Jafnréttisviðurkenning Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017100405

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 16. fundur - 26.10.2017

Lögð fram tillaga sviðsstjóra samfélagssviðs um veitingu jafnréttisviðurkenningar Akureyrarbæjar.
Frístundaráðs samþykkir að veitt verði jafnréttisviðurkenning og felur sviðsstjóra að móta frekari hugmyndir að framkvæmd.

Frístundaráð - 17. fundur - 09.11.2017

Lögð fram tillaga sviðsstjóra samfélagssviðs um framkvæmd jafnréttisviðurkenninga.
Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við tillögurnar og samþykkir að auglýst verði eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenninga.

Frístundaráð - 21. fundur - 11.01.2018

Á fundi ráðsins þann 9. nóvember sl. var samþykkt að auglýsa eftir tilnefningum v/ jafnréttisviðurkenninga.

Frístundaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram út frá umræðum á fundinum.

Frístundaráð - 22. fundur - 25.01.2018

Lögð fram tillaga að jafnréttisviðurkenningu Akureyrarbæjar.
Frístundaráð samþykkir tilnefningar til jafnréttisviðurkenninga og felur sviðsstjóra að finna dagsetningu til afhendingar.

Frístundaráð - 48. fundur - 23.01.2019

Samkvæmt jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar veitir frístundaráð árlega viðurkenningu þeirri stofnun, fyrirtæki, nefnd eða ráði Akureyrarbæjar, einstaklingi eða félagi sem hefur að mati nefndarinnar staðið sig best undangengið ár við framgang jafnréttismála á Akureyri með það að markmiði að auka jafnréttishugsun á Akureyri.
Frístundaráð felur sviðsstjóra að auglýsa eftir tilnefningum.

Frístundaráð - 54. fundur - 11.04.2019

Farið yfir tilnefningar vegna jafnréttisviðurkenninga og lögð fram tillaga um veitingu þeirra.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir verkefnastjóri samfélagssvið sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir tilnefningar til jafnréttisviðurkenninga. Viðurkenningarnar verða afhentar á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta þann 25. apríl nk.

Frístundaráð - 75. fundur - 08.04.2020

Tilnefningar til jafnréttisviðurkenninga lagðar fram.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

Frístundaráð - 76. fundur - 06.05.2020

Tilnefningar til jafnréttisviðurkenninga lagðar fram. Málið var áður á dagskrá fundar frístundaráð þann 8. apríl sl.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Nokkrar tilnefningar bárust frístundaráði og þakkar ráðið þeim aðilum sem sendu inn tilnefningarnar.

Frístundaráð samþykkir að veita leikskólanum Lundarseli viðurkennigu í flokki fyrirtækja/stofnana en skólinn hefur unnið markvisst með kynjajafnrétti í sínu starfi sl. 10 ár.Í flokki einstaklinga samþykkir ráðið að veita Stefaníu Sigurdísi Jóhönnudóttur sérstök hvatningarverðlaun en Stefanía hefur verið ötull talsmaður jafnréttis í Menntaskólanum á Akureyri og m.a. fengið styrk frá Norðurorku til að halda fyrirlestra og vinna að fræðsluefni undir yfirskriftinni "Af hverju er ég femínisti?". Einnig hefur hún fengið boð frá Jafnréttisstofu, ásamt tveimur öðrum stúlkum úr MA, um að halda erindi á alþjóðlegri ráðstefnu um skaðsemi neikvæðra staðalímynda í skólastarfi. Stefanía, ásamt Ásthildi Ómarsdóttur, halda úti hlaðvarpinu VAKNAÐU þar sem fjallað er um jafnréttismál í víðum skilningi. Stefanía hefur stýrt málstofu um samskipti kennara og nemenda um mikilvægi þess að afnema neikvæðar staðalímyndir í orðræðu og námsefni skólans. Þá var hún fengin til að halda erindi á kennarafundi um jafnréttismál í skólanum.


Viðurkenningarnar verða afhentar við fyrsta tækifæri.

Frístundaráð - 93. fundur - 14.04.2021

Tilnefningar til jafnréttisviðurkenninga lagðar fram.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir jafnréttisfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að veita viðurkenningar í flokki einstaklinga og fyrirtækja. Einnig var samþykkt að veita ein hvatningarverðlaun. Jafnréttisviðurkenningar verða afhentar á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta þann 22. apríl nk.

Frístundaráð - 94. fundur - 05.05.2021

Á fundi frístundaráðs þann 14. apríl sl. var samþykkt að veita viðurkenningar í flokki einstaklinga og fyrirtækja. Einnig var samþykkt að veita ein hvatningarverðlaun. Jafnréttisviðurkenningar voru afhentar á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta þann 22. apríl sl.

Viðurkenningarnar hlutu:

- Snorri Björnsson fyrir kennslu í kynjafræði við VMA.

- N4 fyrir markvissa vinnu við jafnrétti í fjölmiðlum.

- Hlaðvarpsþátturinn Bannað að dæma í umsjón Heiðdísar Austfjörð og Halldórs Kristins Harðarsonar hlaut hvatningarverðlaun jafnréttimála.
Frístundaráð óskar viðurkenningarhöfum innilega til hamingju með viðurkenningarnar.

Jafnframt vill ráðið koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Akureyrarstofu fyrir vel heppnaða rafræna Vorkomu.