Frístundaráð

75. fundur 08. apríl 2020 kl. 12:00 - 14:15 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þura Björgvinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Ársskýrsla Félak 2019

Málsnúmer 2017020123Vakta málsnúmer

Skýrsla FÉLAK vegna starfsemi ársins 2019 lögð fram til kynningar.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

2.Starfsemi ungmennahúss

Málsnúmer 2018010427Vakta málsnúmer

Skýrsla ungmennahúss vegna starfsemi á haustönn 2019 lögð fram til kynningar.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

3.Jafnréttisviðurkenning Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017100405Vakta málsnúmer

Tilnefningar til jafnréttisviðurkenninga lagðar fram.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

4.Frístundaráð - rekstraryfirlit 2020

Málsnúmer 2020030015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar tveggja mánaða rekstraryfirlit.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.

5.Glerárlaug - sumarlokun og aðstaða

Málsnúmer 2020030443Vakta málsnúmer

Gunnar Jakobsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Hann mótmælir harðlega sumarlokun Glerárlaugar. Vill einnig að það verði eitthvað gert til þess laga alla skapaða hluti þar. Talaði einnig um lyftu sem var keypt fyrir heita pottinn fyrir 2 árum sem passaði ekki en ekkert hafi gerst síðan. Spyr einnig hvort ekki sé hægt að kaupa gufubað til að setja á svæðið (tunnu).

Bæjarráð hefur á fundi sínum þann 26. mars samþykkt að vísa erindinu til frístundaráðs.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar fyrir ábendingarnar.

Glerárlaug verður lokað í sex vikur frá 3. júlí til 17. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks.

6.Sundlaugar Akureyrar - endurbætur

Málsnúmer 2012020045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um framkvæmdir í Sundlaug Akureyrar í kjölfar lokunar laugarinnar í samkomubanni.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

7.Íþróttabandalag Akureyrar - samskipta- og samstarfssamningur Akureyrarbæjar og ÍBA

Málsnúmer 2015010126Vakta málsnúmer

Samkvæmt samningi ÍBA og Akureyrarbæjar er í 14. grein kveðið á um endurskoðun samningsins þar sem lagt er mat á árangur samstarfs.

Lagðar fram samantektir frá ÍBA annars vegar og deildarstjóra íþróttamála hins vegar.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð leggur á það áherslu að ÍBA standi skil á gögnum árlega sbr. ákvæði þar um í 7. og 12. grein.

8.Íþróttadeild - æfingagjöld íþrótta- og tómstundafélaga á Akureyri

Málsnúmer 2020030709Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu drög að yfirliti yfir þróun æfingagjalda barna og unglinga síðustu ár innan aðildarfélaga ÍBA.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

9.Íþróttahreyfingin og COVID-19

Málsnúmer 2020040054Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. apríl 2020 frá Lárusi L. Blöndal forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands þar sem sveitarfélög eru meðal annars hvött til að eiga samtöl við sín félög og fylgjast með því hvernig mál þróast og styðja við félögin í gegnum þau vandamál sem kunna að vera fram undan.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

10.Viðbragðsáætlanir Akureyrarbæjar vegna COVID-19

Málsnúmer 2020030378Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar minnisblöð deildarstjóra íþróttamála um áhrif COVID-19 á starfsemi íþróttahreyfingarinnar á Akureyri.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 14:15.