3. mgr. 44. gr. laganna.

17.Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032

Málsnúmer 2022110691Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum sem undirritaður var 12. júlí 2022.

18.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 889. fundar, dagsett 10. nóvember 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 12:00.