Skipulagsráð

407. fundur 23. ágúst 2023 kl. 08:15 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá

1.Hrappstaðir - umsókn um deiliskipulag fyrir frístundabyggð

Málsnúmer 2023080530Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. ágúst 2023 þar sem Margrét M. Róbertsdóttir f.h. Vignis Víkingssonar sækir um heimild til að vinna nýtt deiliskipulag fyrir frístundabyggð í landi Hrappstaða, á svæði sem skilgreint er sem frístundabyggð F7 í Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Afgreiðslu frestað þar sem samþykki allra eigenda landsins liggur ekki fyrir.
Fylgiskjöl:

2.Sjafnargata 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022100948Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Sjafnargötu 2 lauk þann 26. júní sl.

Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Norðurorku og Minjastofnun Íslands.

Er tillagan nú lögð fram til samþykktar með lítilsháttar breytingum á legu byggingarreits til samræmis við ábendingar Vegagerðarinnar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Grænhól með breytingum varðandi tilfærslu byggingarreits út fyrir veghelgunarsvæði í samræmi við ábendingar Vegagerðarinnar.

3.Týsnes 14 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023080631Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. ágúst 2023 þar sem Haraldur Sigmar Árnason sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 14 við Týsnes.

Fyrirhugað er að stækka byggingarreit um 6 m til norðvesturs og 1,5 m til norðausturs og suðvesturs. Nýtingarhlutfall helst óbreytt.

Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Týsnesi 12 og 16.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

4.Gránufélagsgata 22 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018030161Vakta málsnúmer

Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi fyrir Gránufélagsgötu 22 og 24 lauk þann 7. júlí sl.

Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, umhverfis- og mannvirkjasviði og Norðurorku.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Sjafnarnes - breyting á skilmálum deiliskipulags

Málsnúmer 2023072695Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á skilmálum fyrir deiliskipulag B-áfanga Krossaneshaga.

Breytingin felur í sér að sett er kvöð um stálgirðingu á lóðum sem liggja að opnum svæðum í eigu Akureyrarbæjar.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á skilmálum deiliskipulagsins á þann veg að kvöð verði sett um 0,9 - 2 m háa afmörkun/girðingu á lóðarmörkum sem liggja að bæjarlandi.

Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum innan deiliskipulagssvæðisins.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

6.Móahverfi landmótun - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2023060968Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. júní þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir haugsetningu og landmótun með uppgreftri úr fyrsta áfanga Móahverfis. Um er að ræða um 30.000 m³ af jarðvegi sem verður notaður til landmótunar vestan Móahverfis á fyrirhuguðu skógræktarsvæði.

Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

7.Hafnarstræti 24 - umsókn um bílastæði fyrir hreyfihamlaða

Málsnúmer 2023071142Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. júlí 2023 þar sem Alma Axfjörð sækir um merkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða við hús nr. 24 við Hafnarstræti.

Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð heimilar merkingu á bílastæði fyrir hreyfihamlaða með bílnúmeri umsækjanda með fyrirvara um staðfestingu á heimild til notkunar P-korts.

Heimildin gildir í 2 ár en fellur jafnframt úr gildi ef viðkomandi flytur úr húsnæðinu innan þess tíma.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

8.Akureyrarvaka 2023 - umsókn um viðburð í bænum og lokun á götum

Málsnúmer 2023080809Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. ágúst 2023 þar sem Almar Alfreðsson f.h. atvinnu-, markaðs- og menningarteymis Akureyrarbæjar sækir um leyfi fyrir viðburðum á Akureyrarvöku 2023 dagana 25. - 27. ágúst nk.

Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir leyfi fyrir viðburðum sem taldir eru upp í gögnum umsækjanda og gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða lokun gatna.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Þórhallur Jónsson D-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

9.Móahverfi - auglýsing lóða

Málsnúmer 2022120463Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að úthlutunarskilmálum fyrir lóðir í 2. áfanga Móahverfis. Um er að ræða 28 einbýlishúsalóðir, 7 parhúsalóðir og 11 raðhúsalóðir fyrir allt að 90 íbúðir.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9. ágúst sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að það samþykki að lóðum í 2. áfanga Móahverfis verði úthlutað eftir útboðsleið með lágmarksverði í samræmi við fyrirliggjandi skilmála.

10.Norðurtangi - malarhaugar

Málsnúmer 2017100494Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 10. janúar sl. var samþykkt að að fresta fyrirhuguðum dagsektum á Finn ehf. vegna starfsemi á Norðurtanga til 1. júní 2023. Umrætt svæði hefur verið nýtt sem athafnasvæði og efnisgeymsla án leyfis Akureyrarbæjar og hafa borist ítrekaðar kvartanir vegna umgengni á svæðinu og ryks frá efnishaugum. Hefur m.a. verið fjallað um málið hjá heilbrigðisefirliti Norðurlands eystra (HNE).
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Vegna tafa við útsendingu gagna í kjölfar ákvörðunar skipulagsráðs þann 10. janúar sl. samþykkir meirihluti skipulagsráðs að fresta álagningu dagsekta á Finn ehf. Dagsektir að upphæð 50.000 kr. / dag munu verða lagðar á með vísan í 54. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá og með 1. janúar 2024 ef óheimilli nýtingu svæðisins á Norðurtanga hefur ekki verið hætt og gengið hefur verið frá svæðinu með ásættanlegum hætti.

11.Grímsey - beiðni um styrk til byggingarsögulegrar rannsóknar

Málsnúmer 2022110417Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. ágúst 2023 þar sem Elín Ósk Hreiðarsdóttir f.h. Fornleifastofnunar Íslands og Hjörleifur Stefánsson f.h. Gullinsniðs ehf. óska eftir styrk frá Akureyrarbæ fyrir húsakönnun í Grímsey.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 17. nóvember 2022.
Skipulagsráð samþykkir að veita jafnháan styrk til verksins og Húsafriðunarsjóður eða 700.000 kr. Er veiting styrksins með fyrirvara um að verkefnið samræmist kröfum Minjastofnunar um gerð húsaskráningar.

12.Grænbók um skipulagsmál - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2023072484Vakta málsnúmer

Lögð fram grænbók um skipulagsmál ásamt drögum að greinargerð um stöðu skipulagsmála sem innviðaráðuneytið hefur lagt fram í samráðsgátt til kynningar og umsagnar. Umsagnarfrestur er veittur til 24. ágúst 2023.

Erindið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9. ágúst sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð telur mikilvægt að tryggja aðkomu sveitarfélaga að skipulagi haf- og strandsvæða. Þá þarf að mati skipulagsráðs að skýra betur mörk ríkis og sveitarfélaga í skipulagsmálum í tengslum við nýlegar breytingar á skipulagslögum nr. 123/2010.

13.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 928. fundar, dagsett 10. ágúst 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 2 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið.