Bæjarstjórn

3532. fundur 05. september 2023 kl. 16:00 - 17:06 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Heimir Örn Árnason
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Andri Teitsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Þórhallur Jónsson D-lista sat fundinn í forföllum Láru Halldóru Eiríksdóttur.
Inga Dís Sigurðardóttir M-lista sat fundinn í forföllum Hlyns Jóhannssonar.

1.Sjafnargata 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022100948Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. ágúst 2023:

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Sjafnargötu 2 lauk þann 26. júní sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Norðurorku og Minjastofnun Íslands. Er tillagan nú lögð fram til samþykktar með lítilsháttar breytingum á legu byggingarreits til samræmis við ábendingar Vegagerðarinnar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Grænhól með breytingum varðandi tilfærslu byggingarreits út fyrir veghelgunarsvæði í samræmi við ábendingar Vegagerðarinnar.

Þórhallur Jónsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Grænhól með breytingum varðandi tilfærslu byggingarreits út fyrir veghelgunarsvæði í samræmi við ábendingar Vegagerðarinnar.

2.Gránufélagsgata 22 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018030161Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. ágúst 2023:

Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi fyrir Gránufélagsgötu 22 og 24 lauk þann 7. júlí sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, umhverfis- og mannvirkjasviði og Norðurorku.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Lífsgæðakjarni fyrir eldri borgara

Málsnúmer 2023090027Vakta málsnúmer

Umræða um lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara.

Málshefjandi er Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og lagði fram svofellda tillögu ásamt Gunnari Má Gunnarssyni B-lista og Brynjólfi Ingvarssyni óháðum:

Að bæjarráði verði falið að stofna vinnuhóp í kringum vinnu að uppbyggingu lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara.

Til máls tóku Brynjólfur Ingvarsson, Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Örn Árnason og Þórhallur Jónsson.
Tillaga Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur, Gunnars Más Gunnarsson og Brynjólfs Ingvarsson var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Leikskólamál

Málsnúmer 2023090047Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu leikskólamála á Akureyri.

Málshefjandi er Heimir Örn Árnason D-lista. Til máls tóku Gunnar Már Gunnarsson, Hilda Jana Gísladóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir, Heimir Örn Árnason, Þórhallur Jónsson, Halla Björk Reynisdóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir.
Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista, Heimir Örn Árnason D-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Þórhallur Jónsson D-lista, Inga Dís Sigurðardóttir M-lista og Andri Teitsson L-lista óska bókað:

Meirihluti bæjarstjórnar lýsir ánægju með stöðu leikskólamála á Akureyri. Það hefur tekist að finna pláss fyrir öll börn í bænum 12 mánaða og eldri núna í haust, með því að koma á fót tveimur nýjum leikskóladeildum í Síðuskóla og Oddeyrarskóla. Nú er verið að undirbúa næsta skref í uppbyggingunni sem verður nýr leikskóli í Hagahverfi. Það er fleira jákvætt að gerast svo sem innleiðing á samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna. Einnig er verið að huga að velferð starfsfólks og barna á leikskólum hvað varðar vinnuumhverfi og vinnuaðstöðu með vinnustyttingu og fleira sem tengist kjarasamningum. Fram eru komnar tillögur um gjaldskrárbreytingar í leikskólum Akureyrarbæjar sem við vonumst til að muni stytta skóladag margra. Gert er ráð fyrir að leikskólagjöld verða tekjutengd bæði fyrir einstaklinga og fólk í sambúð. Einnig er verið að innleiða heimgreiðslur sem við reiknum með að muni gagnast mörgum fjölskyldum með beinum hætti og öðrum með óbeinum hætti, með að skapa meira rými í leikskólunum.



Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Miklar breytingar eru að verða af hálfu meirihluta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar á umgjörð leikskólamála í sveitarfélaginu. Þrátt fyrir það virðist því miður lítið sem ekkert samráð vera haft við foreldra og atvinnulíf og lítið tillit tekið til jafnréttissjónarmiða. Líklegt er að þær breytingar sem horft er til nú gagnist síst lágtekjufólki og fólki með lítið bakland, sem er einmitt sá hópur sem sérstaklega mikilvægt er að samfélagið standi vörð um. Þá er ákaflega villandi að tala um að leikskólagjöld hafi lækkað um 8%, enda á sú lækkun aðeins við ef foreldrar nýta ekki samtals 20 skráningardaga að vetrarlagi.

5.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2023010626Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 15., 22. og 29. júní, 6., 13., 20. og 26. júlí, 3., 10., 17., 24. og 31. ágúst 2023
Bæjarráð 29. júní, 13. júlí, 17. og 24. ágúst og 1. september 2023
Fræðslu- og lýðheilsuráð 19. júní, 14. og 28. ágúst 2023
Skipulagsráð 5. júlí, 9. og 23. ágúst 2023
Umhverfis- og mannvirkjaráð 20. júní, 4. júlí, 15. og 29. ágúst 2023
Velferðarráð 14. júní og 23. ágúst 2023
Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 17:06.